Tenglar

Mynd: Fróðleikskista Sauðfjárseturs.
Mynd: Fróðleikskista Sauðfjárseturs.

„Samtök ungra bænda skora á rektor Háskóla Íslands að beita sér fyrir faglegum vinnubrögðum og málefnalegum málflutningi starfsfólks háskólans í almennri fjölmiðlaumræðu hér á landi“, segir í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Samtaka ungra bænda. Þar segir enn fremur: „Á undanförnum misserum hefur Þórólfur Matthíasson deildarforseti hagfræðideildar HÍ farið mikinn í fjölmiðlum í tengslum við sauðfjárrækt sem atvinnugrein í heild sinni. Í skrifum og orðræðu deildarforsetans hefur hann farið rangt með staðreyndir og verður þekking hans á málefninu að teljast fullkomlega yfirborðskennd.“

...
Meira
Bjarkalundur er við Berufjarðarvatn í Reykhólasveit. Ofar sést niður í Þorskafjörð. Vaðalfjöll efst til hægri. Ljósm. Árni Geirsson.
Bjarkalundur er við Berufjarðarvatn í Reykhólasveit. Ofar sést niður í Þorskafjörð. Vaðalfjöll efst til hægri. Ljósm. Árni Geirsson.

Manneskju vantar hálfan daginn, fyrri hluta dags, í þrif á herbergjum og þvotta í Hótel Bjarkalundi, væntanlega út september. Kolbrún Pálsdóttir veitir nánari upplýsingar í síma 434 7762 eða 894 1295. Hún segir að töluvert sé bókað í Bjarkalundi í september. „Maí og júní voru frekar daprir hjá okkur eins og svo víða úti á landi. Júlímánuður var hins vegar mjög góður og það sem komið er af ágúst. Samt finnst mér vanta meira af ungu fólki með börn. Það er frekar miðaldra fólk á ferðinni núna. Bensínkostnaðurinn hefur sitt að segja í þessum efnum. Líka kannski umræðan um vegina hér vestur á firði“, segir Kolbrún, en henni finnst nú stundum heldur mikið gert úr því hvað vegirnir séu slæmir.

...
Meira
Ísinn er allra bestur í sól og sumaryl. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.
Ísinn er allra bestur í sól og sumaryl. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.

Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps hefur tekið saman yfirlit í stórum dráttum um ganginn á Reykhóladögum 2011. Hún sá að mestu um skipulagninguna og hélt utan um allt saman en fékk margar góðar hendur til að koma þessu verkefni í framkvæmd. „Frábær hátíð er nú afstaðin og allt gekk mjög vel. Ég vil ég þakka öllum fyrir það óeigingjarna starf sem fólk innti af hendi til að þessi hátíð yrði svona flott“, segir Harpa. Punktarnir frá henni fara hér á eftir.

...
Meira

Nýtt albúm með 78 myndum frá nýafstöðnum Reykhóladögum er komið á vefinn - Ljósmyndir > Myndasyrpur - Reykhóladagar 2011 (ÞÓ). Allar myndirnar í þessu albúmi tók Þórarinn Ólafsson, Stekkjarlundi 2, Reykhólasveit. Þórarinn hefur löngum reynst vef Reykhólahrepps betri en enginn hvað ljósmyndir frá ýmsum viðburðum varðar. Hann getur hins vegar ekki verið alltaf alls staðar. Fólk sem á skemmtilegar og góðar myndir frá Reykhóladögunum, einkum frá viðburðum þar sem Þórarinn var ekki til staðar, er hvatt til að senda þær til birtingar hérna á vefnum.

