Umboðsmaður aldraðra - löngu tímabært
Það hefur æ oftar komið fram á fundum hjá aðildarfélögum Landssambands eldri borgara hversu mikilvægt er að við fáum „umboðsmann aldraðra“. Í umræðunni hefur verið bent á að æði mörg og margvísleg mál gætu borist til umboðsmanns aldraðra. Fyrirspurnir, ábendingar og hreinlega kærur þar sem menn telja rétt sinn brotinn. Það er líka rétt að það komi fram, að barist hefur verið fyrir því að fá umboðsmann aldraðra árum saman á meðan aðrir hagsmunahópar hafa fengið talsmann eða umboðsmann. Á undanförum árum hefur t.d. ítrekað verið farið í kringum réttindi eldri borgara um að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir. Erfið varnarstaða kemur þá upp þar sem þessi hópur hefur ekki kjarasamningsrétt.
...Meira