Tenglar

Séð yfir Króksfjarðarnes og Gilsfjörð til Saurbæjar. Mynd: Árni Geirsson.
Séð yfir Króksfjarðarnes og Gilsfjörð til Saurbæjar. Mynd: Árni Geirsson.

Núna á sunnudaginn kl. 13-18 verður haldinn sveitamarkaður í Kaupfélaginu gamla í Króksfjarðarnesi þar sem handverks-, nytja- og bókamarkaður Össu er einnig til húsa. Þar verður hægt að kaupa reyktan rauðmaga, heimagerð bjúgu, rúllupylsuálegg, hangikjöt og ferskt kjöt, sem og lostalengjur, sem eru kindavöðvar léttreyktir og maríneraðir í aðalbláberjakryddlegi. Einnig má fá þar tómata frá Reykhólum, krækling og krydd úr íslenskum jurtum.

...
Meira

Hafinn er undirbúningur að alþjóðlegri umhverfisvottun Vestfjarðakjálkans í heild. Á síðasta ári ákváðu Ferðamálasamtök Vestfjarða að stefna að því að fá EarthCheck-umhverfisvottunina fyrir Vestfirði og nú hefur bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkt fyrir sitt leyti að hafist verði handa við forvinnu þess verkefnis. Markmiðið er að vestfirsk sveitarfélög sameinist undir merkjum Fjórðungssambands Vestfirðinga um að stefna að slíkri vottun og var á síðasta Fjórðungsþingi samþykkt að vinna að því.

...
Meira

Sveinn Rúnar Hauksson læknir er mikill áhugamaður um berjatínslu og berjavinnslu. Hann segir horfur á berjasprettu tvísýna almennt á landinu. Vel lítur þó út með bláberjasprettu á Vesturlandi en líkur eru á að eitthvað verði minna af krækiberjum en undanfarin ár. Verði sumarið skaplegt það sem eftir lifir geti landsmenn farið að líta eftir berjum þegar líða tekur á ágústmánuð. Og verði sumarið berjafólki hliðhollt megi gera ráð fyrir því að berin endist fram undir miðjan september. Sveinn Rúnar segir að miðað við undanfarin sumur megi segja að berjaspretta sé rúmum þremur vikum seinni á ferðinni að þessu sinni.

...
Meira
Minnismerki Ásthildar og Péturs á Bíldudal var reist árið 1951.
Minnismerki Ásthildar og Péturs á Bíldudal var reist árið 1951.

Hjónin Ásthildur og Pétur J. Thorsteinsson settu á sínum tíma meiri svip á Bíldudal en nokkurt annað fólk hefur gert. Þar verður þeirra minnst á laugardag en 60 ár eru liðin frá því að minnisvarði um þau var reistur á Bíldudal. Hátíðardagskrá hefst á hádegi með ávarpi Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar og fulltrúa afkomenda og fjölbreyttri tónlist. Jafnframt verður haldið ættarmót niðja þeirra og munu þeir m.a. færa Vesturbyggð bækling um starf þeirra í plássinu.

...
Meira
Tálknafjörður.
Tálknafjörður.

Bæjarhátíðin á Tálknafirði nefnist Tálknafjör og stendur yfir núna um helgina. Hún byrjar á föstudagskvöldi með fjölskylduvænum ratleik en síðan er gönguferð með leiðsögn sem endar á brennu og bollasúpu. Laugardagurinn verður þéttskipaður viðburðum en hátíðinni lýkur með poppmessu á sunnudag.

...
Meira
Núverandi vegur í vestanverðum Mjóafirði (mynd úr skýrslunni).
Núverandi vegur í vestanverðum Mjóafirði (mynd úr skýrslunni).

