Tenglar

Ólafsdalsfélagið gengst helgina 3.-4. sept. fyrir námskeiði í grjót- og torfhleðslu, sem eins og vænta má verður haldið í Ólafsdal við Gilsfjörð. Það er ætlað öllum sem áhuga hafa á handverki af þessu tagi, hleðslum, byggingarlist eða garðaskipulagi. Í Ólafsdalsskólanum fyrrum voru hlaðnir umfangsmiklir grjótgarðar um tún en einnig lá falleg hlaðin tröð heim að húsunum. Á námskeiðinu verða hlaðnir nýir veggir en einnig sýnd handtök við endurhleðslu gamalla garða.

...
Meira

Markaðurinn hérlendis hefur tekið vel við fersku lambakjöti frá þeim sláturhúsum sem boðið hafa upp á slátrun nú í ágúst. Í þessari viku og þeirri síðustu er slátrað nokkur þúsund lömbum. Sláturhúsin verða þó almennt ekki komin í full afköst fyrr en vika er liðin af september. Lítið hefur verið um sumarslátrun undanfarin ár. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að hún sé dýr og kaupendur hafi ekki verið tilbúnir að greiða það yfirverð sem nauðsynlegt sé.

...
Meira
Núverandi vegur í vestanverðum Mjóafirði í Reykhólahreppi (Múlasveit).
Núverandi vegur í vestanverðum Mjóafirði í Reykhólahreppi (Múlasveit).

Minnt skal á opið hús Vegagerðarinnar í Reykhólaskóla núna í kvöld, miðvikudag, frá kl. 17 til 21. Þar verður kynnt fyrirhuguð vegagerð milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Að mestu er þessi leið innan Reykhólahrepps en vestasti hlutinn tilheyrir Vesturbyggð. Framkvæmdin ásamt mati á umhverfisáhrifum hennar verður kynnt jafnframt því sem tekið verður við ábendingum og athugasemdum.

...
Meira

Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands verður að þessu sinni haldinn í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardag. Eftir fundinn efna Æðarvé, félag æðarbænda í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu, sem er deild innan Æðarræktarfélags Íslands, til vettvangsferðar fyrir fundarmenn. Heimsótt verður Báta- og hlunnindasýningin þar sem skemmtilegar uppákomur verða, farið verður í skoðunarferð um Þörungaverksmiðjuna og síðan farið í heimsókn á sveitabæ úti á Reykjanesi.

...
Meira

Sunnudagurinn um komandi helgi er síðasti dagurinn þegar opið er með reglubundnum hætti á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum þetta sumarið enda er ferðatíðin að fjara út. Jafnframt hefur tíminn þegar sýningin er opin verið styttur, þannig að núna er aðeins opið kl. 14-17. Eftir að hætt verður að hafa sýninguna opna með formlegum hætti verður samt hægt að fá að skoða hana eftir samkomulagi út september. Síminn er 434 7830.

...
Meira
Jón Jónsson (í miðjunni) ásamt Aðalsteini Þorsteinssyni forstjóra og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur stjórnarformanni Byggðastofnunar. Mynd: byggdastofnun.is.
Jón Jónsson (í miðjunni) ásamt Aðalsteini Þorsteinssyni forstjóra og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur stjórnarformanni Byggðastofnunar. Mynd: byggdastofnun.is.

Jón Jónsson á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð á Ströndum, ferðaþjónn, fræðimaður, menningarfulltrúi, sveitarstjórnarmaður og sitthvað fleira, var í gær sæmdur hinni nýstofnuðu samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, Landstólpanum, á ársfundi stofnunarinnar á Sauðárkróki. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt en áformað er að veita hana árlega. Í vor leitaði Byggðastofnun eftir tilnefningum um einstakling, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag sem til greina þætti koma og síðan fór dómnefnd yfir tilnefningarnar.

...
Meira

Vegna vinnu við spenni í aðveitustöð Orkubús Vestfjarða í Geiradal allan daginn á morgun, þriðjudag, eða frá kl. 8 til 18, má búast við rafmagnsskömmtun í Reykhólahreppi. Dísilstöðin á Reykhólum verður keyrð en að líkindum annar hún ekki allri þörfinni. Notendur eru beðnir að fara eins sparlega með rafmagnið og þeir geta á þessum tíma.

...
Meira

Umsóknarfrestur vegna starfa í fyrirhuguðu sameiginlegu mötuneyti Reykhólahrepps hefur verið framlengdur um viku eða til 28. ágúst. Mötuneytið mun starfa í eldhúsi Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar og verður þar eldað fyrir Barmahlíð, Reykhólaskóla og leikskólann Hólabæ. Nánari upplýsingar er að finna undir Laus störf í valmyndinni hér vinstra megin.

...
Meira
Núverandi vegur (í Mjóafirði).
Núverandi vegur (í Mjóafirði).

Vegagerðin verður með opið hús í Reykhólaskóla á miðvikudag kl. 17-21 þar sem kynnt verður fyrirhuguð vegagerð milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Að mestu er þessi leið innan Reykhólahrepps en vestasti hlutinn tilheyrir Vesturbyggð. Framkvæmdin ásamt mati á umhverfisáhrifum hennar verður kynnt jafnframt því sem þar verður tekið við ábendingum og athugasemdum.

...
Meira
Reykhólakirkja.
Reykhólakirkja.

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir býður í léttmessu í Reykhólakirkju kl. 20.30 í kvöld, sunnudag. Kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn en undirleikari er Viðar Guðmundsson, sem mætir með harmonikuna og allir syngja saman. Kaffi, te eða djússopi eftir messu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30