Fyrirspurnir til sveitarstjórnar Reykhólahrepps
Eiríkur Jónsson, Grænhól á Barðaströnd og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands sendi í gær fyrirspurnir til sveitarstjórnar Reykhólahrepps vegna veglínuvals um Gufudalssveit.
...
Meira
Anna Björg stýrir Strandagaldri
Anna Björg Þórarinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Strandagaldurs, sem er sjálfseignarstofnunin sem stendur á bak við uppbyggingu og rekstur Galdrasýningar á Ströndum. Anna Björg er með háskólapróf í ferðamálafræði og þýsku frá Háskóla Íslands og skrifaði á sínum tíma lokaverkefni sitt um þróun og starfsemi Strandagaldurs.
...Meira
Undirskriftalisti afhentur sveitarstjóra
„Vetrarsól á Ströndum“
14. - 17. janúar - Ukulelenámskeið Svavars Knúts:
-> Sjá upplýsingar neðst.
„Vetrarsól á Ströndum“ er lítil notaleg hátíð með tónleikum, kvöldvöku, sögugöngu og fleiru. Fyrsta hátíðin verður haldin 18.-20. janúar 2019.
...
Meira
Fjölmenni á fundi hjá Vegagerðinni
Kynningarfundur um Vestfjarðaveg (60) sem Vegagerðin hélt á Reykhólum í gær var fjölsóttur, eins og fundir þeir sem haldnir hafa verið undanfarið um sama efni. Nálægt 150 manns komu, alþingismenn, fulltrúar Vestfjarðastofu, sveitarstjórnarfólk, áhugamenn um samgöngur og fulltrúar fyrirtækja, og síðast en ekki síst fjölmennti heimafólk.
Á síðu Vegagerðarinnar eru nú komnar kynningarglærur og skýrsla um umferðaröryggismat.
...
Meira
Íbúafundur á Reykhólum 9. janúar
Vegagerðin heldur íbúafund í Reykhólaskóla miðvikudaginn 9. janúar kl. 16:30, til að upplýsa íbúa hreppsins og aðra sem nýta Vestfjarðaveg (60).
Spurningar til sveitarstjórnar Reykhólahrepps
Helgi Jensson leggur hér 2 spurningar fyrir sveitarstjórn vegna valkostagreiningarinnar:
1. Finnst sveitarstjórn að það sé réttlátt og marktækt að bera saman leiðir sem hafa farið í gengum formlegt mat öllum þeim þáttum sem umhverfismat tekur til, við leiðir sem ekki hafa farið í gegnum slíkt mat og ekki síst með það í huga að áhrif á nýtingu er einfaldlega strikuð út í valkostagreiningunni?
2. Telur sveitarstjórnin það réttlátt að bjóða hluta íbúa sveitarfélagsins upp á mun minna umferðaröryggi en er í dag, ekki síst með tilliti til skólaaksturs?
...
Meira
Ungmennaráð Reykhólahrepps
Á nýafstöðnu ungmennaþingi, sem unga fólkið okkar fjölmennti á og allir tóku virkan þátt, var kosið 1. Ungmennaráð Reykhólahrepps.
Það skipa: Adrian Kowalczyk, Aníta Hanna Kristjánsdóttir, Solveig Rúna Eiríksdóttir, Tindur Ólafur Guðmundsson og Viktor Benóný Benediktsson.
...
Meira