Tenglar

Föstudaginn 30. maí 2008 kl. 13:00 til 15:00 verður sýslumaðurinn á Patreksfirði með opna afgreiðslu á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, Reykhólum.

Sýslumaðurinn á Patreksfirði.
 
Nú standa yfir vegaframkvæmdir í Þorskafirði.  Um er að ræða Vestfjarðaveg (nr. 60) Hofstaðavegur-Þorskafjarðarvegur, en hluti hans er nýbygging á gamla vegarstæðinu sem nýtast mun þegar að þverun Þorskafjarðar kemur.  Því miður virðist ætla að verða dráttur á þveruninni. Gamli vegurinn inn Þorskafjörð verður styrktur eitthvað og verður lagt bundið slitlag á þann kafla einnig....
Meira
Vinnuskóli verður starfandi hjá Reykhólahreppi frá 9. júní til 18. júlí. Rétt til starfa í vinnuskólanum hafa börn fædd 1992-95. Helstu verkefni verða sem fyrr garðsláttur og hreinsun opinna svæða, svo og lítils háttar viðhaldsverkefni. Vinnutími er kl. 9-16. Gert er ráð fyrir að sextán ára unglingar vinni með sláttuorf og erfiðari störf. Flokksstjóri verður Jón Kjartansson. Vinsemd og virðing eru höfð að leiðarljósi í vinnuskólanum....
Meira

 


Sunnudaginn 25. maí nk verður haldið "ball" í Félagsheimilinu Tjarnalundi.


 


Við óskum eftir aukaleikurum til að taka þátt í þessu með okkur og hjálpa til við að skapa sveitaballastemningu milli kl. 10:00 - 20:00. Vert er að nefna að áfengi verður ekki haft um hönd og aldurstakmark er 16 ára.

...
Meira
22. maí 2008

Fuglar og skrímsli

Dílaskarfsungar.
Dílaskarfsungar.
1 af 18
Séra Sigurður Ægisson sóknarprestur á Siglufirði er ekki aðeins guðfræðingur að mennt heldur einnig þjóðfræðingur. Hann er áhugamaður um fuglalíf og frá hans hendi kom fyrir allmörgum árum bókin Ísfygla, sem Jón Baldur Hlíðberg myndskreytti. Þessa dagana er séra Sigurður í heimsókn á Reykhólum að skoða fugla í héraðinu. Í gær fór hann í bátsferð út á Breiðafjörð með Birni Samúelssyni og tók meðfylgjandi myndir í skerjunum austan við Skáleyjar, þar sem einkum gat að líta toppskarf og dílaskarf. Í Skutlaskeri var mest af toppskarfi en í Kirkjuskeri hafði dílaskarfurinn yfirhöndina....
Meira
Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).
Kort af vef Landmælinga Íslands (lmi.is).
Dómsmál vegna fyrirhugaðs vegar um Teigsskóg milli Þorskafjarðar og Gufufjarðar í Reykhólahreppi frestast fram á haust. Til stóð að bjóða út lagningu vegar gegnum skóginn á þessu ári. Aðalmeðferð í máli landeiganda og félagasamtaka gegn íslenska ríkinu og Vegagerðinni átti að fara fram í gær en var frestað. Þar er farið fram á ógildingu ákvörðunar fyrrverandi umhverfisráðherra vegna fyrirhugaðrar vegarlagningar um skóginn. Ríkið krafðist frávísunar málsins og varð dómarinn við því og var frávísunin síðan kærð til Hæstaréttar. Réttarhlé verður í júlí og ágúst og því er ljóst að málflutningur hefst ekki fyrr en í september....
Meira
Ákveðið var á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku að hvetja foreldra í sveitarfélaginu til að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum sínum á Degi barnsins, sem er á sunnudaginn. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ár hvert skuli haldinn hátíðlega Dagur barnsins og hefur síðasti sunnudagur maímánaðar verið valinn fyrir þennan viðburð. Hann verður nú haldinn hérlendis í fyrsta sinn sunnudaginn 25. maí. „Markmiðið með því að helga börnum sérstaklega einn dag á ári er að skapa tækifæri til að minna okkur landsmenn alla á þessa mikilvægu þegna landsins, koma málefnum barna á framfæri og leyfa röddum barna að hljóma", segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í bréfi til allra sveitarfélaga....
Meira
20. maí 2008

Útskipun á þangmjöli

Þangmjöli dælt í stálkör
Þangmjöli dælt í stálkör
1 af 5
Síðustu daga hefur verið hér í Reykhólahöfn flutningaskipið Amanda frá Danmörku til þess að lesta mjöl í lausu sem selt hefur verið til Skotlands.  Í þetta sinn fóru um 650 tonn af þangmjöli með skipinu. Útflutningur á mjöli með skipum beint héðan frá Reykhólum hefur verið að aukast og stefnt er að því að sem mest fari á þann hátt frá Þörungaverksmiðjunni hf.
Arnarungar við hreiður.
Arnarungar við hreiður.
1 af 3
Margir hafa beðið frétta af vefmyndavélinni sem Arnarsetur Íslands hyggst koma fyrir við arnarhreiður þannig að hægt verði að fylgjast með í beinni útsendingu á netinu. Að þessu framtaki standa hjónin Bergsveinn Reynisson og Signý M. Jónsdóttir á Gróustöðum við Gilsfjörð en Kristinn Haukur Skarphéðinsson arnarsérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur verið þeim innan handar. „Væntanlega kemst vélin upp einhvern tímann á næstu vikum. Núna erum við bara að bíða eftir því hvernig útungun reiðir af í nokkrum álitlegum hreiðrum sem við erum með í sigtinu. Við viljum ekki hafa þau mjög aðgengileg fyrir hvern sem er en hins vegar verður að vera auðvelt að fylgjast með búnaðinum", segir Bergsveinn....
Meira
Halli í Nesi í Garpsdalskirkju á hvítasunnudag. Ljósm. ÓS.
Halli í Nesi í Garpsdalskirkju á hvítasunnudag. Ljósm. ÓS.
Ég verð að segja að ég móðgaðist hálfpartinn við þessa fyrirsögn, „Aldraður maður í heimsókn á heimaslóð", við fréttina um hann Halla okkar í Nesi, sem og fannst mér fréttin frekar ópersónuleg. Eftir að hafa viðrað þessa skoðun mína við nokkrar manneskjur hef ég ástæðu til að ætla að fleiri séu sammála mér, segir Jóhanna Fríða Dalkvist frá Mýrartungu. Þegar ég hugsa um aldraðan mann sé ég fyrir mér gamlan og hruman mann. Það er of mikið að segja að mér finnist aldraður vera neikvætt orð en mér finnst það alls ekki eiga við Halla í Nesi sem er hress og léttur bæði andlega og líkamlega. Fyrir tveimur árum labbaði hann meðal annarra Barðstrendinga milli Húsadals og Langadals (í Þórsmörk), þá níræður að aldri. Á heimleiðinni orti hann svo vísur til að lífga upp á mannskapinn....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30