Tenglar

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Nú er orðið útséð um það að sú tillaga sem Starfshópur um endurskoðun almannatrygginga náði einróma samstöðu um verði að lögum á þessu þingi. Frumvarp um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning byggðist m.a. á tillögu starfshópsins um breytingu á ellilífeyri (eftirlaunum). Starfshópurinn hafði lagt a.m.k. 1.000 vinnustundir eða meira í umræður og útreikninga varðandi ellilífeyri almannatrygginga, sameiningu bótaflokka og lækkun skerðingarhlutfalla, sem yrði til að einfalda kerfið og jafnframt bæta kjör eldri borgara.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Stóra kosningamálið að þessu sinni eru skuldir heimilanna. Krafan er að lækka skuldirnar með öllum ráðum niður í það sem þær voru fyrir hrun. Það eina sem skiptir máli er hver fær, en hver borgar er aukaatriði. Þetta er falsmynd og ber vott um sömu veruleikafirringuna og var alls ráðandi árin fyrir bankahrunið. Það er lágtekjufólkið sem axlar þungann af byrðunum ásamt öldruðum, sjúkum og öryrkjum, sama hvernig reynt er að villa um fyrir landsmönnum.

...
Meira
8. apríl 2013

Byggðin sem gleymdist

Eyþór Jóvinsson.
Eyþór Jóvinsson.

Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði eru byggðamál sá málaflokkur sem fæstir telja mikilvægastan í komandi kosningum. Aðeins 6,8% aðspurðra telja byggðamál vera mikilvæg. Enn á ný virðast málefni landsbyggðarinnar ætla að gleymast. Þetta hryggir mig og veldur mér áhyggjum, því byggðamál og áhugi minn og ástríða mín fyrir þeim eru hvatinn fyrir því að ég ákvað að stökkva inn á pólitíska sviðið og bjóða mig fram með Lýðræðisvaktinni í komandi kosningum.

...
Meira
Hildur Sif Thorarensen.
Hildur Sif Thorarensen.

Ég heiti Hildur Sif Thorarensen, er 29 ára og leiði lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég er ættuð af Hrauni á Skaga en þar ólst hún amma mín upp. Það var svo hún sem ól mig upp og kenndi mér þann dugnað og baráttuvilja sem fylgir uppeldi á hrjóstrugum Skaganum. Amma mín kenndi mér ekki bara að vera dugleg, hún kenndi mér líka að bera virðingu fyrir eldra fólki, hafa samkennd og vilja láta gott af mér leiða.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Það felst engin einangrunarhyggja í því að vilja ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Alls ekki. En sú skoðun að aðild að Evrópusambandinu sé forsenda alþjóðlegs samstarfs lýsir á hinn bóginn ótrúlegri einsýni. Við Íslendingar tökum þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi. Bæði vegna þess að það er okkur í hag en einnig vegna þess að við teljum að slíkt alþjóðlegt samstarf sé almennt til góðs fyrir heimsbyggðina.

...
Meira
Silja Björk Björnsdóttir.
Silja Björk Björnsdóttir.

Fyrir ekki allt of löngu síðan fékk ég loksins svar við þeim hafsjó af spurningum sem brunnið höfðu á mér í næstum því þrjú ár. Spurningum sem ég vissi þó svarið við innst inni, en svarið hafði alltaf blundað einhvers staðar neðst í undirmeðvitundinni og var ávallt kæft af frestunaráráttu, sektarkennd og afneitun. Svarið er einfalt en samt svo flókið. Svarið er: „Þú ert með alvarlegt þunglyndi“.

...
Meira
15. janúar 2013

Makríll 2013 og tækjakaup

Finnbogi Vikar.
Finnbogi Vikar.

Vonandi verður fljótlega gefinn út kvóti í makríl fyrir árið 2013 af Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Þá er ekki úr vegi að minna á, að það er almennur vilji til þess að jafnræðis verði gætt við úthlutun veiðiheimilda, ekki fáir útvaldir fái ríkulegan arð af þessari syndandi auðlind í lögsögu Íslands.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Við mig hafði samband forsvarsmaður Landssambands eldri borgara vegna pistils sem ég hafði skrifað 9. nóvember um skerðingar sem elli- og örorkulífeyrisþegar hafa mátt þola á þessu kjörtímabili. Erindið var að fá rökstuðning minn fyrir því að skerðingin hefði orðið 13 milljarðar króna frá gildistöku laganna 1. júlí 2009 til ársloka 2012, en vitnað hafði verið til pistilsins og þau viðbrögð komið frá velferðarráðuneytinu, að tölurnar væru véfengdar. Er því bæði rétt og skylt að rökstyðja mína niðurstöðu.

...
Meira
Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.

Firðirnir við norðanverðan Breiðafjörð voru um aldir notaðir til samgangna. Að sumrinu á bátum en á hestum og gangandi á vetrum yfir ísilagða firðina. Vélaöld hófst með litlum dráttarvélum upp úr 1950. Veturinn 1971 fór Reynir í Fremri-Gufudal ferð á ís á dráttarvél að sækja börn okkar í Reykhólaskóla. Skólastjóri keyrði börnin inn undir Skútunaust og þar tók Reynir dótið á vélina en börnin gengu. Einhverju sinni skruppum við bræður á gömlum Plymouth-bíl frá Gufudal út Gufufjörð og inn Þorskafjörð að Kinnarstöðum, á traustum ís og í góðu færi. Varðandi þá ferð situr í minni, að við vorum fljótir í för. Tíu ár eru síðan deilur um vegi í Gufudalssveit hófust, þ.e. um svonefnda B-leið. Tuttugu ár síðan svæðisskipulag var samþykkt á þeirri leið. Ástæða er til að rifja upp þann feril þótt ófagur sé.

...
Meira

Áðan þegar umsjónarmaður þessa vefjar var beðinn um að segja frá félagsvist í Tjarnarlundi datt honum í hug að leita í fljótheitum í blöðum (timarit.is) að fyrstu dæmum um nafngiftirnar framsóknarvist og félagsvist, sem báðar hafa verið notaðar um þessa spilamennsku. Löngum hefur því verið trúað, að nafngiftin félagsvist hafi verið fundin upp af pólitískum ástæðum, ef svo má segja. Kannski er eitthvað til í því.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30