Tenglar

Útsvarsprósentan í Reykhólahreppi á næsta ári verður óbreytt frá þessu ári. Sama er að segja um fasteignaskatt, fráveitugjald og vatnsgjald. Eina breytingin í þessum efnum varðar hækkuð frítekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna fasteignaskatts. Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjórnar í gær.

...
Meira
8. desember 2016

Startpakki á Reykhólum

Sigrún, Ágúst Már og börnin, f.v. Bjarni, Kristján, Hilmar og Ragnhildur.
Sigrún, Ágúst Már og börnin, f.v. Bjarni, Kristján, Hilmar og Ragnhildur.
1 af 4

Þriðji „startpakkinn“ í Reykhólahreppi á þessu ári hefur verið afhentur. Í þessum pökkum sem sveitarfélagið gefur fyrir hönd íbúanna er sitt af hverju sem gott er að eiga fyrir ungbörn. Að þessu sinni kom pakkinn í hlut fjölskyldu á Reykhólum sem fékk líka slíkan pakka fyrir tveimur árum. Barnið sem á hlut að máli er drengur sem fæddist 10. október en var skírður núna á sunnudaginn og hlaut nafnið Hilmar.

...
Meira
8. desember 2016

Sunnudagur til sælu!

Sunnudagurinn 11. desember verður heldur betur skemmtilegur og notalegur hjá okkur hérna í Reykhólaprestakalli, segir sr. Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur á vef prestakallsins. Fyrst hefst jólaball sunnudagaskólans kl. 11 í Reykhólakirkju. Jólasveinninn kemur og dansar með okkur í kringum jólatréð, við heyrum jólasögu og syngjum saman jólalög við harmonikkuleik. Aðventuhelgistund í Barmahlíð hefst kl. 15 og ætlum við að heyra guðspjallið og syngja saman jólalög. Aðventukvöld hefst svo kl. 17 í Reykhólakirkju og þar munum við heyra jólasögu, syngja saman jólalög og hlusta á hugvekju um góðverk.

...
Meira

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða fyrir árið 2017. Hægt er að sækja um verkefnastyrki til menningarmála, styrki til atvinnu- og nýsköpunarverkefna, og stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Umsóknarfrestur er til 9. janúar.

...
Meira

Piparkökuhús og piparkökufólk voru til sýnis á fullveldisskemmtun Reykhólaskóla, eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja. Krakkarnir í 1.-4. bekk sköpuðu fólkið (þetta heita víst piparkökukarlar, en hvar er þá jafnréttið?). Krakkarnir í 5.-10. bekk byggðu húsin og sáu um hönnun og útfærslu. Við baksturinn og skreytingar nutu ungmennin góðrar hjálpar frá Rebekku Eiríksdóttur myndmenntakennara og Ásu Fossdal heimilisfræðikennara.

...
Meira
7. desember 2016

Startpakki í Gufudal

Erna og Björgvin í Gufudal með Maríu Fanndísi litlu og gjöfina. Mynd: SRB.
Erna og Björgvin í Gufudal með Maríu Fanndísi litlu og gjöfina. Mynd: SRB.

Fyrir nokkru skrapp Sandra Rún Björnsdóttir fyrir hönd sveitarstjórnar til Ernu og Björgvins í Gufudal og afhenti þeim „startpakka“ frá íbúum Reykhólahrepps fyrir Maríu Fanndísi dóttur þeirra. Hún fæddist að vísu 16. ágúst, en betra er seint en aldrei! Startpakkarnir sem sveitarfélagið gefur eru beint framhald af því merkilega og fræga framtaki Andreu Björnsdóttur á Skálanesi, oddvita Reykhólahrepps síðasta kjörtímabil, að prjóna peysur á öll börn sem fæddust inn í sveitarfélagið.

...
Meira

Kveikt var á jólatré Reykhólahrepps við Barmahlíð á Reykhólum rétt í birtingu í morgun, og tréð er eins og vænta mátti innan af Barmahlíð. Börn og fullorðnir gengu kringum þennan „einiberjarunn“ og sungu og jólasveinarnir Hurðaskellir og Gluggagægir útdeildu jólaeplum og mandarínum. Þeir bræður villtust á leiðinni að heiman í Vaðalfjöllum og Guðmundur á Grund kom auga á þá á fjallsbrúninni fyrir ofan. Hann hjálpaði þeim niður og ók þeim síðan til fundar við tréð og gestina á dráttarvél frá landnámsöld.

...
Meira
1 af 3

Fyrir nokkrum dögum settu starfsmenn Reykhólahrepps upp útilýsingu á kennsluálmu Reykhólaskóla. Þetta eru LED-ljós sem breyta vissulega svipmóti skólans í skammdeginu.

...
Meira

Minnt skal á tvo viðburði á Reykhólum á morgun, þriðjudag. Milli kl. 15 og 17 verður frí blóðsykursmæling í boði Lions, jafnframt því sem jólavörur klúbbsins verða til sölu. Um kvöldið kl. 20 verður síðan efnt til skákmóts, þar sem allir eru velkomnir.

...
Meira

Í Hólabúð á Reykhólum liggur frammi listi líkt og í fyrra þar sem fólk getur pantað hátíðamat fyrir jólin og áramótin, hvort heldur um er að ræða hamborgarhryggi, kalkún, bayonneskinku, hangikjöt eða hvað sem er annað. Þau Ása og Reynir í Hólabúð vilja koma því á framfæri, að panta þarf sem fyrst og í síðasta lagi fimmtudaginn 15. desember svo að veisluföngin nái á Reykhóla í tæka tíð.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30