Tenglar

Jólaballi Kvenfélagsins Kötlu, sem áformað var að halda í íþróttahúsinu á Reykhólum síðdegis á morgun, miðvikudag, hefur verið frestað um sólarhring eða til kl. 16 á fimmtudag. Ástæðan er mjög slæm veðurspá. Þó að ekki sé gert ráð fyrir neinni lognmollu í veðrinu næstu daga eru horfurnar þó öllu skárri á fimmtudag. Allir eru velkomnir á ballið, eldri jafnt sem yngri, og aðgangur ókeypis. Dansað verður kringum jólatréð, jólasveinarnir koma í heimsókn, og síðan er öllum boðið upp á kaffi og kökur að hætti Kötlukvenna.

...
Meira
27. desember 2016

Laust starf dýraeftirlitsmanns

Reykhólahreppur auglýsir eftir áhugasömum verktaka í sveitarfélaginu til að taka að sér dýraeftirlit í Reykhólahreppi samkvæmt samþykkt sveitarfélagsins um hunda- og kattahald. Hlutverk dýraeftirlitsmanns er að sjá um almennt eftirlit með framkvæmd samþykktarinnar, svo sem skráningu dýra, eftirliti með lausagangi hunda í þéttbýli og skipulagningu á árlegri dýrahreinsun.

...
Meira
24. desember 2016

Snæbjörn í Hergilsey

1 af 5

Snæbjörn gekk til bæjar og bauð þegar til stofu, og var okkur þegar unninn beini. Kona bónda gekk um beina, en hún var Guðrún Hafliðadóttir frá Svefneyjum, mesta myndarkona eins og hún átti kyn til, því föðurafi hennar var Eyjólfur Einarsson dannebrogsmaður í Svefneyjum. Dóttir þeirra Hergilseyjarhjóna, Ólína, var þá heimasæta forkunnarfríð og myndarleg. Ólína varð síðar kona séra Jóns Þorvaldssonar á Stað á Reykjanesi, mesta mætiskona í sjón og raun.

...
Meira

Vinir og vandamenn allir! Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Við þökkum ykkur samskipti, tryggð og vináttu á árinu sem er að líða. Hátíðarkveðjur. – Árni og Inga, Hótel Bjarkalundi.

...
Meira
24. desember 2016

Húllumhæið

Hér fylgja nokkrar myndir frá „húllumhæinu“ í Hólabúð á Reykhólum sem stóð í tvo tíma að kvöldi Þorláksmessu. Þær voru teknar á fáum mínútum og sýna þess vegna ekki nema lítinn hluta hinna mörgu gesta sem komu og nutu alls konar veitinga og kraftmikillar tónlistar.

...
Meira
1 af 2

Bændur í írska smábænum Ballinrobe voru í essinu sínu þegar þeir efndu til hópaksturs dráttarvéla í þeim tilgangi að safna peningum til góðgerðarmála. Alls tóku 25 dráttarvélar þátt í þessum viðburði, en það sem var merkilegast var að allar voru vélarnar skreyttar ýmiskonar jólaseríum. Hver með sínu sniði óku dráttarvélarnar um göturnar í Ballinrobe og voru sumar með viðhengi eins og rúllubindivél eða vagn og var þá viðhengið líka skreytt. – Skyldu annars írsku bændurnir hafa fyrirmyndina að „skrúðgöngu“ dráttarvéla úr Reykhólasveitinni?

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps verður lokuð á morgun, aðfangadag jóla. Hún verður síðan lokuð milli jóla og nýárs vegna launavinnslu og vinnu við uppgjör. Verður síðan opin mánudaginn 2. janúar með venjulegum hætti. Ef málefni geta ekki beðið má hafa samband við sveitarstjóra í síma 896 3629.

...
Meira
23. desember 2016

Mjólkurframleiðsla má aukast

Mynd: mbl.is/Styrmir Kári.
Mynd: mbl.is/Styrmir Kári.

Kúabændur mega auka mjólkurframleiðslu sína um 5,9% á komandi ári frá því sem var á þessu ári. Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur ákveðið að greiðslumarkið fari upp í 144 milljónir lítra árið 2017 úr 136 milljónum lítra á þessu ári. Þá hækkar framleiðsluskyldan úr 80% af greiðslumarki í 90%, en hún er notuð til að ýta undir eða letja framleiðsluna. Neysluspár gera ráð fyrir aukinni mjólkurvöruneyslu á næsta ári og er hækkunin byggð á þeim.

...
Meira
Kýr í Þýskalandi / Wikimedia Commons.
Kýr í Þýskalandi / Wikimedia Commons.

Þegar rætt er um stöðu kúa innan hjarða er oft litið til þess hve stórar eða frekar kýrnar eru, en í breskri rannsókn var skoðað sérstaklega hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á félagslega stöðu kúa innan hjarða. Þar kom í ljós að mikilvægasti þátturinn sem ræður því hvar kýrnar lenda í hinni mikilvægu félagslegu röð er aldur þeirra og mjög litlu máli skiptir þó að kýrin sé veik eða hafi verið veik. Ef hún er nógu gömul, þá bera hinar virðingu fyrir henni.

...
Meira
Úr Garpsdalskirkju / hþm.
Úr Garpsdalskirkju / hþm.
1 af 3

Fjórar hátíðarmessur verða í Reykhólaprestakalli um jólin. Á jóladag verður messa í Reykhólakirkju kl. 11 og síðan í Garpsdalskirkju kl. 14. Annan í jólum verður messa í Staðarhólskirkju í Saurbæ kl. 14 og síðan í Skarðskirkju á Skarðsströnd kl. 17. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur á Reykhólum messar, organisti er Steinþór Logi Arnarsson og kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30