Tenglar

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Fjölskyldufólk er greinilega mikilvægasti kjósendahópurinn. Einhverra hluta vegna eru aldraðir og sjúkir ekki jafnmikilvægir í augum stjórnmálaflokkanna. Stjórnarflokkarnir hafa á kjörtímabilinu vaðið í gegnum og eld og brennistein til þess að koma fram, að þeirra mati nauðsynlegum niðurskurði og samdrætti í heilbrigðiskerfinu og greiðslum almannatrygginga til aldraðra og öryrkja.

...
Meira
4. nóvember 2012

Framboðshugleiðing

Hlédís Sveinsdóttir.
Hlédís Sveinsdóttir.

Þegar ég ákvað að gefa kost á mér gerði ég það vegna þess að mig langar til að eiga þátt í að breyta landslaginu í íslenskum stjórnmálum. Mér þykir ekki nógu spennandi, frekar en svo mörgum öðrum, að starfa í stjórnmálum í núverandi umhverfi. Fyrir því eru fjölþættar ástæður en eitt af því sem ég held að verði að breytast er hvernig við veljum fólk til starfa á vettvangi stjórnmálanna.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Neikvæð byggðaþróun er eitt alvarlegasta þjóðfélagsmein okkar Íslendinga. Eins og Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðastofnunar hefur bent á er byggðaþróunin á Íslandi alls ekki einföld. Á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun, sums staðar á landsbyggðinni hefur fólki líka fjölgað. En á tilteknum svæðum hefur fólki fækkað. Það er því augljóst að byggðastefna okkar verður meðal annars að beinast með sérstökum hætti að þeim svæðum þar sem fólki hefur beinlínis fækkað. Það þarf að taka málin öðrum tökum þar sem þannig háttar til.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Það er ótrúleg óskammfeilni að halda því fram að stjórnarskráin okkar sé ekki íslensk, eins og hvað eftir annað heyrist í umræðunni, jafnvel í sölum Alþingis, og það séu því sérstök rök fyrir því að varpa henni fyrir róða. Hún hefur verið grundvöllur stjórnskipunar okkar allan lýðveldistímann frá árinu 1944. Þegar greidd voru um hana atkvæði það ár mætti nær allt kosningabært fólk á kjörstað og 95% þeirra ljáðu henni stuðning með atkvæði sínu. Stjórnarskráin okkar er því alíslensk og hefur reynst okkur vel.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Umræðan um atkvæðavægið er á miklum villigötum hér á landi. Þetta sjáum við til dæmis í umræðunni sem hefur sprottið upp í tilefni af tillögum Stjórnlagaráðs og þjóðaratkvæðagreiðslunni / skoðanakönnuninni sem fram fer 20. október. Þegar menn velta fyrir sér kosningafyrirkomulagi í öðrum löndum hafa menn í huga marga þætti. Ekki bara spurninguna um atkvæðavægið, eins og umræðan hefur einvörðungu snúist um hér á landi.

...
Meira

Mér hefur borist bréf frá átthagafélagi hins forna Múlahrepps varðandi lausagöngu búfjár í téðum hreppi. Ég vil taka það fram að ég er ekki eigandi lands þar eða annars staðar í Reykhólahreppi. En í Múlahreppi hinum forna ólst ég upp til 15 ára aldurs og í mínum huga er téður hreppur með fegurri stöðum á landinu. Ég hef í mörg ár stundað gönguferðir um mörg svæði á landinu, bæði í byggð og óbyggðum. Í Múlahreppi er víða orðið erfitt að komast um vegna gróðurs og götur að hverfa. Mér finnst ólíkt fallegri gróður og þægilegra að komast um þar sem fé gengur í högum.

...
Meira
Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.

Á síðasta sumri (2011) fékk ég vegamálastjóra og samgönguráðherra í hendur tillögu um að vegur kæmi með fjörum, neðan við kjarrið, eins og víða er á þjóðvegum 60 og 61, sem endurbyggðir hafa verið á undanförnum árum. Engin svör eða viðbrögð hef ég fengið frá ykkur, en margir hafa þakkað mér fyrir og talið að sú lausn sé raunhæfur kostur. Hagstæðara gæti þó verið að fara eftir jeppaslóðanum út undir Teigsskóg og þaðan neðan skógar um nes og voga.

...
Meira
Illa dýrbitin sauðkind í Borgarfirði.
Illa dýrbitin sauðkind í Borgarfirði.
1 af 3

Refurinn er einn af frumbyggjum landsins og hefur sinn rétt sem slíkur. Hins vegar er vitað að frá landnámi hefur ávallt verið reynt að takmarka stofnstærð hans með veiðum og þannig að lágmarka skaða af hans völdum á búfénaði og öðrum skepnum landsins. Fyrir tveimur árum ákvað ríkisstjórnin án rökstuðnings að hætta stuðningi við refaveiðar þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að tekjur ríkissjóðs vegna virðisaukaskatts af hlutdeild sveitarfélaganna væru hærri en heildarútgjöld ríkisins. Við þessu var varað enda ljóst að mörg sveitarfélög mundu af fjárhagsástæðum nota tækifærið og skera niður fjárveitingar til refaveiða.

...
Meira
16. júlí 2012

Með Jesú í Múlasveitinni

Jónas Haraldsson ritstjóri.
Jónas Haraldsson ritstjóri.

Það verður að viðurkennast að kirkjusókn mín hefur verið takmörkuð, það er að segja almenn messusókn. Vonandi fyrirgefst það á efsta degi, reyni maður að öðru leyti að haga sér skikkanlega í þessu jarðlífi. Þótt kirkjusóknin hafi verið svona og svona hef ég engu að síður dálæti á gömlum sveitakirkjum sem geyma mikla sögu í hógværð sinni. Hið sama á við um konu mína. Því stoppum við gjarna hjá vinalegum litlum kirkjum á ferð um landið. Þær freista okkar frekar en hátimbraðar kirkjubyggingar samtímans, með fullri virðingu þó fyrir þeim.

...
Meira
24. júní 2012

Hótel Bjarkalundur

Einar Örn Thorlacius.
Einar Örn Thorlacius.

Það var ekki fyrr en ég flutti í Reykhólahreppinn haustið 2002 að ég áttaði mig á því hvað þetta elsta sumarhótel á Íslandi (eftir að Hótel Búðir brunnu) er vel í sveit sett fyrir íbúana. Við getum tekið Hótel Flókalund til samanburðar, sem er í næsta sveitarfélagi fyrir vestan Reykhólahreppinn. Það hótel er í algerlega í útjaðri byggðar í Vesturbyggð. Í austurendanum. Sé hins vegar litið á Reykhólahreppinn, þá nær byggðin frá Gufudal í vestri að Gróustöðum í austri og síðan suður til Reykhóla (sleppi Flatey í þessu samhengi).

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30