Tenglar

16. desember 2016

Sala á mjólkurafurðum eykst

Samkvæmt nýútkomnu yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var sala á fitugrunni 138,4 milljónir lítra síðustu 12 mánuði (desember 2015-nóvember 2016). Það er aukning frá fyrra ári um 3,7%. Síðustu þrjá mánuði (september-nóvember 2016) nam söluaukningin 6,8% miðað við sama tímabil fyrir ári. Sala á próteingrunni undanfarna 12 mánuði var 128,9 milljónir lítra, sem er aukning um 5,5% frá árinu á undan. Ef litið er til síðustu þriggja mánaða nam söluaukningin á próteingrunni 6,6%.

...
Meira
Mynd bbl.is.
Mynd bbl.is.

Sala á íslensku kindakjöti hefur verið ágæt undanfarin misseri og ár. Birgðir í upphafi sláturtíðar 2016 voru minni en á sama tíma árið á undan. Samkvæmt tölum MAST jókst sala á kindakjöti 2012 til 2014 en dróst lítillega saman 2015. Á fyrsta ársfjórðungi 2016 varð hins vegar 25,1% söluaukning. Í júní jókst salan um 5,6% miðað við sama mánuð á síðasta ári. Sala til veitingastaða innanlands hefur aukist samfara markaðsstarfi gagnvart erlendum ferðamönnum sem hófst í sumar.


Lambakjötsneysla á mann á Íslandi er með því mesta sem þekkist. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup og Klúbbs matreiðslumeistara telja um 74% að lambakjöt og lambakjötsréttir séu þjóðarréttur Íslendinga. Alþjóðlegur samanburður á smásöluverði sýnir jafnframt að verð á lambakjöti til neytenda er mjög lágt hér á landi.

...
Meira
16. desember 2016

Telur leið Þ-H slæman kost

Loftmyndir ehf. / Morgunblaðið.
Loftmyndir ehf. / Morgunblaðið.

Umhverfisstofnun telur að leið Þ-H, sem Vegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur verði lagður eftir um Gufudalssveit, sé einn af verri kostunum sem til skoðunar eru með tilliti til umhverfisáhrifa. Leið Þ-H muni hafa umtalsverð og neikvæð umhverfisáhrif í för með sér. Það er vegna mikils rasks í birkiskóginum Teigsskógi, sem talinn er sérstæður og vistfræðilega mikilvægur.


„Áhrif á Teigsskóg eru óafturkræf og telur Umhverfisstofnun að leið Þ-H sé að vissu leyti verri kostur en aðrar línur sem til álita hafa komið um Teigsskóg þar sem leið Þ-H liggur á kafla talsvert hærra í landi en fyrri línur og kallar því á auknar skeringar og fyllingar,“ segir í umsögn Umhverfisstofnunar til Skipulagsstofnunar.

...
Meira
Alexandra Chernyshova / Ísmús.
Alexandra Chernyshova / Ísmús.
1 af 2

Breiðfirðingakórinn syngur inn jólin á tónleikum í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík á sunnudagskvöld, 18. desember. Kórstjóri er Julian Hewlett, Alexandra Chernyshova syngur einsöng en meðleikari er Renata Ivan. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Miðar í forsölu ...

...
Meira
13. desember 2016

Póstdagar í Reykhólahreppi

Mynd: Íslandspóstur.
Mynd: Íslandspóstur.

Síðasta póstferð í Reykhólahreppi fyrir jól er á Þorláksmessu og síðan eru tveir póstdagar milli jóla og nýárs. Töflu um póstdaga má finna hér (með fyrirvara um veður og færð) og jafnframt í tengladálkinum vinstra megin á síðunni (Póstur 2016, rauður kassi).

...
Meira
Verslunarhúsið eftir stækkun. Tölvuteikning: Jón Steinar Ragnarsson.
Verslunarhúsið eftir stækkun. Tölvuteikning: Jón Steinar Ragnarsson.

Í framkvæmdaáætlun Reykhólahrepps fyrir næsta ár er stækkun verslunarhússins að Hellisbraut 72 á Reykhólum stærsta einstaka verkið. Húsið er í eigu sveitarfélagsins en verslunin hefur það á leigu. Af öðrum framkvæmdum á árinu 2017 má nefna ...

...
Meira
Teikning: Bjarni Guðmundsson.
Teikning: Bjarni Guðmundsson.

Þegar innifóðrun sauðfjár óx að magni og tími sauðamanna styttist ágerðist þörfin fyrir það að hafa nokkra stjórn á slæðingi heys úr jötum fjárins. Ær eru þeirrrar náttúru eins og fleiri að vilja kanna fæðuúrvalið og trúa því gjarnan að betra hey bíði á öðrum stað jötunnar en þær eru staddar við hverju sinni. Hugsandi með vömbinni einni og gúlann fullan af heyi eiga þær til að slæða illilega og fordjarfa þannig guðs gjöfum og svitastorkinni fyrirhöfn bóndans og þýðis hans á hásumri. Snyrtimenni vildu ekki una þessu og gripu til ýmissa gagnráðstafana.

...
Meira

Í fjárhagsáætlun Reykhólahrepps, sem samþykkt var við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær, er gert ráð fyrir 28 milljóna króna hagnaði af rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess á næsta ári. Heildartekjur samstæðunnar eru áætlaðar 520 milljónir, launagreiðslur 297 milljónir, annar rekstrarkostnaður 175 milljónir og afskriftir og fjármagnsliðir 20 milljónir.

...
Meira
Púttað í frisbígolfi / reykjavik.is.
Púttað í frisbígolfi / reykjavik.is.

Sveitarstjórn ákvað í gær að veita Umf. Aftureldingu í Reykhólahreppi fjárstyrk til að koma upp frisbígolfvelli (folfvelli). Um leið var heimilað að hann verði í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum.

...
Meira
Veitingasalurinn og afgreiðslan í Nesi.
Veitingasalurinn og afgreiðslan í Nesi.
1 af 3

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti í gær aukinn stuðning við Handverksfélagið Össu. Vonast er til að það megi styrkja rekstur og þjónustu upplýsingamiðstöðvarinnar í Króksfjarðarnesi og hægt verði að hafa hana opna lengur en verið hefur.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30