Tenglar

Mynd: Wikimedia Commons.
Mynd: Wikimedia Commons.

Gjaldskrár fyrir margvíslega þjónustu hjá Reykhólahreppi árið 2017 eru komnar hér inn á vefinn (reiturinn Gjaldskrár allra neðst á síðunni). Þar má nefna útleigu á íþróttahúsi og skóla, Grettislaug, tjaldsvæði, veitur, mötuneyti, bókasafn og fleira. Almennt eru breytingar milli ára miðaðar við vísitölu neysluverðs. Nýlunda er gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds skv. samþykkt um hunda- og kattahald í Reykhólahreppi sem sett var á liðnu hausti. Þar er um að ræða skráningargjöld og árleg leyfisgjöld auk gjalds vegna föngunar.

...
Meira
Skýringarmynd: Morgunblaðið.
Skýringarmynd: Morgunblaðið.

Sala á nautgripakjöti frá innlendum framleiðendum jókst mikið á síðasta ári, eða um rúm 21%. Innflutningur virðist hafa minnkað eitthvað á móti en samt er umtalsverð neysluaukning. Sala á alifuglakjöti jókst einnig verulega og hafa kjúklingar styrkt stöðu sína sem vinsælasta kjötið á markaðnum hér. Hlutdeild þess af innlendri framleiðslu er orðin yfir þriðjungur, auk þess sem talsvert er flutt inn. Seld voru 26.730 tonn af kjöti af öllum tegundum frá innlendum framleiðendum á síðasta ári. Er það liðlega 6% aukning í heildina frá árinu á undan.

...
Meira
Mynd: nissan-global.com.
Mynd: nissan-global.com.

Ísland er annað mesta rafbílaland Evrópu á eftir Noregi. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem teknar hafa verið saman af EAFO, stofnun á vegum Evrópuráðsins sem hefur eftirlit með þróun og útbreiðslu nýrra orkugjafa. Þar kemur fram að á fyrstu ellefu mánuðum nýliðins árs hafi 5,3% nýskráðra bifreiða á Íslandi verið rafbílar. Er þar vísað jafnt til bifreiða sem ganga einvörðungu fyrir rafmagni og tengiltvinnbíla sem ganga fyrir rafmagni og jarðefnaeldsneyti.

...
Meira

Þorrablótið árvissa í íþróttahúsinu á Reykhólum verður haldið núna á laugardagskvöld, 21. janúar, annan dag þorramánaðar. Lionsdeildin í Reykhólahreppi annast matinn að venju. Að loknum skemmtiatriðum leikur hljómsveitin Sue fyrir dansi. Eitthvað ætti fólk í Reykhólahreppi að kannast við einhverja í þeirri ágætu stórsveit ...

...
Meira

Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir er með móttöku vegna leghálssýnatöku á Heilsugæslunni í Búðardal miðvikudaginn 25. janúar. Konum sem hafa fengið bréf frá Leitarstöðinni er boðið að panta tíma. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira

Fyrri hluta (A-hluta) í umsóknarferli Fjarskiptasjóðs vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 lauk núna á miðvikudag. Reykhólahreppur er meðal þeirra 35 sveitarfélaga sem skiluðu inn gögnum. Fáein þessara sveitarfélaga þurfa að ljúka markaðskönnun áður en lokafrestur vegna seinni hlutans (B-hluta) rennur út 26. janúar. Að öðru leyti uppfylla þau öll kröfur til gagna vegna A-hlutans.

...
Meira

Sveitarstjórn Reykhólahrepps ákvað í gær að ráða Torfa Sigurjónsson á Reykhólum í starf dýraeftirlitsmanns í verktöku í samræmi við tillögu umhverfis- og náttúruverndarnefndar. Hlutverk hans verður að sjá um eftirlit með framkvæmd samþykktar um hunda- og kattahald frá liðnu hausti, svo sem skráningu dýra, eftirlit með lausagangi hunda í þéttbýli og föngun þeirra og skipulagningu árlegrar dýrahreinsunar.

...
Meira
Myndir: Kolbrún Lára Mýrdal.
Myndir: Kolbrún Lára Mýrdal.
1 af 5

„Þarna er fólk að vinna ýmsa handavinnu – prjóna, sauma, hekla – og spila á spil, en umfram allt er spjallað og haft gaman. Konur í Reykhólahreppi og Saurbæ eru duglegar að mæta en það hafa líka komið konur m.a. frá Hólmavík og Drangsnesi og alla leið úr Reykjavík. Konur hafa verið í miklum meirihluta, en það hafa læðst nokkrir karlmenn þarna með líka. Einn þeirra lærði að prjóna peysu undir leiðsögn Möggu á Gróustöðum, svo dæmi sé tekið.“

...
Meira
Þórdís Kolbrún. Mynd: Alþingi.
Þórdís Kolbrún. Mynd: Alþingi.

Eflaust vita margir um tengsl eins af nýju ráðherrunum við Reykhólahrepp. Síðan eru væntanlega ýmsir sem þekkja þau ekki: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, er sonardóttir tveggja fyrrverandi sveitarstjóra í Reykhólahreppi, þeirra Guðmundar H. Ingólfssonar heitins og Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur í Mýrartungu II í Reykhólasveit, sem líka var á sínum tíma oddviti Reykhólahrepps.

...
Meira
Breiðfirðingabúð / Já 360.
Breiðfirðingabúð / Já 360.

Hin árlega árshátíð Breiðfirðingafélagsins á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík laugardagskvöldið 21. janúar. Borðhald hefst kl. 19.30 en húsið verður opnað klukkutíma fyrr. Örn Árnason sér um veislustjórn en Hilmar Sverrisson og Kristján Snorrason leika fyrir dansi til klukkan eitt eftir miðnætti. Miðaverð ...

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30