Tenglar

Guðmundur á Grund undir stýri á Farmall Cub.
Guðmundur á Grund undir stýri á Farmall Cub.
Á Grund í Reykhólasveit hefur á undanförnum árum orðið til myndarlegt safn gamalla dráttarvéla og annarra búvéla frá fyrri tíð. Margar vélanna eru uppgerðar og gangfærar og aðrar er smátt og smátt verið að gera upp. Mestan heiðurinn af þessu vélasafni á Unnsteinn Ólafsson á Grund, sem hefur einnig ásamt Guðmundi bróður sínum og Arnóri Grímssyni í Króksfjarðarnesi dregið saman mikinn fróðleik um fyrstu dráttarvélar á hverjum bæ í Reykhólahreppi. Áformað er að koma út riti með þessum fróðleik ásamt þeim myndum af elstu vélunum sem unnt verður að afla....
Meira
4. júní 2008

Hausnum breytt

„Hausnum" hér á vefnum hefur verið breytt. Fram að þessu hefur verið ein föst „hausmynd" efst, gömul loftmynd af Reykhólaþorpi, en núna eru komnar margar myndir sem birtast af handahófi þegar farið er inn á vefinn og síðan veltast þær áfram hver af annarri. Varðandi eina myndanna, þá einu með fólki enn sem komið er, má nefna að hún var tekin á liðnu sumri í litla pósthúsinu í Flatey þar sem Ólína Jónsdóttir póstmeistari er að afgreiða þýskt ferðafólk (myndin sem hér fylgir óskorin). Loftmyndirnar eru skornar úr myndum úr safni Árna Geirssonar drekaflugmanns....
Meira
3. júní 2008

Reykhólaskóla slitið

Reykhólaskóla var slitið í gær við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. „Að þessu sinni gengu sjö ungmenni upp úr grunnskólanum úr öruggu skjóli foreldra en jafnframt inn í skemmtilegasta tíma æskuáranna. Með skírteini 10. bekkinga fylgdu góðar óskir og gagnlegar upplýsingar frá Sambandi breiðfirskra kvenna um nauðsynlegustu áherslur fyrir þá sem hleypa heimdraganum", sagði Jóhanna Þorsteinsdóttir skólastjóri í ávarpi sínu við skólaslitin.

...
Meira
1 af 3
Sundmót UDN verður haldið í Grettislaug á Reykhólum laugardaginn 7. júní og hefst kl. 11. Skráningar berist til sundráðs fyrir föstudag (Egill, s. 434 7798, Ingvar, s. 434 7783, Ingibjörg, s. 437 2261). Kvennahlaupið á Reykhólum hefst kl. 14 sama dag og verður lagt af stað frá Grettislaug. Vegalengdir í boði eru 2, 5, 7 og 10 km. Allir þátttakendur í Kvennahlaupinu fá síðan frítt í sund að hlaupi loknu....
Meira
Ljósm. Árni Geirsson.
Ljósm. Árni Geirsson.
Ársreikningur 2007 fyrir Reykhólahrepp var tekinn til seinni umræðu í hreppsnefnd 30. maí og var hann samþykktur. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 282,6 millj.kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 238,9 millj.kr. Rekstrartekjur A hluta námu 183,5 millj.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 134,2 millj.kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 37,7 millj.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 1,1 millj.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu....
Meira
Síðasti afgreiðsludagur bókasafnsins fyrir sumarfrí verður þriðjudaginn 3. júní og er opið frá kl. 16 til 18. Viljum við hvetja sem flesta til að koma og taka bækur fyrir sumarfríið og skila þeim bókum sem búið er að lesa.

Bestu kveðjur,
Ásta Sjöfn og Kolfinna
      
Börnin og starfsfólkið á leikskólanum Hólabæ á Reykhólum ásamt foreldrafélagi skólans tóku í gær höndum saman og gróðursettu trjáplöntur á lóðarmörkum og efndu síðan til grillveislu í góða veðrinu. Óhætt er að segja að mannskapurinn við gróðursetninguna hafi verið af öllum stærðum líkt og verkfærin, eins og sjá má í myndasyrpu sem komin er inn á vefinn - smellið á Ljósmyndir í valmyndinni til vinstri. Hjólbörurnar voru þó stundum vel við vöxt, eins og þar má sjá....
Meira
Harður jarðskjálfti fannst hér á Reykhólum rétt í þessu (15:45) eða fyrir nokkrum mínútum síðan.
Starfsfólk skrifstofu Reykhólahrepps varð verulega vart við skjálftann, húsið skalf og nötraði, ljósakrónur
sveifluðust og húsgögn skulfu.  Smá hreyfing varð á eftir aðalskjálftanum.
Séð af heiðinni niður í Þorskafjörð.
Séð af heiðinni niður í Þorskafjörð.

Þorskafjarðarheiðin hefur verið opnuð fyrir umferð en vegfarendur eru beðnir um að fara þar með gát. „Heiðin kemur ágætlega undan vetri en hún er talsvert blaut og viðkvæm fyrir öllum þunga. Þá er vegurinn talsvert holóttur á köflum", segir Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík í samtali við fréttavefinn bb.is. Mikill snjór var á heiðinni fyrir mánuði og að sögn Jóns Harðar var það mesti snjór sem hefur verið á þessu svæði síðan 1995. „Snjórinn hefur bráðnað ansi skart síðustu daga og vegurinn varð fær í gær."

 

Brynjólfur Smárason verktaki frá Borg í Reykhólasveit (Verklok ehf.) lauk fyrir nokkru við að dýpka og rýmka höfnina á Stað á Reykjanesi og skapa þar pláss fyrir flotbryggjur. Verkið tók um þrjár vikur og var upp á fjórar og hálfa milljón króna. Fyrir utan allt það grjót sem mokað var upp voru fleygaðir og sprengdir nokkur hundruð rúmmetrar af klöpp. Flotbryggjurnar verða settar niður á næstu dögum. Þær munu ekki síst gerbreyta aðstöðunni fyrir Eyjasiglingu (Björn Samúelsson) sem siglir úr Staðarhöfn út í Breiðafjarðareyjar yfir sumartímann. Myndirnar tók Óskar Steingrímsson.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30