Ákveðið var á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku að hvetja foreldra í sveitarfélaginu til að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum sínum á
Degi barnsins, sem er á sunnudaginn. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ár hvert skuli haldinn hátíðlega
Dagur barnsins og hefur síðasti sunnudagur maímánaðar verið valinn fyrir þennan viðburð. Hann verður nú haldinn hérlendis í fyrsta sinn sunnudaginn 25. maí. „Markmiðið með því að helga börnum sérstaklega einn dag á ári er að skapa tækifæri til að minna okkur landsmenn alla á þessa mikilvægu þegna landsins, koma málefnum barna á framfæri og leyfa röddum barna að hljóma", segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í bréfi til allra sveitarfélaga....
Meira