Þorpin okkar!
Það eiga margir rætur sínar að rekja til sjávarþorpanna vítt og breitt um landið, þorpanna sem kúra undir fjallshlíðum eða eru við víkur og voga. Þau hafa orðið til og byggst upp vegna hagstæðrar legu sinnar við sjó og góðs aðgengis að gjöfulum fiskimiðum. Í framhaldinu hefur byggst upp góð hafnaraðstaða til að sinna sjávarútveginum ásamt vöru- og þjónustuviðskiptum. Þessi sjávarþorp eiga sér mikla sögu og þar hefur lífið ekki bara verið saltfiskur, þar hafa menning og nýsköpun blómstrað og margir andans menn vaxið úr grasi, lifað og starfað, m.a. rithöfundar, tónlistarmenn, leikarar, frumkvöðlar, vísindamenn, læknar og skólafólk, og stjórnmálamenn hafa talið sér það til tekna að hafa vaxið úr grasi og þroskast í sjávarþorpi.
...Meira