Vegagerðin birti í gær frummatsskýrslu vegna endurbyggingar og lagningar nýs Vestfjarðavegar frá Eiði í Vattarfirði um Kerlingarfjörð og Mjóafjörð að Þverá í Kjálkafirði. Um er að ræða 16,5-19,2 km langa vegagerð, að langmestu leyti í Reykhólahreppi en allra vestasti hlutinn tilheyrir Vesturbyggð. Mörk sveitarfélaganna tveggja eru við Skiptá í Kjálkafirði. Núverandi vegur sem hinn nýi skal leysa af hólmi er 24,3 km. Lengd hinnar nýju veglínu fer eftir leiðarvali í Mjóafirði og á Litlanesi. Byggðar verða tvær nýjar brýr, önnur á Mjóafjörð en hin á Kjálkafjörð.

...
Meira
Gamalt og hrörlegt frystihús öðlast smám saman nýtt líf. Mynd: Fréttablaðið / Lísa Kristjánsdóttir.
Gamalt og hrörlegt frystihús öðlast smám saman nýtt líf. Mynd: Fréttablaðið / Lísa Kristjánsdóttir.

Frystihúsið í Flatey á Breiðafirði gengur nú í endurnýjun lífdaga en Lísa Kristjánsdóttir segir ýmsar hugmyndir uppi um nýtt hlutverk þess. Félagið Þrísker, sem Lísa fer fyrir, stendur að framkvæmdunum. „Það eru uppi hugmyndir um að hafa þarna biðsal, veitingasölu eða safn, nú eða allt þetta,“ segir Lísa. Búið er að teikna íbúðir á efri hæð hússins sem leigðar verða út. Þegar hefur Bryggjubúð verið opnuð í húsinu en þar er seldur ýmis varningur er tengist eynni á einn eða annan hátt, segir hún. „Eins seljum við malt og appelsín svona til að ýta undir nostalgíuna,“ bætir hún við.

...
Meira
Frá Nýp á Skarðsströnd 2008. Verkið Jón eftir Magnús Pálsson í brekkunni.
Frá Nýp á Skarðsströnd 2008. Verkið Jón eftir Magnús Pálsson í brekkunni.

Erindi um ævintýri sem sögð hafa verið við Breiðafjörð og í Dölum verður flutt að Nýp á Skarðsströnd kl. 16 á laugardag, 23. júlí. Erindið flytur Aðalheiður Guðmundsdóttir íslenskufræðingur og aðjúnkt í þjóðfræði við Háskóla Íslands og þar fjallar hún ekki síst um fólkið sem sagði ævintýrin. Hún skoðar sögur og sagnafólk sem bjó í Dalasýslu, einkum um það leyti sem Jón Árnason stóð að þjóðsagnasöfnun sinni á 19. öld, en einnig fyrir og eftir þann tíma. Spurt verður hvort Dalamenn skeri sig frá sem heimildamenn ævintýra, og ef svo er, þá hvers vegna.

...
Meira
Mynd: hotelflatey.is
Mynd: hotelflatey.is

Tveir farþegabátar koma til greina vegna Flateyjarsiglingar á Reykhóladögum laugardaginn 6. ágúst, annar 45 manna, hinn 120 manna. Ákveða þarf á morgun, föstudag, hvor báturinn verður fenginn, og mun það ráðast af því hversu margir verða búnir að skrá sig í ferðina í dag. Lagt verður upp frá bryggjunni á Stað kl. 8 og komið til baka kl. 12. Skráning í síma 894 1011. Verð fyrir ferðina:

...
Meira

Menningarsjóður vestfirskrar æsku veitir í ár líkt endranær vestfirskum ungmennum styrki til framhaldsnáms sem þau geta ekki stundað í sinni heimabyggð. Að öðru jöfnu njóta forgangs um styrk úr sjóðnum ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu, föður eða móður, einstæðar mæður og konur, meðan fullt launajafnrétti er ekki í raun, eins og segir í frétt frá sjóðnum. Ef engar umsóknir berast frá Vestfjörðum koma umsóknir Vestfirðinga búsettra annars staðar til greina.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30