Vinstri græn á réttri leið
Vinstri græn náðu frábærum árangri í nýliðnum kosningum og sýnir það okkur ótvírætt hve sterkur málstaður og samstaða skila góðum árangri. Hinu höfum við líka kynnst, að sundrung og klofningur meðal vinstri manna er alltaf vatn á myllu hægri aflanna í landinu. Mikill sigur VG Í Norðvesturkjördæmi, þar sem hreyfingin bætir við sig 9,6% fylgi og fer í 18,1%, er afrakstur samstöðu, góðrar og málefnalegrar kosningabaráttu og einnig vinnu baráttuglaðs þingflokks á síðasta kjörtímabili með sinn öflugan formann, Katrínu Jakobsdóttur, í stafni. Það var sárgrætilegt að annar maður á framboðslista VG, Bjarni Jónsson, náði ekki kosningu þrátt fyrir stóraukið fylgi flokksins.
...Meira