Tenglar

Nokkrar af kirkjunum sem taldar eru upp
Nokkrar af kirkjunum sem taldar eru upp

Kirkjuþing samþykkti tillögu um sameiningu prestakalla í Austurlands- og Vestfjarðaprófastsdæmum.


Hólmavíkur- og Reykhólaprestaköll í Vestfjarðaprófastsdæmi verða sameinuð í eitt prestakall sem mun bera heitið Breiðafjarðar- og Strandaprestakall.


  

...
Meira
Reykhólaskóli, mynd Árni Geirsson
Reykhólaskóli, mynd Árni Geirsson

Reykhólaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 75-90% starf, frá kl. 8:15 alla daga.
Mismunandi er hvenær vinnu lýkur eftir vikudögum.
Starfið felur í sér stuðning og gæslu við nemendur í skóla og frístundastarfi, ásamt öðrum tilfallandi störfum í samráði við skólastjóra.

 
Jákvæðni, lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg.
Reynsla af vinnu með börnum æskileg.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.


Laun eru skv. kjarasamningi VerkVest.
Umsóknarfrestur er til  7. mars  2019.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.


Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda í tölvupósti á
skolastjori@reykholar.is
Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar um skólastarfið eru á heimasíðu skólans:http://reykholaskoli.is
Allar nánari upplýsingar veitir Ásta Sjöfn skólastjóri í síma 4347731

 

mynd af facebook
mynd af facebook
1 af 3

Nú eru lagðir af stað til Svíþjóðar 7 öflugir skíðagöngumenn, sem ætla að taka þátt í Vasa-göngunni þann 3. mars.


  


Héðan úr Reykhólasveitinni fara þeir Hjalti Helgason í Garpsdal og Vilberg Þráinsson á Hríshóli. Þeir eru að öllum líkindum fyrstu þátttakendur í Vasa-göngunni úr Reykhólahreppi.


 

...
Meira
25. febrúar 2019

Lengi von á 6

Kindurnar 6 nýkomar í hús.  mynd Svandís Reynisdóttir
Kindurnar 6 nýkomar í hús. mynd Svandís Reynisdóttir
1 af 2

Þegar bæjum fækkar í byggð og fólki í sveitunum verða smalamennskur erfiðari. Leitarsvæðin hafa líka stækkað vegna þess að varnargirðingar eru víðast aflagðar hér um slóðir.


  

...
Meira
21. febrúar 2019

Nýtt lesefni á vefnum

Sigurbrandur Jakobsson
Sigurbrandur Jakobsson
1 af 2

Nú er kominn tengill hér hægra megin -Sigurbrandur, útgerðarsaga-. Þar er hægt að finna pistla eftir Sigurbrand Jakobsson, þar sem hann rekur útgerðarsögu þeirra feðga, sína og Jakobs Pétussonar föður hans.

 

Jakob var fæddur á Galtará í Gufudalssveit og uppalinn þar og í Fremri-Gufudal. Hann var kennari og skólastjóri við Reykhólaskóla 1971 - 76, fluttist þá í Stykkishólm og stundaði kennslu þar og trilluútgerð. Þeir feðgar voru einnig í þangskurði, segir af því í skrifum Sigurbrands.

 

Sigurbrandur er skipstjóri og hefur auk þess sem hann rekur í þessum greinum stjórnað Papeyjarferjunni og dráttarbát hjá Akureyrarhöfn, svo dæmi séu tekin. Síðustu ár hefur hann starfað sem fulltrúi í stjórnstöð Strætó.

 

Þessa pistla birti Sigurbrandur á facebooksíðu sinni og gaf góðfúslega leyfi til að birta þá hér. Þetta eru 25 kaflar, og verða settir inn í áföngum.

19. febrúar 2019

Heimamenn bjarga hornum

1 af 4

Í gær fóru meðlimir Björgunarsveitarinnar Heimamanna í verðmætabjörgun á farmi úr flutningabíl sem valt fyrir síðustu helgi á Hofstaðahlíðinni í Gufufirði. Bíllinn sjálfur var fjarlægður án mikilla vandræða en það þurfti að tæma farminn úr kassanum áður en hann var réttur við. Í farminum voru u.þ.b. 22 tonn af lambahornum sem þurfti að handtína og moka úr kössum yfir í stórsekki.


  

...
Meira

Þann 19. febrúar verður aukafundur í sveitarstjórn, sjá tilkynningar hér neðst.

Flutningabíll valt í gær í Gufufirði, innst á Hofsstaðahlíð. Hann var að mæta minni bíl á mjög mjóum vegi, en smá snjórastir eru í köntunum svo vegurinn sýnist aðeins breiðari en hann í raun og veru er. Á þessum stað er akbrautin innan við 6 m.


  

...
Meira
1 af 2

Leiðrétt auglýsing!!

Fyrirlestur og umræður um færanlegt sláturhús og úrvinnslu heima.


Miðvikudaginn 13. febrúar, mun Freydís D Sigurðardóttir, fagsviðsstjóri eftirlits búfjárafurða hjá MAST flytja fyrirlestur fyrir bændur og matvinnslufólk um slátrun í heimabyggð og úrvinnslu.

Fundurinn verður í Nesheimum -  handverkssetrinu í Króksfjarðanesi, kl. 15:30 – 17:30.  Þetta er hugsað fyrir bændur og aðra sem áhuga hafa á bæta tengsl neytenda og framleiðenda.  

Við munum reyna að streyma fundinum til þeirra sem ekki komast. - Tengingar eru þó ekki upp á það besta. Látið vita hverjir vilja tengil í fundinn hér  maria@vestfirdir.is

  

 

  

 

  

4. febrúar 2019

Atvinna í Barmahlíð

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð. mynd Guðmumdur Sæmundsson
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð. mynd Guðmumdur Sæmundsson

Sjúkraliða/starfsmann vantar í aðhynningu á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð. Unnið er á þrískiptum vöktum. Vinnuprósenta samkomulag. 

Húsnæði í boði á staðnum.

 

Nánari upplýsingar gefur Helga Garðarsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 694-2386 eða á barmahlid@reykholar.is

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30