Tenglar

Mynd: Vefur HSS.
Mynd: Vefur HSS.

Héraðssamband Strandamanna (HSS) hefur boðið Ungmennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) að taka þátt í Barnamóti HSS sem haldið verður á Drangsnesi við Steingrímsfjörð á sunnudag. Mótið hefst kl. 14. Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi er meðal aðildarfélaga UDN.

...
Meira
Tveir með breiðfirskar rætur.
Tveir með breiðfirskar rætur.

Sumarferð Breiðfirðingafélagsins var að þessu sinni farin í Dalina síðustu helgina í júní. Bækistöð var í Félagsheimilinu Árbliki í Miðdölum en þaðan var farið í bílferðir um héraðið. Liðlega hundrað manns voru í matnum á laugardagskvöldinu. Nánar segir frá sumarferðinni 2011 á vef félagsins og hér má sjá fjölda mynda sem Sigurlaug Sigurðardóttir tók. Maðurinn í farþegasætinu á myndinni sem hér fylgir er Snæbjörn Kristjánsson, formaður Breiðfirðingafélagsins.

...
Meira
19. ágúst 2011

Bragaþing í Stykkishólmi

Frá Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi.

Bragaþing - landsmót hagyrðinga - verður haldið á Hótel Stykkishólmi laugardaginn 3. september. Borðhaldið hefst kl. 20 en veislustjóri verður hinn góðkunni Gísli Einarsson fréttamaður. Mótsgestir skrái sig sem fyrst hjá Hermanni Jóhannessyni í síma 866 9000 / 434 7765 eða Sigrúnu Haraldsdóttur í síma 824 5311. Þeir sem vilja gistingu á hótelinu panti hana í netpósti eða í síma 430 2100.

...
Meira
Hrútaþukl í Sævangi í fyrra.
Hrútaþukl í Sævangi í fyrra.

Árleg stórhátíð á Sauðfjársetri í Sævangi við Steingrímsfjörð verður á laugardag og hefst kl. 14. Þá verður níunda Íslandsmeistaramótið í hrútadómum – venjulega kallað hrútaþukl. Þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli frá því að Sauðfjársetrið byrjaði að halda mótið árið 2003 og núna er svo komið að óhætt er að tala um heimsmeistaramót. Um kvöldið verður svo Þuklaraballið margfræga í Félagsheimilinu á Hólmavík, að þessu sinni með hinni goðsagnakenndu hljómsveit Upplyftingu.

...
Meira
Sigurður Atlason, form. Ferðamálasamtakanna.
Sigurður Atlason, form. Ferðamálasamtakanna.

Ferðamálasamtök Vestfjarða ætla að selja 45% af hlut sínum í ferðaskrifstofunni Vesturferðum. Samtökin keyptu í vor 70% hlut í Vesturferðum af Hótel Ísafirði og Flugfélagi Íslands. „Með kaupunum vildum við treysta undirstöður vestfirskrar ferðaþjónustu en það var alltaf stefnan að selja hluta af eigninni aftur,“ segir Sigurður Atlason á Hólmavík, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða. „Ætlunin með sölunni og hlutafjáraukningunni er að fá ferðaþjónustufyrirtæki á Vestfjörðum og alla þá sem áhuga hafa á vestfirskum ferðamálum til að kaupa hlut í fyrirtækinu.“

...
Meira
Sigurður Breiðfjörð rímnaskáld.
Sigurður Breiðfjörð rímnaskáld.

Áhugafólk hefur ákveðið að halda stofnfund kvæðamannafélags á suðursvæði Vestfjarðakjálkans sunnudaginn 4. september. Auk þess sem stofnfélagar verða skráðir, lög samþykkt, nafn ákveðið og stjórn kosin verður umræða um kvæðamennsku, starf kvæðamannafélaga og vísnagerð. Bókin Silfurplötur Iðunnar verður kynnt og kvæðalög leikin af diskum sem henni fylgja. Loks verða æfðar nokkrar stemmur þannig að allir kunni þær í fundarlok, framhald rætt og næsti fundur ákveðinn.

...
Meira

Ólafsdalsfélagið gengst laugardaginn 3. september kl. 11-17 fyrir námskeiði í Tjarnarlundi í Saurbæ í heimavinnslu mjólkurafurða með áherslu á einfalda ostagerð. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa á góðum mat, ostum og ostagerð, en hana er hægt að stunda nánast í hvaða eldhúsi sem er. Ekki síst ætti námskeiðið að henta þeim sem þykir gaman að leika sér í eldhúsinu. Þarna verða kynntar einfaldar framleiðsluaðferðir, tæki og tól og aðstaða sem þarf fyrir einfalda ostagerð. Einnig verður fjallað um hugmyndafræði og markmið Slow Food hreyfingarinnar.

...
Meira
1 af 2

Reykhólaskóli verður settur kl. 8.30 á mánudagsmorgun, 22. ágúst. Fyrst verður stutt setningarathöfn á sal en síðan fara hóparnir með umsjónarkennurum í sínar stofur þar sem afhentar verða stundatöflur ásamt innkaupalistum, sem einnig hafa verið sendir í pósti. Kennsla hefst að því loknu. „Við hlökkum til að hitta nemendur okkar hressa og endurnærða eftir gott sumarfrí og tilbúna að taka námið föstum tökum að nýju“, segir Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri, og biður fyrir kæra kveðju til nemenda og foreldra þeirra og forráðamanna.

...
Meira
Sitkagreni (Picea sitchensis).
Sitkagreni (Picea sitchensis).

Fyrir skömmu var brugðið mælistiku á nokkur hæstu tré Vestfjarða til að fylgjast með hæðarmetum líkt og gert hefur verið öðru hverju frá aldamótum. Árið 2000 reyndist hæsta tré Vestfjarða vera í skóginum á Barmahlíð í Reykhólasveit („hlíðin mín fríða“) og var þá 14,2 m á hæð. Þetta er sitkagrenitré sem var gróðursett á árunum 1946-49. Núna í síðustu viku voru skógfræðinemar frá Hvanneyri þar á ferð og brugðu máli á tréð sem nú reyndist vera 18,3 m. Á ellefu árum hefur það því hækkað um liðlega fjóra metra. Þetta tré heldur enn sessi sínum sem hæsta tré Vestfjarða og allmörg tré í sama lundi eru litlu lægri.

...
Meira
Moses Hightower.
Moses Hightower.
1 af 2

Sálarkvartettinn alíslenski Moses Hightower heldur „stofutónleika“ á menningarsetrinu Nýp á Skarðsströnd á fimmtudagskvöld kl. 20.30. Kvartettinn sló óvænt í gegn á síðasta ári með frumburði sínum, Búum til börn, og hefur hlotið afar lofsamlega dóma í helstu fjölmiðlum. Þeir dómar haldast í hendur við plötusölu, aðsókn að tónleikum og spilun í útvarpi og sýna að sveitin hefur snarlega skipað sér í framvarðasveit íslenskrar tónlistar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30