Tenglar

Reykhólahöfn. Myndir Árni Geirsson.
Reykhólahöfn. Myndir Árni Geirsson.
1 af 3
Tilboð Björgunar ehf. í dýpkun innsiglingarinnar í Reykhólahöfn, sem samþykkt hefur verið að taka, nam 73,5% af kostnaðaráætlun. Verkið kostar 16,3 milljónir en kostnaðaráætlun Siglingastofnunar, sem annaðist útboðið, var tæplega 22,2 milljónir króna. Verkið felst í því að dýpka siglingaleiðina inn að bryggju, um 600 m langa og 35 m breiða rennu, niður í fjögurra metra dýpi. Efnismagnið sem taka þarf og flytja brott er áætlað um 21.300 rúmmetrar. Allt efni úr dýpkun skal losað í sjó á 30-50 m dýpi í Hrúteyjarröst austan við Æðarkletta, um eina sjómílu frá dýpkunarsvæðinu. Verkið skal unnið í sumar og skal því lokið eigi síðar en 1. september....
Meira
Króksfjarðarnes neðst til hægri. Séð yfir Gilsfjörð til Saurbæjar. Ljósm. Árni Geirsson.
Króksfjarðarnes neðst til hægri. Séð yfir Gilsfjörð til Saurbæjar. Ljósm. Árni Geirsson.
Á fundi sínum í gær mótmælti hreppsnefnd Reykhólahrepps harðlega áformum um lokun póstafgreiðslunnar í Króksfjarðarnesi. Meðal annarra mála á fundinum í gær má nefna, að staðfest var ákvörðun skipulags-, bygginga- og hafnarnefndar um að taka tilboði Björgunar ehf. í dýpkun Reykhólahafnar upp á 16,3 milljónir króna. Einnig var ársreikningur Reykhólahrepps fyrir árið 2007 lagður fram og tekinn til fyrri umræðu....
Meira
Séð yfir Kaupmannahöfn.
Séð yfir Kaupmannahöfn.
Nú er bara einn dagur eftir og trúlega er þetta síðasta bloggið mitt frá Kaupmannahöfn... Við hlökkum alveg svakalega til að komast til Íslands og á „hótelið" okkar. Í gærkvöldi var ég eins og óþekkasti krakki, ég vildi helst komast strax til ykkar, fannst allt ómögulegt... Ég hef ekki hugmynd um hvað við verðum lengi á LSH né hvað við þurfum að vera lengi í bænum eftir það, en ég veit bara að eftirlitið verður mjög þétt fyrstu vikurnar eftir útskrift. En það verður allt miklu auðveldara á Íslandi, lítið mál að skreppa vestur og skiptast á... Við hlökkum alveg rosalega til að hitta ykkur öll, ættingjar og vinir....
Meira
Sóknarpresturinn sr. Sjöfn Þór tekur við biblíunni úr hendi Halldórs.
Sóknarpresturinn sr. Sjöfn Þór tekur við biblíunni úr hendi Halldórs.
1 af 6

Meðal kirkjugesta í Garpsdal á hvítasunnudag var Halldór Jónsson, aldraður maður sem var mestan hluta ævinnar búsettur í Garpsdal og síðan í Króksfjarðarnesi,  í daglegu tali nefndur Halli í Garpsdal og síðar Halli í Nesi. Við þetta tækifæri færði hann Garpsdalskirkju að gjöf nýja áletraða biblíu til minningar um fósturforeldra sína, hjónin Haflínu Guðjónsdóttur og Júlíus Björnsson, sem bjuggu í Garpsdal meira en fjóra áratugi. Halldór Jónsson frá Króksfjarðarnesi, eins og hann er skráður í símaskrá, fæddist á Kjörseyri við Hrútafjörð síðla árs 1916. Hann er því kominn yfir nírætt en ber aldurinn vel.

