Tenglar

Svavar Gestsson fyrrv. viðskiptaráðherra.
Svavar Gestsson fyrrv. viðskiptaráðherra.

Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lágmarksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar?

...
Meira
Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.

Þegar mætast stálin stinn í ágreiningsmálum verða menn að semja svo báðir megi sæmilega við una. Þar dugar ekki að annar valti yfir hinn. Útvegsbændur telja sig aðkreppta núna og segja að stefni í óefni hjá þeim. Vel má svo vera hjá þeim sumum. Nú verður löggjafinn að vanda sig og reyna að láta sem flesta njóta sannmælis.

...
Meira
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Þann 1. júní barst mér í hendur staðlað bréf, stílað á mig persónulega frá Landsbankanum. Bréfið var dagsett 25. maí á Patreksfirði en á umslagi var það póstlagt í Reykjavík 31. maí. Þar er því lýst hvernig hagræðingaraðgerðir bankinn er að fara í með lokun útibúa víðsvegar um landið 1. júní. Meðal annarra útibúa er það á mínu svæði í Króksfjarðarnesi í Austur-Barðastrandarsýslu, þar sem ég hef verið viðskiptavinur í 17 ár eftir að ég flutti hingað, en þar áður var ég viðskiptavinur bankans á Ísafirði þar sem ég bjó áður.

...
Meira
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Það kom eins og köld vatnsgusa framan í mig þegar mér var sagt nýlega, að Vogaland væri selt og á eina milljón króna. Enga fann ég bókun um söluna í fundargerðum hreppsnefndar, hvorki samþykkt fyrir því að selja ætti Vogaland né heldur fyrir gerðum hlut. Nú vantar mig skýringar: Hvers vegna selja Vogaland án auglýsingar? Hvers vegna selja Vogaland án samþykktar hreppsnefndar (lögbrot)? Hvers vegna þennan feluleik?

...
Meira
Neil Shiran Þórisson.
Neil Shiran Þórisson.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) hefur undanfarin ár lagt vinnu í að greina stöðu atvinnulífs á Vestfjörðum til þess að varpa ljósi á samkeppnishæfni svæðisins. Farið var í þessa vinnu meðal annars með hliðsjón af ályktunum Fjórðungsþings Vestfirðinga. Félagið á að vera leiðandi í mótun atvinnustefnu fjórðungsins og almennt að taka þátt í faglegri umræðu um uppbyggingu atvinnulífs svæðisins. Niðurstöðurnar úr greiningarvinnu félagsins staðfesta margt af því sem hefur almennt verið í umræðunni í fjölda ára.

...
Meira
Sigurður Atlason (t.v.) á fundi Ferðamálasamtakanna í Bjarkalundi.
Sigurður Atlason (t.v.) á fundi Ferðamálasamtakanna í Bjarkalundi.

Það var einkar vel tekið á móti okkur ferðaþjónum á Vestfjörðum sem fjölmenntum í Reykhólasveit um helgina á aðalfundarhelgina okkar. Gestrisnin var til fyrirmyndar og gleðin og fjörið sem heimamenn skópu munu seint eða aldrei renna úr minni nokkurs manns sem þangað mætti. Sveitin skartaði sínu fegursta og gestgjafar okkar tóku sérlega vel á móti okkur. Það var gaman að sjá og heyra af þeim áformum sem eru í gangi í ferðaþjónustunni í sveitinni og finna fyrir þeim krafti og orku sem við finnum að hefur verið að leysast úr læðingi í Reykhólahreppi. Ég er sannfærður um það eftir dvöl okkar að það er gott samfélag í sveitinni, þar sem yngri kynslóðin er hvött áfram og þau fá að finna það að framlag þeirra skiptir máli. Meðan þannig er getur eingöngu verið bjart framundan.

...
Meira
Eyvindur Magnússon.
Eyvindur Magnússon.

Núna þegar fréttir berast af því að vinir okkar í Strandabyggð hafi samið við verktaka um kaup á nýjum íbúðum til að verða við brýnni þörf fyrir húsnæði finn ég mig knúinn til að rita þetta bréf. Skortur á íbúðarhúsnæði hér á Reykhólum hefur valdið mér áhyggjum og kemur í veg fyrir þann vöxt sem hér er þó mögulegur. Ásókn í húsnæði hér er svo mikil að ekki má minnast á hugsanlegan flutning af svæðinu. Þá er strax farið að spyrja hvenær húsnæðið losni, ekki hvað það kostar.

...
Meira
Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.

Markmið með félaglegri ráðgjöf er að veita upplýsingar og ráðgjöf um viðeigandi stuðning og úrlausnir mála. Félagsmálastjóri annast félagslega ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Komið er til móts við einstaklings-bundnar þarfir þeirra sem sem þangað leita. Markmið félagslegrar ráðgjafar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar til að allir geti notið sín sem best í samfélaginu og fengið úrlausn sinna þarfa. Félagsleg ráðgjöf felur í sér til að mynda ráðgjöf vegna:

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Hægt og hljótt, en ákveðið og örugglega, er verið að leggja drög að tvöföldun raforkuverðs hér á landi og 50% hækkun innkaupaverðs almenna markaðarins. Þessi skýra stefnumörkun stjórnvalda kom fram í svari Oddnýjar G. Harðardóttur starfandi iðnaðarráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Þetta mun að óbreyttu hafa gríðarleg áhrif á afkomu heimilanna og þyngja byrðar atvinnulífsins. Spurning mín til ráðherrans var svohljóðandi:

...
Meira
21. febrúar 2012

Reykhólar allan ársins hring

Fanney Sif Torfadóttir.
Fanney Sif Torfadóttir.

Vélsleða- og skíðaferðir á Þorskafjarðarheiði: Mjög margir hafa áhuga á því að þeysa um náttúruna á vélsleða. Því væri upplagt að koma upp vélsleðaleigu eins og tíðkast víða og fara með ferðamenn upp á Þorskafjarðarheiði þegar nóg er af snjó. Einnig væri hægt að bjóða upp á skíðaferðir á sama stað og hafa því skíðaleigu á svæðinu. Á Þorskafjarðarheiði er upplagt að ganga um á gönguskíðum og jafnvel fara á svigskíði. Það myndi þá kalla á uppbyggingu ferðaþjónustu sem sérhæfir sig í skíðastöðum. Gönguskíði kosta ekki eins miklar framkvæmdir.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30