Tenglar

„Í gúrkutíð sumarsins hófst duggunarlítil umræða um landbúnaðarmál. Ekkert er undan því að kvarta að menn hefji máls á því sem þeir telja brýnt, nema að því leytinu að í umræðunni var öllum hlutum snúið á haus. Þannig var það sem síst skyldi gert tortryggilegt og ósanngjörnum vopnum því beitt gegn íslenskum landbúnaði. Tilefni þessa greinarkorns er að bregðast við því.“

...
Meira
Frá Reykhóladögum 2011.
Frá Reykhóladögum 2011.

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir byggðahátíðir vera afskaplega skemmtilegar og gagnlegar fyrir ferðamennskuna innanlands. „Þær eru þýðingarmiklar fyrir hvert bæjarfélag enda streymir fólkið að. Þær hvetja fólk til að ferðast um landið og heimsækja hin ýmsu bæjarfélög. Það þarf oft að vera eitthvað til staðar sem dregur fólk að, sérstaklega svo það komi aftur og aftur. Það er mjög mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna að það séu svona viðburðir úti um allt land. Þetta hefur víðast hvar heppnast afskaplega vel en þetta eru fyrst og fremst hátíðir fyrir Íslendinga.“

...
Meira
Þórarinn Þorsteinsson.
Þórarinn Þorsteinsson.

Þórarinn Þorsteinsson (Tóti Þorsteins), sem andaðist 4. ágúst, var jarðsunginn í Reykjavík á föstudag. Rætur hans voru á Reykhólum. Þar var hann löngum í uppvextinum, þar var hann mjög lengi búsettur á fullorðinsárum og þar um slóðir er margt af fólki náskyldu og nátengdu honum. Hann var elstur barnabarna Steinunnar Hjálmarsdóttur á Reykhólum, sem mikill ættbogi er kominn af. Eftirlifandi kona Þórarins er Þórunn Játvarðardóttir frá Miðjanesi í Reykhólasveit. Börnum hennar fjórum gekk hann í föðurstað. Þau minntust hans af sérstakri hlýju í minningarorðum í Morgunblaðinu á útfarardaginn. Það gerðu líka fleiri af hans fólki.

...
Meira
Söl á íslenskri sölvafjöru.
Söl á íslenskri sölvafjöru.

Ólafsdalsfélagið gengst laugardaginn 20. ágúst kl. 15-18.30 fyrir fjölskylduvænu námskeiði undir heitinu Sölvafjara og sushi í Tjarnarlundi í Saurbæ við Gilsfjörð. Þar verður kynnt hugmyndafræði Slow Food hreyfingarinnar og nýting sölva og þara eins og hún var fyrrum hér á landi og í Ólafsdalsskólanum á sínum tíma. Gengið verður á sölvafjöru við Tjaldanes og safnað þangi, þara og sölvum. Einnig verður sýnikennsla, smakk og kynning á hugmyndafræði og aðferðum sushi. Á sama tíma verður barnanámskeið um ströndina, þang og þara, byggt, leikið og smakkað.

...
Meira

Ítrekaðar eru atvinnuauglýsingar frá Reykhólahreppi og Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð. Annars vegar störf matráðs og tveggja aðstoðarmatráða í nýju sameiginlegu mötuneyti Reykhólahrepps og hins vegar staða almenns starfsmanns í Barmahlíð.

...
Meira

Vinafélag Barmahlíðar gekkst fyrir sumarhátíð á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum á miðvikudag. Í heimsókn komu velflest börn í sveitarfélaginu ásamt þó nokkrum mæðrum. Þarna voru á ferðinni krakkar sem boðið hafði verið í (pínulítið síðbúinn) sex ára afmælisfagnað Margrétar Helgu Jökulsdóttur á Reykhólum. Afmæli hennar var reyndar 27. júlí en þá var hún stödd í Reykjavík. Þennan sólfagra dag átti hins vegar níu ára afmæli Birna Björt Hjaltadóttir á Reykhólum, ein í krakkahópnum sem kom í heimsókn, auk þess sem Unnur Karlsdóttir frá Kambi í Reykhólasveit átti 95 ára afmæli, en hún er búsett í Barmahlíð.

...
Meira
Að aka dráttarvél gleymist gömlum bónda seint eða aldrei.
Að aka dráttarvél gleymist gömlum bónda seint eða aldrei.
1 af 3

Einn af elstu gestunum á Reykhóladögum um síðustu helgi - a.m.k. sá elsti sem fór í rúnt á dráttarvél á traktorasýningunni og rifjaði upp mjög gamla takta - var Sverrir Guðbrandsson, níræður að aldri, Strandamaður fyrr og síðar. Farkosturinn var talsvert yngri en Sverrir. Það var Farmall DLD 2 árgerð 1956 og því „aðeins“ 55 ára. Fyrr í sumar var Sverrir útnefndur heiðursborgari Strandabyggðar. Hann er orðinn sjóndapur og þess vegna var sonur hans honum til halds og trausts þegar hann ók svolítinn hring á túninu vestan við Báta- og hlunnindasýninguna.

...
Meira

Sumri hallar og fram á sunnudag er Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum opin kl. 11-18 en ekki frá kl. 10 eins og verið hefur. Frá og með mánudeginum verður hún hins vegar opin kl. 12-17 og jafnframt eftir samkomulagi fram til 31. ágúst. Síminn á sýningunni er 434 7830.

...
Meira

Frá og með mánudeginum 15. ágúst verður verslunin Hólakaup opin mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og á sunnudögum kl. 13-17.

...
Meira

„Talsmenn bænda og ráðherrar landbúnaðarmála hafa gjarnan rökstutt háa styrki til landbúnaðar með vísan til matvælaöryggis. Satt er það að sumt af því sem framleitt er í sveitum landsins endar á endanum á borðum landsmanna. En til þess að framleiða þennan mat þarf ógrynni af erlendum aðföngum. Olía og áburður eru mikilvægustu aðföngin sem flytja þarf erlendis frá“, segir Þórólfur Matthíasson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar svarar hann gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir vegna ýmissa skrifa sinna og ummæla um málefni íslensks landbúnaðar og má þar t.d. nefna næstu frétt hér á undan.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30