Tenglar

Skúli Gautason.
Skúli Gautason.

Á Reykhólum verður undir kvöld núna á miðvikudag boðið upp á örstutt námskeið í gerð styrkumsókna, en á miðnætti mánudagsins eftir viku rennur út umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða. Skúli Gautason menningarfulltrúi heldur námskeiðið og býður spjall og ráðgjöf í kjölfarið. „Ef það blundar í þér skemmtileg hugmynd er einboðið að koma og vita hvort það er ekki hægt að hrinda henni í framkvæmd.“

...
Meira
1 af 2

Reykhólahreppur er eitt sex sveitarfélaga sem ráðherra atvinnumála veitir styrki vegna hleðslustöðva fyrir rafbíla. Hin sveitarfélögin eru öllu fjölmennari: Árborg, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslags-málum og miðar að því að gert verði átak í eflingu innviða fyrir rafbíla á landsvísu til að tryggja aðgengi sem flestra landsmanna að loftslags-vænum samgöngumáta.

...
Meira
30. desember 2016

Venni áttræður

Óli Már, Halldór og Áshildur.
Óli Már, Halldór og Áshildur.

Áttræður er í dag Halldór D. Gunnarsson í Króksfjarðarnesi (jafnan kallaður Venni í daglegu tali). Hann er frá Gilsfjarðarmúla ekki langt þar fyrir innan, einn ellefu systkina sem öll komust til fullorðinsára og reyndar miklu meira. Venni starfaði nánast alla tíð í Króksfjarðarnesi, fyrst hjá Kaupfélagi Króksfjarðar og síðan sem bankaútibússtjóri í áratugi.

...
Meira
Súlurit: Morgunblaðið.
Súlurit: Morgunblaðið.

Útlit er fyrir að mjólkurbílar flytji 150,6 milljónir lítra mjólkur frá kúabændum hérlendis á árinu sem nú er að ljúka eða 4,6 milljón lítrum meira en á árinu 2015 sem var metár. Kýr hafa því skilað meiri framleiðslu en nokkru sinni áður. Þótt salan aukist stöðugt verður framleiðslan í ár töluvert yfir þörfum innanlandsmarkaðar. Mikil aukning var í mjólkurframleiðslu framan af ári enda var hún þá frjáls, kvótinn var aftengdur og menn fengu fullt verð fyrir alla framleiðslu. Um mitt ár var farið að innheimta innvigtunargjald til að hamla á móti aukningunni og hefur dregið úr framleiðslu seinni hluta ársins.

...
Meira
Mynd: Dimmalætting / Jens Kr. Vang.
Mynd: Dimmalætting / Jens Kr. Vang.

Okkur langar til að vekja athygli á því sem við hrintum af stað á Facebookarsíðu sem hét áður Færeyingar: Við biðjumst afsökunar en heitir núna Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Þessi síða var stofnuð í lok ágúst 2014 vegna Nærabergsmálsins. Þá söfnuðust á fjórtánda þúsund læk á síðuna á tæpum tveimur sólarhringum og studdu þar með kröfuna um að Nærabergið fengi að leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn og fengi þá þjónustu sem skipið og áhöfn þurftu á að halda.

...
Meira

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi, sem er eins og venjulega í húsi hennar að Suðurbraut 5 á Reykhólum (beint á móti gámasvæðinu), verður opin kl. 13-22 föstudaginn 30. desember og kl. 10-14 á gamlársdag.

...
Meira
29. desember 2016

Vindar í beinni ...

Áhugafólk um vinda skal minnt á tengilinn Vindar í beinni í dálkinum hér hægra megin á síðunni, þar sem sjá má vinda um alla jörðina á hverjum tíma. Þarna er myndin stillt þannig að Ísland er í miðjunni, en með snertingu er hægt að snúa jarðarkringlunni eftir hentugleikum og jafnframt þysja inn og út. Í dálkinum eru fleiri matarholur hvað varðar veður og færð á vegum.

...
Meira
1 af 3

Aðeins þrisvar síðasta áratuginn eða svo, ef rétt er munað (leiðréttið hérna í athugasemdunum ef rangt er munað), hefur blásið öllu meira í Reykhólahreppi en í dag, þ.e. 25.-26. janúar 2012, 29. desember 2012 og 20. mars 2014. Líklega er og verður áhlaupið mikla í janúarmánuði fyrir tæpum fimm árum ýmsum lengi minnisstætt (sjá hér neðar).

...
Meira
28. desember 2016

Áramótabrennan á Reykhólum

Áramótabrenna verður sem endranær neðan við þorpið á Reykhólum á gamlárskvöld, með venjulegum fyrirvara um veður. Kveikt verður í kestinum klukkan hálfníu. Fólk er beðið um að klæða af sér kuldann, hafa með sér góða skapið og öryggisgleraugu og jafnvel líka eitthvað svalandi að drekka ef vill.

...
Meira
28. desember 2016

Félagsvist í Tjarnarlundi

Félagsheimilið Tjarnarlundur.
Félagsheimilið Tjarnarlundur.

Félagsvist verður spiluð í Tjarnarlundi í Saurbæ á föstudagskvöld, 30. desember, og hefst kl. 20. Spjaldið kostar kr. 700 og þar sem ekki er posi á staðnum er nauðsynlegt að hafa með sér reiðufé. Sjoppa í hléi.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30