Tenglar

Ólafsdalur við Gilsfjörð.
Ólafsdalur við Gilsfjörð.

Á Ólafsdalshátíðinni á sunnudag er gert ráð fyrir að vera með markað þar sem fólki verður gefinn kostur á að selja eða kynna vörur sínar. Lögð er áhersla á að þeir sem taka þátt í markaðnum bjóði matvæli úr heimafengnu hráefni og vandað handverk eða listmuni. Þeim sem vilja vera með vörur til sölu eða kynningar á Ólafsdalsmarkaðnum er bent á að hafa samband við Höllu í netfanginu hallasteinolfs@gmail.com eða í síma 893 3211.

...
Meira
Kálgarður í Ólafsdal.
Kálgarður í Ólafsdal.

Einn liðurinn á Reykhóladögum 2011 er fjölskylduvænt námskeið undir nafninu Grænmeti og góðmeti í Ólafsdal sem haldið verður í Ólafsdal við Gilsfjörð á laugardag, 6. ágúst. Að námskeiðinu stendur Ólafsdalsfélagið í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Reykhólahrepp, Vaxtarsamning Vesturlands, Slow Food Reykjavík og félagið Matur-saga-menning. Flutt verða þrjú fræðsluerindi auk þess sem með fylgir pakki af lífrænt ræktuðu grænmeti beint úr garðinum í Ólafsdal, uppskrift að gómsætum grænmetisrétti og dagskrá fyrir börn.

...
Meira
Merki sveitarfélaganna fjögurra sem að félagsþjónustunni standa.
Merki sveitarfélaganna fjögurra sem að félagsþjónustunni standa.

Óskað er eftir tillögum að kennimerki (lógói) félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Merkið þarf að vera tilbúið til notkunar á tölvutæku formi. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er sameiginleg félagsþjónusta Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps. Hún sinnir þjónustu á sviði barnaverndar, félagslegrar ráðgjafar, fjárhagsaðstoðar, málefna fatlaðs fólks, félagslegrar heimaþjónustu og málefna aldraðra.

...
Meira

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar tímabundið eftir starfskrafti í heimaþjónustu. Um er að ræða tvö heimili og vinnan er einn dag í viku, fjórar klukkustundir í senn. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Hildi Jakobínu Gísladóttur félagsmálastjóra í síma 842-2511.

...
Meira
Dúóið vinsæla Þórunn og Halli frá Ísafirði spilar og syngur fyrir dansi.
Dúóið vinsæla Þórunn og Halli frá Ísafirði spilar og syngur fyrir dansi.

Dagskrá Reykhóladaganna 4.-7. ágúst er fullmótuð og má finna hana í reitnum Tilkynningar hér neðst til hægri. Ýmis gagnleg atriði til viðbótar varðandi þessa afar fjölbreyttu héraðshátíð eru tilfærð hér að neðan og fólk beðið að kynna sér þau, svo sem um skráningar, efni til litskreytinga eins og í fyrra og varðandi súpu í heimahúsum. Ekki síst er fólk hvatt til að hugsa fyrir því í tíma að smíða kassabíla með krökkunum og hafa með sér rollu í Hvanngarðabrekkuna á Reykhólum.

...
Meira
Velkomin ...
Velkomin ...
1 af 2

Árleg fjölskylduhelgi Friðrúnar H. Gestsdóttur á Reykhólum, systkina hennar og maka, barna þeirra og barnabarna, var að þessu sinni haldin á Hafrafelli í Reykhólasveit. Þar eru æskuslóðir Guðmundar Sigvaldasonar (Mumma frá Hafrafelli), eiginmanns Friðrúnar. Úr öllum hópnum komu fjörutíu og átta manns en sex komust ekki. Mummi fékk lánaða dráttarvél ásamt 2,40 m breiðri sláttuvél og sló „fríhendis“ orðið VELKOMIN eins og sjá má á fyrri myndinni.

...
Meira

Undanfarna mánuði hefur mikið verið fjallað um hugsanlegan flutning hreindýra til Vestfjarða en skoðanir á því eru mjög skiptar. Skotvís (Skotveiðifélag Íslands, landssamtök um skynsamlega skotveiði) vill að hafin verði vinna við að taka saman þau gögn sem liggja fyrir og rannsóknir verði settar af stað til að stjórnvöld, t.d. sveitarstjórnir á Vestfjörðum, geti myndað sér skoðun á málinu, byggða á bestu fáanlegri þekkingu. Í haust hyggst Skotvís standa fyrir málþingi um hreindýr. Flutningur hreindýra á ný svæði er meðal þess sem ræða þarf á slíkum vettvangi, segir í tilkynningu frá félaginu.

...
Meira

Margir hafa prófað að fara í hin nýju þaraböð SjávarSmiðjunnar á Reykhólum, bæði heimafólk á svæðinu og gestir. „Við þökkum kærlega alveg frábærar viðtökur“, segir Kristín dóttir Svanhildar og Tuma á Reykhólum. „Á morgun [mánudag] ætlum við að hafa „tveir fyrir einn“ dag í SjávarSmiðjunni þannig að allir sem hafa hug á að kíkja við og bregða sér í þaraböðin ættu að nýta tækifærið og skella sér milli klukkan eitt og fimm og taka annan með.“ Fyrir utan þennan tiltekna tíma geta hópar komið eftir samkomulagi.

...
Meira

Öllum héraðsdýralæknum landsins verður sagt upp 1. nóvember. Um er að ræða ellefu og hálfa stöðu héraðsdýralækna í dreifbýli en í staðinn koma stöður dýralækna sem eingöngu sinna eftirlitsþjónustu. Rúnar Gíslason héraðsdýralæknir á Snæfellsnesi sagði í Morgunblaðinu, að með breyttum lögum verði gott kerfi eyðilagt. Hann segir að enginn viti hvernig ríkisvaldið ætli að tryggja dýralæknisþjónustu í hinum dreifðu byggðum og er ósáttur við það. Hann segir ennfremur að nýtt kerfi verði mun dýrara þar sem fámennið sé mikið og vegalengdir langar.

...
Meira
Svanhildur Sigurðardóttir á Reykhólum við þarabaðapotta SjávarSmiðjunnar.
Svanhildur Sigurðardóttir á Reykhólum við þarabaðapotta SjávarSmiðjunnar.
1 af 2

Rekstur SjávarSmiðjunnar á Reykhólum hófst um síðustu mánaðamót þegar þaraböðin voru opnuð, en þau eru einn hluti þessa framtaks. SjávarSmiðjan er frumkvöðlafyrirtæki um nýtingu sjávarfangs eins og þara á nýjan og fjölbreyttari hátt til meðferðar sem og almennrar heilsubótar fyrir fólk á öllum aldri. Á Reykhólum er gnægð af bæði heitu vatni og breiðfirsku þaramjöli frá Þörungaverksmiðjunni. SjávarSmiðjan kappkostar að bjóða gestum notalegt umhverfi í gömlu verkstæði sem gert hefur verið upp til að halda tengingu við sjó, vatn og sögu staðarins. Gestirnir geta þannig hvort heldur notið slökunar í þaraböðum eða eingöngu sest niður í kaffi með skemmtilegu útsýni við Breiðafjörðinn.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30