Hátíðahöld 17. júní í Bjarkalundi
Þjóðhátíðarskemmtun verður í Bjarkalundi á morgun á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar og hefst kl. 14 með skrúðgöngu og ávarpi fjallkonu. Leikir og þrautir verða á sínum stað ásamt sölutjaldi með sælgæti og blöðrum. Hið árlega kaffihlaðborð Hótels Bjarkalundar verður einnig á sínum stað. Umf. Afturelding hvetur fólk til að mæta og eiga saman skemmtilegan dag.