Tenglar

Rakel Sigurgeirsdóttir.
Rakel Sigurgeirsdóttir.

Í samfélagi sem vill kenna sig við upplýsingu og lýðræði ætti ekki að vera erfiðleikum bundið að stofna stjórnmálaflokk og koma honum á framfæri við kjósendur. Ekki síst þegar um er að ræða samfélag þar sem ríkið rekur bæði útvarps- og sjónvarpsmiðil af skattfé almennings.

...
Meira
17. desember 2012

Kjaramálin eru margskonar

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Nýlega stóð Landssamband eldri borgara fyrir ráðstefnu ásamt ASÍ um kjaramál eldri borgara. Þar voru flutt fróðleg erindi um mörg þau mál sem snerta okkur, s.s. almannatryggingar, lífeyrissjóðina, tillögu starfshóps um endurskoðun almannatrygginga, launamun kynja, fjölgun í hópi aldraðra og fleira. Ég hef oft sagt að kjaramálin eru eilífðarverkefni, þeim lýkur aldrei, því sífellt taka við ný verkefni. En hvað eru kjaramál? Er það bara að horfa á kaupmáttinn, horfa á prósentuhækkun almannatryggingabóta? Horfa á hvað aðrir fá í laun og bera það saman við okkar kjör?

...
Meira
17. desember 2012

Sanngjörn jöfnun skulda

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Ari Trausti Guðmundsson ritar í Morgunblaðið andsvar við grein minni í Fréttablaðið fyrir skömmu og kallar eftir því að kreppuskuldunum verði jafnað með sanngjörnum hætti. Vill hann sérstaklega að sá hópur, sem ræður sæmilega við skuldir sínar, fái bættan minnkandi eignarhlut í íbúðarhúsnæði. Telur hann það sanngjarnt enda séu dæmi um afskriftir hárra skulda af hlutafélögum.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Í síðasta pistli var dregið fram að fasteignamat á íbúðarhúsnæði á Vestfjörðum fyrir 2012 væri aðeins um 1/3 af fasteignamati í Reykjavík. Það er einnig sama hlutfall af byggingarkostnaði þar sem fasteignamatið á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir er nokkurn veginn jafnt byggingarkostnaði eftir að hafa verið umtalsvert hærra á árunum fyrir bankahrun. Athyglisvert er að árið 1990 var matið tvöfalt hærra á Vestfjörðum en nú er eða um 2/3 hlutar af fasteignamatinu í Reykjavík. Á fáum árum, frá 1998 til 2004, hrundi fasteignaverðið um helming.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Víðast hvar á landsbyggðinni fellur verð á nýbyggðum húsum mjög fljótt eftir að þau hafa verið tekin í notkun og fjölskyldurnar tapa. Um það er ekkert rætt. Einstaklingarnir og fjölskyldurnar sem í hlut eiga fá enga athygli stjórnmálamanna og hagsmunasamtök heimilanna varðar ekkert um fjárhag þessara heimila, hvort sem þær eru á Raufarhöfn, Breiðdalsvík eða Flateyri. Auðvitað eigum við, sem búum í þessum byggðarlögum, ekki að sætta okkur við að vera meðhöndluð af ríkisvaldinu, sem annars flokks íbúar sem ekki eru einu sinni virtir viðlits.

...
Meira
21. nóvember 2012

Siðfræði og stjórnmál

Jón Þórisson og Sigurbjörn Svavarsson.
Jón Þórisson og Sigurbjörn Svavarsson.

Ef leita á fyrirmynda í siðfræði stjórnmála í dag, þá lenda menn í vandræðum. Nánast enga leiðsögn er að finna í grundvallaratriðum sem komið hefur frá leiðtogum stjórnmálanna síðustu rúma eina öld eða meira. Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði Joseph Rotblat sagði um siðfræði og stjórnmál: „Það eru raunaleg eftirmæli stjórnmálamanna á Vesturlöndum að „siðfræði“ og „stjórnmál“ skuli vera álitin andstæð hugtök. Eins og kalk og ostur eru siðfræði og stjórnmál ekki talin fara saman. Stjórnmál eru álitin lítt traustvert starf.“

...
Meira
21. nóvember 2012

Svona gerist þetta

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Margar og brattar brekkur mæta okkur, þegar unnið er að því að setja niður opinber störf á landsbyggðinni. En leiðin er ólíkt greiðari þegar stofnað er til slíkra starfa á höfuðborgarsvæðinu. Það gerist með næsta sjálfvirkum hætti. Þetta er gömul saga og ný og endurtekur sig með fullum krafti þessi dægrin. Ég ætla hér að segja frá tveimur dæmum. Hvorug þeirra eru stór. Hvorug þeirra skipta sköpum í búsetuþróuninni, en þau bera þróuninni glöggt vitni.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Fiskimiðin frá Snæfellsnesi að Horni eru gjöful með afbrigðum. Þetta kemur fram í gögnum sem Hafrannsóknastofnun vann upp úr afladagbókum skipstjórnarmanna fyrir árin 1991 til 2009. Veiðar á þorski og ýsu voru sundurliðaðar eftir veiðislóðum og þeim skipt í fimm svæði. Á norðvestursvæðinu, sem nær frá Snæfellsnesi og norður að Horni, voru veidd 33% af öllum þorski og 25% af ýsu á öllum Íslandsmiðum á þessu 18 ára tímabili. Þetta er mun meira en skip frá verstöðvum við Vestfirði og Breiðafjörð veiddu enda veiða á þessum miðum skip víðar að og þau sigla yfirleitt með aflann til sinnar heimahafnar.

...
Meira
12. nóvember 2012

Mikil mistök í uppsiglingu

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

Það eru mikil mistök að útiloka hagkvæmasta og besta kostinn við vegagerð í Gufudalssveitinni frá því að fara í umhverfismat. Í það stefnir þó, samkvæmt svari innanríkisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi 5. nóvember. Þar spurði ég ráðherrann eftirfarandi spurningar: Hvers vegna er svokölluð B-leið (leið B1) ekki með í tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi?

...
Meira
Rakel Sigurgeirsdóttir.
Rakel Sigurgeirsdóttir.

Í orði eru flestir sammála um að góð menntun ætti að vera ein grunnstoða allra samfélaga. Á undanförnum árum hafa aðgerðir menntamálayfirvalda þó frekar stuðlað að því að grafa undan skólastarfi í landinu. Það má vera að einhverjum finnist þetta stór orð en þó er líklegra að þeir séu fleiri sem kannast við það alvarlega ástand sem við blasir í menntamálum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30