Tenglar

Nýju gámarnir á gámasvæðið á Reykhólum koma væntanlega núna á föstudag. Blöðung um flokkun sorpsins er að finna hér (pdf) og í reitnum Tilkynningar neðst til hægri á vefnum (Endurvinnslustöðin á Reykhólum). „Áhugi íbúanna vefst ekki fyrir okkur á skrifstofunni. Hingað berast pantanir á sorpílátum og moltugerðarílátum,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Fólk bíður eftir að fá leiðbeiningar og hér eru þær komnar og verða brátt komnar á öll heimili ásamt sérstökum bláum pokum sem ætlaðir eru fyrir förgun á rafhlöðum.“

...
Meira
Tafla úr skýrslunni - nemendafjöldi hjá Fræðslumiðstöðinni 2000-2011.
Tafla úr skýrslunni - nemendafjöldi hjá Fræðslumiðstöðinni 2000-2011.

Starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða (FRMST) efldist mjög milli áranna 2010 og 2011. Á síðasta ári voru kenndar 4.739 stundir en þær voru 3.516 á árinu 2010. Nemendastundir voru um 50.000 en um 41.000 árið áður og komu þar við sögu um 15% af íbúum Vestfjarða 21 árs og eldri. Reykhólahreppur var vel undir þessu meðaltali og raunar voru öll póstnúmerasvæði undir því nema 425 – Önundarfjörður ásamt Flateyri, þar sem þátttakan var 34%. Konur voru 68% og karlar 32%. Algengasti aldurshópurinn var 45-54 ára.

...
Meira

Auglýst er eftir sumarafleysingu í heimilisþjónustu í Reykhólahreppi. Um er að ræða þrjú heimili í þrjá mánuði. Starfið er laust nú þegar. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 434 7880.

...
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninganna 30. júní fer fram á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum þriðjudaginn 19. júní kl. 13-15. Eins og áður hefur komið fram er hægt að kjósa utan kjörfundar við embætti sýslumannsins á Patreksfirði alla virka daga, sem og hjá öðrum sýslumönnum.

...
Meira
Króksfjarðarnes: Þarna voru kaupfélag (KKK), banki og póstur í góðu sambýli um árabil. Svo hverful er heimsins dýrð.
Króksfjarðarnes: Þarna voru kaupfélag (KKK), banki og póstur í góðu sambýli um árabil. Svo hverful er heimsins dýrð.
1 af 2

Í dag eru 40 ár liðin frá því að bankaútibú var opnað í Króksfjarðarnesi. Upphaflega og lengi framan af var þar útibú Samvinnubankans en síðan var útibúið í höndum nokkurra bankastofnana hverrar fram af annarri. Halldór D. Gunnarsson (öllu betur þekktur í héraðinu og víðar sem Venni) var útibússtjóri í Nesi frá upphafi og til ársloka 2006 þegar hann var kominn á aldur, eins og kallað er. Starfstími hans í forsvari fyrir bankann í Nesi var þannig þriðjungur aldar og þremur mánuðum betur.

...
Meira

11.-22. júní gengst Umf. Afturelding í Reykhólahreppi fyrir fjölbreyttum íþrótta- og leikjanámskeiðum. Um er að ræða sundnámskeið fyrir börn fædd 2006 og 2007, leikjanámskeið fyrir börn fædd 2000 til 2006 og hreystinámskeið fyrir fólk á aldrinum 12-99 ára. Skráning fyrir föstudag. Nánar um námskeiðin og skráninguna:

...
Meira
Gengið um sveit 2011 - glaður gönguhópur við sundlaugina á Laugalandi.
Gengið um sveit 2011 - glaður gönguhópur við sundlaugina á Laugalandi.

Dagskrá útivistardaganna í Reykhólahreppi um Jónsmessuna (Gengið um sveit 2012) liggur fyrir. Þeir verða 21.-24. júní eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag með mjög mislöngum og miserfiðum göngum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þessir dagar voru í fyrsta sinn á síðasta ári og heppnuðust með miklum ágætum. Fyrir utan göngur verður hjólreiðaferð í boði eins og í fyrra og einnig verður efnt til ratleiks. Leiðsögumenn verða reyndir og fróðir, þau Gauti og Harpa Eiríksbörn frá Stað og Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli.

...
Meira

Héraðsbókasafn Reykhólahrepps á Reykhólum verður opið í sumar á miðvikudagskvöldum kl. 19-21, í fyrsta sinn á þeim tíma annað kvöld. Undantekning er miðvikudagurinn 27. júní en þá verður lokað vegna sumarleyfis. Síðasti dagur sumartímans verður 15. ágúst en þá tekur vetrartími við á ný.

...
Meira

Reykhólahreppur verður ekki alveg bankalaus þrátt fyrir lokun útibúsins í Króksfjarðarnesi. Núna er unnið að því að koma fyrir búnaði á Reykhólum þar sem Sóley Vilhjálmsdóttir verður með opið á miðvikudögum, fyrst um sinn að minnsta kosti. Hún mun koma í Barmahlíð fyrir hádegi en síðan verður hún með opið kl. 13-16 í aðstöðu sem bankinn hefur fengið í húsakynnum Reykhólahrepps við Maríutröð. Séð verður til þegar kemur fram á haustið hvernig þessi tími reynist og hvort einhver annar dagur væri heppilegri.

...
Meira
Haförn. Mynd: Wikipedia.
Haförn. Mynd: Wikipedia.

Súpufundinum sem átti að vera á Reykhólum annað kvöld hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Á þessum fundi var ætlunin að kynna það sem á döfinni er hjá Össusetri Íslands ehf. en vegna anna þar á bæ eru mál þar ekki komin eins langt á veg og vonast var til.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31