Tenglar

1 af 3

Í dag kom það sem á hafði vantað af búnaði í vistarveru Landsbankans í húsakynnum Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum. Eins og fram hefur komið verður Sóley Vilhjálmsdóttir þar með bankaþjónustu á miðvikudögum kl. 13-16.

...
Meira

Hjalti Hafþórsson á Reykhólum leitar að einhverjum sem gæti selt honum lítið, færanlegt eldstæði. Hann þarf á slíku að halda vegna endursmíði Vatnsdalsbátsins sem hér var greint frá fyrir skömmu.

...
Meira

Níu af hverjum tíu starfsmönnum Reykhólahrepps eru konur. Núna í vetur birtist hér á vefnum frétt undir fyrirsögninni Kvennaveldi í Reykhólahreppi með tengingu í aðsenda grein undir fyrirsögninni Reykhólahreppur er kvennaríki. Auk þess sem vakin er athygli á athugasemdunum sem skrifaðar voru þar fyrir neðan skulu hér tilfærðar upplýsingar um hlutfall kvenna í hópi starfsmanna Reykhólahrepps frá 2004. Á hverju ári þarf að skila skýrslu til Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðugildi í hreppnum. Hér má sjá hvernig þróunin hefur verið (staðan í apríl hverju sinni) á undanförnum árum.

...
Meira

Fundur skipulags-, bygginga-, húsnæðis- og hafnarnefndar Reykhólahrepps í gær var með líflegasta móti hvað afgreiðslu umsókna um byggingalóðir varðar. Samþykkt var umsókn Trésmiðjunnar Akurs ehf. á Akranesi um lóðirnar nr. 5 og 7 við Hólatröð vegna byggingar parhúss. Jón Árni Sigurðsson á Reykhólum (Gullsteinn ehf.) fær iðnaðarlóðina að Suðurbraut 3 (milli verkstæðishúss Guðlaugs Theodórssonar og húss Björgunarsveitarinnar Heimamanna). Ísland, hvar er þín fornaldarfrægð ehf. í Reykjavík fær lóð á fyrirhuguðu verslunar- og þjónustusvæði rétt neðan við Langavatn (sjá reit V3 á meðfylgjandi korti - smellið á til að stækka). Samþykkt var umsókn Áhugamannafélags um bátasafn Breiðafjarðar um lóð við Reykhólahöfn.

...
Meira
Frá Reykhóladögunum 2011.
Frá Reykhóladögunum 2011.

Undirbúningsnefnd Reykhóladaga 2012 boðar til almenns íbúafundar í matsal Reykhólaskóla kl. 20.30 annað kvöld, þriðjudag, og hvetur sem flesta til að koma. Á fundinum verður dagskrá þessara héraðsdaga kynnt eins og hún liggur fyrir á þessu stigi og óskað eftir athugasemdum. Jafnframt er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa við hina ýmsu viðburði - „enda mikilvægt að vinna saman við að gera dagana eins flotta og hægt er,“ segir Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi.

...
Meira
Ágústa í vitanum í Flateyjarklofningi.
Ágústa í vitanum í Flateyjarklofningi.

Enn eitt fimmtugsafmælið af mörgum á þessu ári í Reykhólahreppi er í dag, 11. júní. Afmælisbarnið Ágústa Kristín Bragadóttir, Reykjabraut 5, fæddist í Reykjavík en ólst upp í Njarðvík, dóttir Ástu Andersen húsmóður og Braga Guðjónssonar múrara. Systkini hennar: Kristján, búsettur í Svíþjóð, Margrét, búsett í Bandaríkjunum, Jón Halldór, látinn, Einar Bragi, búsettur í Garði, og Elísa Dagmar, búsett í Reykjanesbæ.

...
Meira
Björgun skipbrotsmanna úr togaranum Sargon undir Hafnarmúla við Örlygshöfn. Mynd: Þjóðminjasafnið.
Björgun skipbrotsmanna úr togaranum Sargon undir Hafnarmúla við Örlygshöfn. Mynd: Þjóðminjasafnið.

Menningarráð Vestfjarða hefur lokið yfirferð styrkumsókna vegna úthlutunar ráðsins á verkefnastyrkjum árið 2012. Ákvörðun um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir eins og fram kemur hér fyrir neðan. Langhæsta styrkinn að þessu sinni fékk verkefni Minjasafnsins á Hnjóti í Örlygshöfn við sunnanverðan Patreksfjörð, sem ber heitið Björgunarafrekið við Látrabjarg. Arnarsetur Íslands í Króksfjarðarnesi fékk 700 þúsund króna styrk og Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum 350 þúsund króna styrk.

...
Meira

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum fékk annan af tveimur hæstu stofn- og rekstrarstyrkjum sem Menningarráð Vestfjarða veitir til menningarstofnana á Vestfjörðum fyrir þetta ár eða kr. 1.400 þúsund. Össusetur Íslands í Reykhólahreppi fékk eina milljón. Styrkjum undir þessum formerkjum var úthlutað í fyrsta sinn fyrir skömmu. Ellefu menningarstofnanir fengu styrki, samtals kr. 11,4 milljónir. Styrkirnir féllu sem hér segir:

...
Meira
Svavar Gestsson.
Svavar Gestsson.

Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útibúinu í Króksfjarðarnesi lokað. Það er dónaskapur númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun. Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega allir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk, sem þarna hafði viðskipti, inni í Landsbankanum.

...
Meira
Reykhólaskóli og íþróttahúsið fremst, Barmahlíð fjær til hægri / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli og íþróttahúsið fremst, Barmahlíð fjær til hægri / Árni Geirsson.

Rekstrarniðurstaða Reykhólahrepps og stofnana hans (Barmahlíðar, félagslegra íbúða, hafnarsjóðs o.fl.) var árið 2011 jákvæð um liðlega 8 milljónir króna en var árið 2010 neikvæð um liðlega 9 milljónir. Þar er um að ræða viðsnúning hjá sveitarsjóði sjálfum, þar sem niðurstaðan batnaði um 21,5 milljónir króna milli ára eða úr rúmlega 10 milljónum í mínus árið 2010 í tæplega 11,5 milljónir í plús 2011. Rekstrartekjur í heild árið 2011 voru rétt tæplega 350 milljónir króna.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31