Tenglar

Biðröð eftir bensíni við Hólakaup.
Biðröð eftir bensíni við Hólakaup.

Frá og með deginum í dag og til 12. ágúst er verslunin Hólakaup á Reykhólum opin alla sjö daga vikunnar frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin. Þó með þessum fyrirvara: Reynslan sýnir að yfirleitt er opnað miklu, miklu fyrr á morgnana, hvað sem hinum formlega afgreiðslutíma líður. Allir eru velkomnir í Hólakaup hvort heldur klukkan er sjö, átta eða níu að morgni ef Eyvi er kominn til vinnu á annað borð eða hans fólk.

...
Meira
Fjallkonan í fyrra var Eydís Sunna Harðardóttir - á afmælisdaginn sinn.
Fjallkonan í fyrra var Eydís Sunna Harðardóttir - á afmælisdaginn sinn.

Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi stendur fyrir hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn í Bjarkalundi sem fyrr. Hátíðin hefst kl.14 með ávarpi fjallkonu, skrúðganga verður að venju og að henni lokinni stjórnar Hrefna Jónsdóttir leikjum. Hoppukastalar verða á svæðinu og kvenfélagið hefur gasblöðrur og sælgæti til sölu. Hið margrómaða kaffihlaðborð Hótels Bjarkalundar verður á sínum stað.

...
Meira
Kvennahlaupshópurinn á Reykhólum 2011.
Kvennahlaupshópurinn á Reykhólum 2011.

Kvennahlaup Íþróttasambands Íslands verður á sínum stað á Reykhólum á morgun, laugardag. Lagt verður af stað frá Grettislaug kl. 11 og verður um fjórar vegalengdir að velja: 2 km, 3 km, 5 km og 7 km. Frítt verður í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu. Þátttökugjald er 1.250 kr. og verður tekið við greiðslu í afgreiðslu sundlaugarinnar. Söfnunarkassi fyrir gömlu brjóstahaldarana og önnur undirföt verður á staðnum (RKÍ).

...
Meira
Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík.
Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps harmar að eina bankaútibúið í héraðinu, útibú Landsbankans, skuli hafa verið lagt niður. Þetta kemur fram í bókun hreppsnefndar á fundi hennar í dag. „Sveitarstjórnin lýsir vanþóknun sinni á framkvæmd lokunarinnar og framkomu bankans við íbúa sveitarfélagsins“, segir einnig í bókuninni. Jafnframt var samþykkt tillaga Gústafs Jökuls Ólafssonar um að sveitarstjórn Reykhólahrepps flytji viðskipti sín frá Landsbankanum yfir til Sparisjóðs Strandamanna.

...
Meira

„Undirritaður leggst alfarið gegn hvers konar mannvirkjagerð á lóð sem merkt er V3 neðan við Langavatn. Þetta svæði er viðkvæmt varpsvæði ýmissa fugla og samrýmist illa ásýnd Reykhóla að byggja þar, enda eru nægar aðrar byggingalóðir í boði.“ Þannig hljóðar bókun Eiríks Kristjánssonar á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í dag, þegar ákvörðun skipulagsnefndar sl. mánudag um úthlutun iðnaðarlóðar neðan við Langavatn var til afgreiðslu. Meirihluti sveitarstjórnar tók hins vegar jákvætt í bókun nefndarinnar og fól sveitarstjóra að hefja undirbúning málsins.

...
Meira

Fasteignamat á landinu öllu hækkar að meðaltali um 7,4% um næstu áramót en hækkunin er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum og eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin í Reykhólahreppi er 4,5%. Á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin að meðaltali 8,3% en er þessi í öðrum landshlutum:

...
Meira
Karlsey leggur úr Reykhólahöfn í síðasta sinn og skríður framhjá Gretti.
Karlsey leggur úr Reykhólahöfn í síðasta sinn og skríður framhjá Gretti.
1 af 2

Karlsey, flutningaskip Þörungaverksmiðjunnar, hefur loksins núna kvatt heimahöfn sína á Reykhólum, um hálfu ári seinna en til stóð og rúmu ári eftir að hún „settist í helgan stein“ þegar Grettir kom og leysti hana af hólmi. Í fyrsta áfanga var farið til Hafnarfjarðar og skipstjóri í þeirri ferð var hinn gamalreyndi Gylfi Helgason á Reykhólum. Með honum í áhöfn voru þrír menn á vegum kaupandans.

...
Meira

Trúbadorinn gamli og síungi Gylfi Ægisson verður með tónleika og uppistand á Café Riis á Hólmavík kl. 21 í kvöld, fimmtudag. Þar syngur hann og leikur mörg af sínum vinsælustu lögum og jafnframt lög af diski sínum Á frívaktinni sem var að koma út. Einnig fer Gylfi með gamanmál eins og honum er lagið.

...
Meira

„Þegar við komum í land á Reykhólum í kvöld á Blíðunni SH 277 var einum orðið svo heitt eftir daginn að hann varð að kæla sig í höfninni,“ segir Halldór Jóhannesson skipstjóri, sem sendi vefnum þessar myndir.

...
Meira

Áheyrendur kjósa besta lagið af þeim sem bárust í sönglagakeppni Reykhóladaganna 2012 á tónleikum í íþróttahúsinu á Reykhólum núna á föstudagskvöld, 15. júní. Skilmálar í keppninni voru þeir, að bæði lag og texti yrðu að vera frumsamin og hefðu ekki verið flutt opinberlega áður. Nöfnum höfunda verður haldið leyndum þar til úrslitin liggja fyrir.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31