Jólahugvekja Matthíasar Jochumssonar
Fyrir hundrað árum skrifaði séra Matthías Jochumsson djarfa grein í blaðið Íslending, fréttablað sem gefið var út á Akureyri. Hann valdi að birta greinina á aðfangadag og nefndi hana Husein Ali, Messías Persa. Í upphafi greinarinnar dregur hann athygli að þjáningunum í Evrópu sem var í greipum fyrri heimsstyrjaldarinnar: Margur maður, margir foreldrar, sem geyma börn sín í hellum og holum, munu á þessum jólum stara tárvotum augum frá hinum blóðugu fjallbygðum á Balkan yfir til stranda Austurheimsins ... „því frá austurátt kemur frelsi þjóðanna“.
...Meira