Ekki staðið við gefin loforð um breytingar á ellilífeyri
Nú er orðið útséð um það að sú tillaga sem Starfshópur um endurskoðun almannatrygginga náði einróma samstöðu um verði að lögum á þessu þingi. Frumvarp um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning byggðist m.a. á tillögu starfshópsins um breytingu á ellilífeyri (eftirlaunum). Starfshópurinn hafði lagt a.m.k. 1.000 vinnustundir eða meira í umræður og útreikninga varðandi ellilífeyri almannatrygginga, sameiningu bótaflokka og lækkun skerðingarhlutfalla, sem yrði til að einfalda kerfið og jafnframt bæta kjör eldri borgara.
...Meira