Tenglar

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir.
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir.

Það hefur æ oftar komið fram á fundum hjá aðildarfélögum Landssambands eldri borgara hversu mikilvægt er að við fáum „umboðsmann aldraðra“. Í umræðunni hefur verið bent á að æði mörg og margvísleg mál gætu borist til umboðsmanns aldraðra. Fyrirspurnir, ábendingar og hreinlega kærur þar sem menn telja rétt sinn brotinn. Það er líka rétt að það komi fram, að barist hefur verið fyrir því að fá umboðsmann aldraðra árum saman á meðan aðrir hagsmunahópar hafa fengið talsmann eða umboðsmann. Á undanförum árum hefur t.d. ítrekað verið farið í kringum réttindi eldri borgara um að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir. Erfið varnarstaða kemur þá upp þar sem þessi hópur hefur ekki kjarasamningsrétt.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Mótmælin við Austurvöll snúast um lýðræðið, grundvöllinn að friðsamlegu samfélagi á Íslandi. Krafist er þess að ríkisstjórnin virði leikreglurnar og feli þjóðinni að taka ákvörðun í máli, sem hún vill fá að ráða. Framhald ESB-viðræðna er mál sem fyrir liggur skv. öllum könnunum að almenningur vill að verði. Skjalfest liggur fyrir að meirihluti núverandi ráðherra hét því í kosningabaráttunni í fyrra, að lagt yrði fyrir almenning að taka ákvörðun um það hvort viðræðum yrði haldið áfram. Þá sögðu þeir allir að vilji þjóðarinnar yrði virtur. Það er samkvæmt forsendum lýðræðisins.

...
Meira
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.

Nú standa fyrir dyrum sveitarstjórnarkosningar í vor. Við eldri borgarar, sem jafnframt erum stækkandi hópur í þjóðfélaginu, viljum gjarnan vera með í að móta tillögur um okkar málefni og fylgjast með hvernig þeim málum er fyrirkomið í okkar nærsamfélagi. Þó að við séum ekki að hugsa til framboðs höfum við öll kosningarétt! Því vil ég með þessum orðum hvetja stjórnir félaga eldri borgara vítt og breitt um landið til að hafa samband við þá sem hyggjast bjóða sig fram í vor í þeirra sveitarfélagi og fá þá á fund og spyrja spurninga.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Því hefur verið haldið fram síðustu ár, að greiðslur af lánum myndu lækka stórlega bara ef verðtryggingin yrði afnumin og eingöngu stuðst við óverðtryggða vexti. Eftir verðbólguna sem varð 2008 með tilheyrandi hækkun skulda hefur verðtryggingin verið stóra málið. Fjölmargir hafa lagt trúnað á þessar fullyrðingar og hafa staðið í þeirri trú að að afnám verðtryggingarinnar væri það sama og umtalsverð kjarabót.

...
Meira
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Svolítil orðaskipti á Facebook fyrir nokkru urðu til þess að ég kasta þessu fram núna, þegar ljóst er orðið að ég er ekki einn um áhugann á málinu. Þar sem engar heimildir eru þekktar um gerð, stærð eða staðsetningu virkisins á Reykhólum þurfa sagnfræðingar og fornleifafræðingar að skoða þau mál. Mín hugmynd er þessi (svo er annarra að koma með breytingatillögur):

...
Meira
8. október 2013

Árás á landsbyggðina

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Nýútkomið frumvarp til fjárlaga vekur litla hrifningu, þar er skorið niður hægri vinstri og þeim síst hlíft sem hlífa skyldi. Eftir erfiðan óhjákvæmilegan niðurskurð eftir Hrunið var loksins farið að sjá fyrir endann á niðurskurði og metnaðarfull uppbyggingaráætlun sett af stað með fjárfestingaráætlun, þar sem fjöldi brýnna atvinnuskapandi verkefna í samgöngum, umhverfis- og ferðamálum og nýsköpun voru sett af stað og fjármagnað að hluta til með sérstökum veiðigjöldum. Nú virðist það vera ásetningur þessara stjórnvalda að rífa allt það niður sem fyrri ríkisstjórn kom af stað við erfiðar aðstæður og henda frá sér tekjumöguleikum eins og í sérstöku veiðigjaldi, auðlegðarskatti og skatti á stórfyrirtæki, sem hefði gert kleift að fjármagna stórsókn í uppbyggingu velferðar og atvinnu í landinu.

...
Meira

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er ákvæði um að skerðingarhlutfall tekjutryggingar almannatrygginga lækki úr 45% í 38,5% á næsta ári og samhliða því lækki skerðingarhlutfall heimilisuppbótar að sama skapi. Landssamband eldri borgara fagnar því að með þessu er staðið við það loforð sem fram kom í athugasemdum með lögum um almannatryggingar og samþykkt voru á sl. sumri. Með þeim lögum og frumvarpi til fjárlaga 2014 verður búið að draga til baka fjórar af þeim skerðingum, sem eftirlaunaþegar fengu á sig árið 2009. Það er stór áfangi að ná því og mun koma þeim til góða sem lægstar lífeyristekjur hafa.

...
Meira
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Nú þegar þingsetning nálgast er rétt að minna þingmenn og stjórnvöld á að standa við loforðin gagnvart eldri borgurum þessa lands. Stóru loforðin skipta okkur miklu máli og því ítrekum við þær kröfur að staðið verði við gefin loforð. Í ræðu sem Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, flutti á útifundi þann 10. september sagði hún meðal annars:

...
Meira
Ingvar Samúelsson.
Ingvar Samúelsson.

„Á Reykhólum vantar okkur hjúkrunarheimili. Það er óviðunandi að veikt aldrað fólk þurfi að verja síðustu árunum fjarri heimabyggð,“ segir Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á staðnum. Þessi furðulegu tíðindi getur að lesa í Morgunblaðinu 14. september, þar sem greint er frá hringborðsumræðum sem blaðið efndi til um stöðu og horfur á Vestfjörðum. Meðal þátttakenda var téður Einar Sveinn Ólafsson á Reykhólum.

...
Meira

Kjaranefnd Landssambands eldri borgara (LEB) krefst þess að eldri borgarar njóti sömu kjara og samið verður um á almennum vinnumarkaði í viðræðum aðila vinnumarkaðarins sem eru framundan. LEB bendir á þær miklu hækkanir sem forstöðumenn ríkisstofnana hafa fengið með ákvörðun Kjararáðs nú í sumar og eru jafnvel afturvirkar. Ekkert hefur heyrst um að þær hækkanir muni auka verðbólgu. Hins vegar heyrast þær raddir strax og rætt er um almennar kauphækkanir og kjör eldri borgara.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30