Hólakaup: Opið frá tíu til tíu (sjá þó fyrirvara)
Frá og með deginum í dag og til 12. ágúst er verslunin Hólakaup á Reykhólum opin alla sjö daga vikunnar frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin. Þó með þessum fyrirvara: Reynslan sýnir að yfirleitt er opnað miklu, miklu fyrr á morgnana, hvað sem hinum formlega afgreiðslutíma líður. Allir eru velkomnir í Hólakaup hvort heldur klukkan er sjö, átta eða níu að morgni ef Eyvi er kominn til vinnu á annað borð eða hans fólk.
...Meira