Ylströnd við Þörungaverksmiðjuna
Við verksmiðjuna er lítill fallegur vogur og með litlum kostnaði mætti hlaða vegg sem myndi afmarka eða loka voginum betur og veita heitu affallsvatni úr Þörungaverksmiðjunni, sem nú rennur beint í sjóinn, í voginn. Þá væri komin þarna náttúruleg ylströnd þar sem ferðamenn og þorpsbúar gætu baðað sig. En við myndum ekki einungis nota heita vatnið heldur líka sjóinn sem heita vatnið rennur út í. Ég er enginn arkitekt, en ég veit að þetta er hægt. Með þessu væri komin ákaflega falleg og náttúruleg sundlaug. Með einstaklega fallegu útsýni allt í kring. Ég held að þetta sé það sem ferðamenn leitast eftir að finna á Íslandi.
...Meira