...
Meira
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður SBK.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður SBK.
1 af 3
Ákveðið var á aðalfundi Sambands breiðfirskra kvenna (SBK) sl. fimmtudag að efna til dagskrár um skáldkonurnar og tvíburasysturnar Ólínu og Herdísi Andrésdætur, en í næsta mánuði verða 150 ár liðin frá fæðingu þeirra í Flatey á Breiðafirði. Einnig var rætt hvernig halda skuli upp á 75 ára afmæli sambandsins, sem stofnað var 19. júní 1933. Fundurinn var haldinn í Thomsenshúsi, elsta húsinu í Búðardal, í boði eiganda þess, Kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur í Búðardal. Á fundinum lét Guðrún María Björnsdóttir af störfum gjaldkera, en því hlutverki hefur hún gegnt um áraraðir með miklum sóma. Einnig var ákveðið á fundinum að Orlofsnefnd sambandsins efndi til dagsferðar á Reykholtshátíð í sumar. Þá var kynnt skipulagsskrá fyrir mennta- og fræðslusjóð Sambands breiðfirskra kvenna....
Meira
Árni Geirsson með mótorinn á bakinu.
Árni Geirsson með mótorinn á bakinu.
1 af 6
Síðustu árin hefur Árni Geirsson vélaverkfræðingur í Reykjavík tekið fjölda loftmynda yfir Reykhólahéraði. Hann er einn af eigendum jarðarinnar Kletts í Króksfirði og kemur iðulega vestur til að njóta náttúrufegurðar og friðsældar. Flygildi Árna er ekki mjög stórbrotið - svokallaður mótorsvifvængur, á ensku paramotor eða powered paraglider. „Þetta er óskaplega skemmtilegt", segir hann. „Sumir eru í þessu sporti bara til að njóta þess að fljúga. Ég er meira í þessu til að njóta útsýnisins og náttúrunnar."...
Meira
1 af 2
Eins og fram kom hér á Reykhólavefnum var tillaga að aðalskipulagi Reykhólahrepps kynnt á borgarafundi í síðasta mánuði. Tillagan liggur frammi á skrifstofu hreppsins og geta þeir sem vilja gert við hana athugasemdir ef þeir sjá ástæðu til. Núna er tillagan líka komin hér inn á vefinn undir Stjórnsýsla > Aðalskipulag í valmyndinni hér til vinstri. Þar er um að ræða liðlega hundrað síðna rit á pdf-formi sem fljótlegt er að sækja. Þar er einnig að finna á pdf-formi um þrjátíu síðna samantekt um forsendur skipulagsins, sem lögð var fram á síðasta ári. Í þeirri samantekt er fjallað ítarlega um sveitarfélagið, gróðurfar, jarðfræði, dýralíf og náttúruminjar, svo og atvinnumál, opinbera þjónustu, samgöngumál og fleira....
Meira
Hluti fundargesta í matsal Reykhólaskóla.
Hluti fundargesta í matsal Reykhólaskóla.
1 af 4
„Ég tel að þjónustustig í Reykhólahreppi sé mjög gott miðað við stærð", sagði Gústaf Jökull Ólafsson oddviti á almennum borgarafundi í Reykhólaskóla í kvöld. Efnt var til fundarins til kynningar á málefnum sveitarfélagsins og sátu hann yfir tuttugu manns auk hreppsnefndar og sveitarstjóra. Í framsögu fór oddviti yfir hinn fjölþætta rekstur sem þetta fámenna og dreifbyggða sveitarfélag hefur með höndum, en þar má einkum nefna leikskóla, grunnskóla, sundlaug, íþróttahús, félagsþjónustu, hjúkrunar- og dvalarheimili og höfn....
Meira
5. maí 2008

Almennur íbúafundur

Almennur íbúafundur í dag, mánudaginn 5. maí kl. 20 í matsal Reykhólaskóla.

Hreppsnefndin fer yfir málefni sveitarfélagsins. Íbúar hvattir til að mæta og ræða málin.

F.h. hreppsnefndar.
Gústaf Jökull,
oddviti Reykhólahrepps.
 
Tekið skal fram, að milli Reykjavíkur og Reykhóla er bundið slitlag alla leið.
Tekið skal fram, að milli Reykjavíkur og Reykhóla er bundið slitlag alla leið.
„Bílferja úr Stykkishólmi á Brjánslæk á framfærslu okkar skattgreiðenda var glæpur gagnvart okkur íbúum Reykhólahrepps (og Dalamönnum, en þeir svara fyrir sig). Óhemju fjármagn fór í skip og hafnarframkvæmdir í upphafi og síðan árlegan rekstrarkostnað", segir Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum í grein sem hann sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni Á ég að grenja með Pétri? „Baldur hefur aldrei annað allri umferðinni af Suðurfjörðunum, svo að þeir sem ekki komast með honum og íbúar í vestanverðum Reykhólahreppi hafa mátt búa við síversnandi vegi", segir Guðjón....
Meira

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31