Auglýst eftir myndum af gömlum búvélum
Meira
Reykhólaskóla var slitið í gær við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. „Að þessu sinni gengu sjö ungmenni upp úr grunnskólanum úr öruggu skjóli foreldra en jafnframt inn í skemmtilegasta tíma æskuáranna. Með skírteini 10. bekkinga fylgdu góðar óskir og gagnlegar upplýsingar frá Sambandi breiðfirskra kvenna um nauðsynlegustu áherslur fyrir þá sem hleypa heimdraganum", sagði Jóhanna Þorsteinsdóttir skólastjóri í ávarpi sínu við skólaslitin.
...Þorskafjarðarheiðin hefur verið opnuð fyrir umferð en vegfarendur eru beðnir um að fara þar með gát. „Heiðin kemur ágætlega undan vetri en hún er talsvert blaut og viðkvæm fyrir öllum þunga. Þá er vegurinn talsvert holóttur á köflum", segir Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík í samtali við fréttavefinn bb.is. Mikill snjór var á heiðinni fyrir mánuði og að sögn Jóns Harðar var það mesti snjór sem hefur verið á þessu svæði síðan 1995. „Snjórinn hefur bráðnað ansi skart síðustu daga og vegurinn varð fær í gær."
Brynjólfur Smárason verktaki frá Borg í Reykhólasveit (Verklok ehf.) lauk fyrir nokkru við að dýpka og rýmka höfnina á Stað á Reykjanesi og skapa þar pláss fyrir flotbryggjur. Verkið tók um þrjár vikur og var upp á fjórar og hálfa milljón króna. Fyrir utan allt það grjót sem mokað var upp voru fleygaðir og sprengdir nokkur hundruð rúmmetrar af klöpp. Flotbryggjurnar verða settar niður á næstu dögum. Þær munu ekki síst gerbreyta aðstöðunni fyrir Eyjasiglingu (Björn Samúelsson) sem siglir úr Staðarhöfn út í Breiðafjarðareyjar yfir sumartímann. Myndirnar tók Óskar Steingrímsson.