Tenglar

Sigurður Arnfjörð Helgason.
Sigurður Arnfjörð Helgason.
1 af 2

Sigurður Arnfjörð Helgason, hótelstjóri á Núpi í Dýrafirði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vestfirsku ferðaskrifstofunnar Vesturferða tímabundið. Frá því á liðnu vori eru Vesturferðir að mestu leyti í eigu Ferðamálasamtaka Vestfjarða, sem vinna að aukningu hlutafjár og stefna að því að sem allra flestir vestfirskir ferðaþjónar eignist hlut í skrifstofunni. Ætlun Ferðamálasamtakanna er jafnframt að selja aftur bróðurpartinn af sínum hlut í Vesturferðum þannig að eftir standi aðeins 25%.

...
Meira
1 af 4

Sjávarfallavirkjun í mynni Þorskafjarðar, sem jafnframt yrði brú á nýjum Vestfjarðavegi, er núna til umræðu sem sáttaleið í deilum um framtíðarlegu vegarins um Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Verstu hindranir þess að byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum tengist öðrum landshlutum með nútímavegi eru Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Deilur hafa verið um þá tillögu Vegagerðarinnar að losna við hálsana með því að fara með nýjan veg yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um vestanverðan Þorskafjörð gegnum Teigsskóg (leið B). Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

...
Meira
Frá fundinum í gær. Skjámynd: Stöð 2.
Frá fundinum í gær. Skjámynd: Stöð 2.
1 af 2

Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram á fundi í gær inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Austur-Barðastrandarsýslu (Reykhólahrepp) verði stytt verulega og losnað verði við að fara yfir tvo mjög erfiða hálsa í Gufudalssveit í Reykhólahreppi, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Þetta þýddi að vegurinn færi um Teigsskóg í Þorskafirði ef leið B yrði valin en landeigendur og náttúruverndarsamtök leggjast gegn slíku.

...
Meira
Frá fundi ríkisstjórnarinnar og vestfirskra sveitarstjórnarmanna á Ísafirði í apríl. Mynd bb.is.
Frá fundi ríkisstjórnarinnar og vestfirskra sveitarstjórnarmanna á Ísafirði í apríl. Mynd bb.is.

Góður árangur hefur verið af samráðsvettvangi um eflingu atvinnu og byggðar á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu forsætisráðuneytis og Fjórðungssambands Vestfirðinga, en eins og kunnugt er ákvað ríkisstjórnin í vor að grípa til margþættra aðgerða á Vestfjörðum. Aðgerðir tóku mið af opinberum aðgerðum og hluta til af stefnumótun vestfirskra sveitarfélaga í atvinnu- og byggðamálum. Undanfarna mánuði hafa verið haldnir þrír fundir á samráðsvettvangi þar sem fulltrúar ríkisstjórnar og heimamanna hafa hist og unnið að verkefnunum í sameiningu. Fjórði og síðasti fundurinn er í dag.

...
Meira
Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.

Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík er að hefja vetrarstarfsemi sína. Mannskapurinn ætlar að hittast á Café Riis kl. 20 í kvöld, þriðjudag, og velta því fyrir sér í sameiningu hvað gert verði í vetur, en margt er á döfinni. Stefnt er að tónleikum í Reykjavík og leikhúsferð fyrsta vetrardag, æfingabúðum og jafnvel samstarfi við aðra kóra. Auk þess er stefnt að utanlandsferð á komandi vori. Allar konur sem áhuga hafa á að syngja og vera með eru velkomnar.

...
Meira
Kannast ekki einhver við konuna sem er að fá sér kaffisopa í vegasjoppunni?
Kannast ekki einhver við konuna sem er að fá sér kaffisopa í vegasjoppunni?

Eins og greint var frá hér á vefnum var heljarinnar mikið umstang í Króksfjarðarnesi snemma í vor þegar þar fóru fram tökur vegna auglýsingar fyrir nýjan BMW Mini Cooper. Þá var gert ráð fyrir því að afraksturinn yrði 45 sekúndna myndskeið en núna er komin á netið stuttmynd sem er vel yfir eina og hálfa mínútu á lengd. Líkt og venja er við slíkar tökur er aðeins notað lítið brot af því sem myndað er og margir sem leika í þeim sjást ekki í hinni endanlegu útgáfu. Þarna má þó líta heimafólk á bæði tveimur og fjórum fótum - þ.e. ef hundurinn Toppur sem er í eigu Gylfa og Hönnu á Reykhólum getur flokkast undir heima-„fólk“.

...
Meira
Núverandi sveitarfélagaskipan á norðvesturhluta landsins. Kort: Landmælingar Íslands / lmi.is.
Núverandi sveitarfélagaskipan á norðvesturhluta landsins. Kort: Landmælingar Íslands / lmi.is.

Til stendur að kanna viðhorf sveitarstjórnarmanna og þingmanna til sameiningar sveitarfélaga, en slík könnun fór fram árið 2006. Þetta kom fram í ávarpi  Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um  helgina. Ráðherra sagði að erfið fjárhagsstaða sveitarfélaga hefði verið eitt umfangsmesta og erfiðasta verkefni sveitarstjórnarmanna og ríkisvaldsins síðustu árin.

...
Meira

Aðalfundur Sambands breiðfirskra kvenna (SBK) verður haldinn annað kvöld, þriðjudag, í Félagsheimilinu á Staðarfelli á Fellsströnd og hefst kl. 20. Auk venjulegra aðalfundarstarfa munu Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II og Svanhildur Sigurðardóttir á Reykhólum kynna Eden-hugmyndafræðina, sem er ný stefna í búsetumálum aldraðra. Öllum, jafnt körlum sem konum, er velkomið að sitja þá kynningu, sem hefst um kl. 21. Kaffiveitingar eru í boði Kvenfélagsins Hvatar á Fellsströnd, sem og fundurinn sjálfur.

...
Meira
Lágfóta gæðir sér á eggi. Ljósmynd: Jón Jónsson / strandir.is.
Lágfóta gæðir sér á eggi. Ljósmynd: Jón Jónsson / strandir.is.

Refur flæðir nú fram um byggðir í Borgarfirði þar sem hann hefur lítt sést áður og er nú jafnvel farinn að sjást í sumarhúsabyggð. Þetta segir Páll Snævar Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð. Í sparnaðarskyni hefur sveitarfélagið ákveðið að hætta stuðningi við refaveiðar en þær kostuðu það alls um 10 milljónir árið 2008.

...
Meira

Helga og Þórunn Játvarðardætur frá Miðjanesi í Reykhólasveit voru talsvert berjabláar á höndunum að versla í Hólakaupum á Reykhólum. Þórunn hefur núna verið í berjamó í Reykhólasveit hátt í viku á nærri hverjum degi. Hún segir ótrúlega mikið af berjum og töluvert mikið af öllum sortum, aðalbláberjum, bláberjum og krækiberjum. Þau séu að vísu talsvert missprottin og sprettan seinna á ferðinni en venjulega vegna þurrkatíðarinnar. „En þau eru orðin ótrúlega góð. Aðalbláberin eru yfirleitt nokkuð vel sprottin, krækiberin eru ennþá fremur smá en bláberin eru mjög misjöfn. Sums staðar eru enn bara grænjaxlar en annars staðar eru þau fullsprottin.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30