Tenglar

Lionsdeildin í Reykhólahreppi stendur fyrir söfnun á kertavaxi fyrir Plastiðjuna Bjarg-Iðjulund á Akureyri, sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Fljótlega verður sett upp söfnunarílát fyrir vax við flokkunargámana á sorpsvæðinu á Reykhólum. Þangað til taka Lionsfélagar í héraðinu við vaxi, en ef að líkum lætur hefur talsvert fallið til af því um hátíðarnar.

...
Meira
Félagsheimilið Tjarnarlundur í Saurbæ.
Félagsheimilið Tjarnarlundur í Saurbæ.

Dagskrá Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi fram til vors liggur fyrir. Alla fimmtudaga er dagskrá og kaffi á ýmsum stöðum til skiptis og birtist hér fyrst skrá um þá viðburði. Fyrir neðan eru svo fastir liðir aðra daga vikunnar.

...
Meira
Frá Mannamóti 2016.
Frá Mannamóti 2016.

Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir ferðasýningunni Mannamót 2017 í Reykjavík fimmtudaginn 19. janúar. Tilgangurinn er að auka dreifingu ferðamanna um allt land með því að mynda og efla tengsl milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Þrátt fyrir fjölgun ferðamanna til landsins seinni ár eru enn mörg ónýtt sóknarfæri á landsbyggðinni og ferðaþjónustan þar í stakk búin að taka á móti fleiri gestum.

...
Meira

Eins og nú horfir verða á vormánuðum komnar þrjár hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Reykhólasveit. Hér hefur áður verið greint frá tveimur stöðvum sem væntanlegar eru á Reykhólum (tenglar fyrir neðan). Til viðbótar þessu hefur Árni í Hótel Bjarkalundi keypt hleðslustöð sem þar verður sett upp í maí, eða áður en ferðamannastraumur sumarsins byrjar.

...
Meira
Wikimedia Commons.
Wikimedia Commons.

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Reykhólahreppi, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja í dreifbýli Reykhólahrepps til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.

...
Meira
6. janúar 2017

Ljós í myrkri

Dagrenningunni á þrettándanum, lokadegi jólanna, var heilsað hér á vefnum með glitskýjamyndum, en síðan er hann kvaddur með mynd af ljósum prýddu húsi að Hellisbraut 50. Þó að núna séu jóladagarnir sjálfir að baki er ekki þar með sagt að ljósaskreytingar hverfi eins og hendi sé veifað. Margir leyfa þeim að lifa enn um sinn og lýsa upp tilveruna á meðan skammdegið er ennþá með svartasta móti - þó að það styttist að vísu um sirka eitt hænufet á dag.

...
Meira
6. janúar 2017

Glitský í dagrenningu

Fegurð himinsins ...
Fegurð himinsins ...
1 af 2

Þessar myndir af glitskýjum á austurhimni í dögun tók Ingibjörg Birna Erlingsdóttir fyrir utan Stjórnsýsluhúsið á Reykhólum núna á elleftu stundu fyrir hádegi. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að þau myndast í heiðhvolfinu, gjarnan í 15-30 km hæð. Í þeim eru oft litbrigði sem minna á það sem sjá má í hvítu lagi innan á sumum skeljum (svonefnt perlumóðurlag í perluskeljum) og eru þau á ýmsum tungum nefnd perlumóðurský. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu.

...
Meira
Bjarni Guðmundsson spilar og syngur á fyrstu Ólafsdalshátíðinni sumarið 2008.
Bjarni Guðmundsson spilar og syngur á fyrstu Ólafsdalshátíðinni sumarið 2008.
1 af 3

Hjá Landbúnaðarsafni Íslands er komin út skýrsla um ræktunarminjar í Ólafsdal við Gilsfjörð, sem Ragnhildur Helga Jónsdóttir og Bjarni Guðmundsson unnu í samvinnu við Ólafsdalsfélagið og fyrir atbeina þess með styrk frá Alþingi. Skýrslan gefur hugmynd um þær miklu ræktunarminjar, flestar frá fyrri aldamótum, sem er að finna í Ólafsdal og gera staðinn afar verðmætan í ljósi íslenskrar búnaðarsögu.

...
Meira
4. janúar 2017

Augnlæknir í Búðardal

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni í Búðardal fimmtudaginn 12. janúar. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira

Almanak um póstdreifingu í Reykhólahreppi árið 2017 er komið hér á vefinn. Það má sækja í tengladálkinum vinstra megin (pdf), rétt eins og dagatalið á nýliðnu ári.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30