...
Meira

Fyrsta tölublað Búnaðarblaðsins Freyju er komið út. Blaðið er fyrst og fremst veftímarit (www.sjarminn.is) þar sem lesendur geta nálgast það án endurgjalds. Jafnframt er því dreift með tölvupósti til skráðra viðtakenda. Prentað eintak stendur einnig til boða gegn greiðslu fyrir prentun og dreifingu. Nafn sitt hlaut blaðið til heiðurs Búnaðarritinu Frey sem kom út í rúm 100 ár og þar til fyrir nokkrum árum. Að útgáfunni standa Axel Kárason, Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, sem öll hafa numið landbúnaðarfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Jafnframt sjá þau um ritstjórn blaðsins.

...
Meira

Síðustu daga hafa smávægilegar breytingar verið gerðar á dagskrá Reykhóladaganna eins og hún birtist hér á vefnum í reitnum Tilkynningar neðst til hægri. Meðal annars er núna komið þar inn hverjir bjóða í súpu og fleira gott í hádeginu á morgun, laugardag. Í dag og kvöld er margt um að vera, svo sem kassabílakeppni, söngkeppni, grill í Hvanngarðabrekkunni og spurningakeppnin árvissa. Um fjörutíu manns komu í gærkvöldi á sýninguna á gömlum heimildamyndum um Breiðafjarðareyjar, þar sem Ólafur A. Gíslason úr Skáleyjum útskýrði það sem fyrir augu bar.

...
Meira

Laus er staða almenns starfsmanns á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Starfið felst í aðhlynningu og ýmsum tilfallandi störfum. Starfshlutfall fer eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 434 7817. Umsóknir óskast sendar hjúkrunarforstjóra fyrir 20. ágúst.

...
Meira
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.

Starf matráðs IV og störf tveggja aðstoðarmatráða í sameiginlegt mötuneyti Reykhólahrepps er laust til umsóknar. Stefnt er að því að sameiginlegt mötuneyti taki til starfa 1. september. Mötuneytið mun starfa í eldhúsi Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Þar verður eldað fyrir Barmahlíð, Reykhólaskóla og leikskólann Hólabæ.

...
Meira
Frá appelsínugula svæðinu á Reykhólum á Reykhóladögum 2010.
Frá appelsínugula svæðinu á Reykhólum á Reykhóladögum 2010.

Reykhóladagarnir 2011 hefjast annað kvöld, fimmtudagskvöld, með sýningu gamalla kvikmynda (heimildamynda) úr Breiðafjarðareyjum. Undirbúningur daganna af ýmsu tagi stendur ennþá sem hæst og vill umsjónarhópur þessarar viðamestu byggðarhátíðar í Reykhólahreppi hingað til minna fólk á að fara að huga að skreytingunum. Hægt er að kaupa borða og blöðrur í réttum litum á upplýsingamiðstöðinni. „Svo er bara að nota hugmyndaflugið“, segir Harpa Eiríksdóttir, einn af skipuleggjendum. Litaskreytingar verða eins og í fyrra. Sveitabyggðin í Reykhólahreppi fær rauða litinn, á Reykhólum fær Reykjabraut öll og Hellisbraut austur að Grettiströð appelsínugulan lit og Hellisbraut frá Grettiströð upp að Hólakaupum fjólubláan.

...
Meira
Frá Ólafsdalshátíð 2010.
Frá Ólafsdalshátíð 2010.
1 af 2

Dagskrá hinnar árlegu hátíðar á skólasetrinu gamla og merka Ólafsdal við Gilsfjörð hefst með „undanfara hátíðar“ kl. 11 fyrir hádegi á sunnudag. Þá verður farin fræðsluganga um Ólafsdalsjörðina undir leiðsögn Guðmundar Rögnvaldssonar frá Ólafsdal. Sjálf dagskráin hefst hins vegar kl. 13 og stendur fram eftir degi og verður þar að venju sitthvað fyrir unga sem eldri. Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands er meðal þeirra sem flytja ávörp í upphafi, KK spilar og syngur, til sölu verður handverk og góðmeti úr héraði, Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið um Mjallhvíti og dvergana sjö og margt fleira verður við að vera til dægrastyttingar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30