Samtök ungra bænda gagnrýna Þórólf Matthíasson
„Samtök ungra bænda skora á rektor Háskóla Íslands að beita sér fyrir faglegum vinnubrögðum og málefnalegum málflutningi starfsfólks háskólans í almennri fjölmiðlaumræðu hér á landi“, segir í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Samtaka ungra bænda. Þar segir enn fremur: „Á undanförnum misserum hefur Þórólfur Matthíasson deildarforseti hagfræðideildar HÍ farið mikinn í fjölmiðlum í tengslum við sauðfjárrækt sem atvinnugrein í heild sinni. Í skrifum og orðræðu deildarforsetans hefur hann farið rangt með staðreyndir og verður þekking hans á málefninu að teljast fullkomlega yfirborðskennd.“
...Meira