Tenglar

2. febrúar 2019

Kyndilmessa

 Á sólskin þennan dag að vita á snjóa síðar og hefur sú speki verið umort á íslensku eftir erlendum vísubrotum eða spakmælum og fer hér á eftir:


 


Ef í heiði sólin sést,


á sjálfa Kyndilmessu,


snjóa vænta máttu mest


maður upp frá þessu.


  

...
Meira
Brú á Haukadalsá. mynd Vegagerðin
Brú á Haukadalsá. mynd Vegagerðin
1 af 4

Ákveðið hefur verið að lækka hámarkshraða á alls 75 einföldum brúm í 50 km/klst.  Af þessum 75 eru 3 á leiðinni suður Dali, á Glerá, Fáskrúð og Haukadalsá, á Vestfjarðavegi (60). Frétt um þetta er á vefsíðu Vegagerðarinnar.

 Þetta á við um brýr þar sem umferð er að meðaltali 300 bílar eða fleiri á sólarhring árið um kring.

Ef við höldum í vesturátt eftir vegi (60) en þar er umferðin undir þessu viðmiði, bætast 7 einfaldar brýr við, bara í Reykhólahreppi og líklega 20 í viðbót áfram vestur/norður til Ísafjarðar.

  

27. janúar 2019

Þrælgott þorrablót

1 af 7

Síðastliðinn föstudag var blótaður Þorri á Reykhólum. Þorrablót eru jafnan fjölsótt af heimafólki og gestum.


Núna í vetrarbyrjun uppgötvaðist að aðeins 2 voru eftir í þorrablótsnefnd, þau Embla Dögg og Friðrik Smári, en þau brettu upp ermar og hóuðu saman hóp af skemmtilegu fólki með sér.


  

...
Meira
mynd úr skýrslu Viaplan/Loftmyndir
mynd úr skýrslu Viaplan/Loftmyndir

Stjórn Landverndar hrósar hreppsnefnd Reykhólahrepps fyrir að sýna umhverfi sínu umhyggju með því að taka til skoðunar nýja leið vegna veglagningar í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landvernd vegna veglagningar í Reykhólahreppi, sem sjá má hér.

  

24. janúar 2019

Þaraöflun í fullum gangi

Grettir leggst að bryggju
Grettir leggst að bryggju
1 af 6

Núna undir kvöldið var Grettir BA 39, öflunarskip Þörungaverksmiðjunnar að koma í höfn með dagsafla af þara, í þetta skiptið 50 – 60 tonn. Þarann sækja þeir yfir á Fagureyjarmið, það er austur af Akureyjum,  út af Fagradal á Skarðsströnd.


  

...
Meira
mynd ruv
mynd ruv

Á fundi sveitarstjórnar í dag var samþykkt að halda áfram með Þ-H leið á tillögu að Aðalskipulagi Reykhólahrepps. Fundargerðin er komin hér á síðuna.

Margir hafa beðið þessarar stundar með nokkurri óþreyju, og fjölmiðlar voru fljótir til að segja frá niðurstöðu fundarins, bæði ruv , visir.is og BB, svo nokkrir séu nefndir.

Í hita umræðunnar hefur það kannski ekki komið skýrt fram, að með afgreiðslunni í dag er samþykkt að auglýsa aðalskipulagstillöguna með Þ-H leiðinni, en ekki verið að afgreiða aðalskipulagið.

Þegar búið er að birta auglýsinguna er 6 vikna athugasemdafrestur og fremur líklegt að það berist atugasemdir sem þarf að taka afstöðu til, áður en aðalskipulagið er formlega afgreitt.

 

Viðbrögð vegamálastjóra

Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri svaraði aðspurð á ruv.is um fullyrðingar sem koma fram í fundargerðinni, að það væri leitt ef sveitarstjórnarfólk upplifði þrýsting af hálfu Vegagerðarinnar. Greinin er hér. 

 


20. janúar 2019

Veglínur vestur

mynd Vegagerðin
mynd Vegagerðin

Undir flipanum sjónarmið hér til vinstri er safn pistla um veglínur, nýjasta greinin er eftir Gunnbjörn Óla Jóhannsson.

Flestir pistlarnir hafa borist á síðustu 2 árum, og er þar málefnaleg umræða um mismunandi sjónarmið. 

Á þriðudag verður aukafundur sveitarstjórnar, þar sem meiningin er að afgreiða hvaða veglína verður sett á aðalskipulagstillögu Reykhólahrepps.

 

Í morgun var viðtal við Tryggva Harðarson sveitarstjóra Reykhólahrepps, á Sprengisandi á Bylgjunni um stöðu þessara mála, sem hlusta má á hér.

 

Uppfærsla 21. jan. 

Sveitarstjórn gekk á fund samgönguráðherra í morgun, einnig áttu fund í með honum í dag fulltrúar landeigenda á svæði Þ-H leiðar.

Sagt var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Jensína Andrésdóttir. mynd ruv
Jensína Andrésdóttir. mynd ruv

Jensína Andrésdóttir á Hrafnistu í Reykjavík er nú orðin elst allra sem hafa átt heima hér á landi, 109 ára og 70 daga.

Jensína er fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur.

Hún var vinnukona um árabil fyrir vestan en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína hefur verið á Hrafnistu í rúma tvo áratugi.

  

17. janúar 2019

Ljóð Böddu á Hofsstöðum

1 af 2

Á dögunum kom út bók með ljóðum Bjargeyjar Arnórsdóttur frá Hofsstöðum. Bókin ber heitið Birtan er á bak við Fjöllin.


Í bókinni er úrval vísna og kvæða frá ýmsum tímum, alvarlegra og alvörulausra, og eitthvað þar á milli.


  

...
Meira
Vegur...
Vegur...

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í dag að fresta ákvörðun um leið Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í aðalskipulagi sveitarfélagsins til þriðjudagsins 22. janúar.

Ingimar Ingimarsson, oddviti, lagði fram tillögu á fundinum um að ákvörðuninni yrði frestað þar sem sveitarstjórn á bókaðan fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á mánudaginn, rétt væri að bíða með endanlega ákvörðun uns sá fundur væri yfirstaðinn.

Tillagan var samþykkt samhljóða. 

Ingimar segir ákvörðun um legu Vestfjarðavegar vera eina mál aukafundarins í næstu viku og að allar líkur séu á því að málið verði afgreitt.

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30