16. maí 2008
Gríðarlegur munur á tilboðum í dýpkunina
Tilboð Björgunar ehf. í dýpkun innsiglingarinnar í Reykhólahöfn, sem samþykkt hefur verið að taka, nam 73,5% af kostnaðaráætlun. Verkið kostar 16,3 milljónir en kostnaðaráætlun Siglingastofnunar, sem annaðist útboðið, var tæplega 22,2 milljónir króna. Verkið felst í því að dýpka siglingaleiðina inn að bryggju, um 600 m langa og 35 m breiða rennu, niður í fjögurra metra dýpi. Efnismagnið sem taka þarf og flytja brott er áætlað um 21.300 rúmmetrar. Allt efni úr dýpkun skal losað í sjó á 30-50 m dýpi í Hrúteyjarröst austan við Æðarkletta, um eina sjómílu frá dýpkunarsvæðinu. Verkið skal unnið í sumar og skal því lokið eigi síðar en 1. september....
Meira
Meira