Kvöldafgreiðsla og nýjar bækur
Bókasafnið á Reykhólum (Héraðsbókasafn Reykhólahrepps) verður opið kl. 20-21 núna á miðvikudagskvöld, 7. desember. Nýjar bækur komnar og allir velkomnir að kíkja.
...Meira
Bókasafnið á Reykhólum (Héraðsbókasafn Reykhólahrepps) verður opið kl. 20-21 núna á miðvikudagskvöld, 7. desember. Nýjar bækur komnar og allir velkomnir að kíkja.
...Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2016, en þeim verður núna úthlutað fimmta árið í röð. Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum. Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, svo sem björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir, eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.
...Fólk sem vill koma einu eða öðru á framfæri hér á vef Reykhólahrepps er beðið að nota netfangið vefstjori@reykholar.is eins og verið hefur frá upphafi, frekar en vinnunetföng einstakra starfsmanna á skrifstofu. Það hefur ekkert breyst (sjá neðst til vinstri á síðunni, þar nægir að smella á netfangið til að póstglugginn spretti upp). Fylgst er með pósti í það netfang alla daga, jafnt helga daga sem virka.
...Samþykkt var á Kirkjuþingi fyrir skömmu að sameina Reykhólasókn og Gufudalssókn í Reykhólaprestakalli í eina sókn með heitinu Gufudals- og Reykhólasókn og tók sameiningin gildi núna um mánaðamótin. Fram kom að sameiningin feli í sér fjárhagslegt hagræði og einföldun og henni fylgi enginn kostnaður. Við þetta fækkar sóknum í Reykhólaprestakalli úr sex í fimm, þar af þrjár í Reykhólahreppi.
...Komandi þriðjudaga klukkan 20 ætlum við að tefla okkur til ánægju í föndurherberginu á efri hæð Barmahlíðar, segir hinn gamalkunni og margreyndi skákmaður Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli). Þeir sem eiga töfl og klukkur taki þau með.
...Á þriðjudaginn, 6. desember kl. 15-17, verður Helga Garðarsdóttir hjúkrunarforstjóri með fría blóðsykursmælingu í boði Lions í borðsal Reykhólaskóla. Jólavörur Lionsklúbbsins verða til sölu á sama stað og tíma.
...Hið árlega fullveldiskaffi Reykhólaskóla verður núna á föstudagskvöld, 2. desember, í íþróttasal Reykhólaskóla. Húsið opnað kl. 19, sýning hefst kl. 19.30 og skemmtun lýkur kl. 22.30. Kaffiveitingar í höndum Foreldrafélags Reykhólaskóla. Miðaverð:
...Minnt skal á íbúafund um fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir næsta ár sem verður í matsal Reykhólaskóla í kvöld, miðvikudag, og hefst kl. 17. Farið verður yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og kynntir helstu málaflokkar í rekstri sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að koma á fundinn, kynna sér málefni sveitarfélagsins og taka þátt í umræðum.
...Tvö af systkinunum frá Gautsdal, þau Karl og Bryndís Kristjánsbörn (Kalli á Kambi og Dísa) fluttu á jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi í gær ýmsar tækifærisvísur eftir móður sína, Guðbjörgu Karlsdóttur (Guggu í Gautsdal). Aðallega voru þetta stökur úr dagsins önn, vísur um lífið og tilveruna, vísur um barnabörnin og afmælisvísur. Auk fjölda fólks á markaðinum voru þarna saman komin öll börn þeirra Gautsdalshjóna, Guðbjargar og Kristjáns Sigvalda Magnússonar.
...Á seinni degi jólamarkaðarins í Króksfjarðarnesi var Björgunarsveitinni Heimamönnum afhentur ágóði af nytjamarkaði Handverksfélagsins Össu sem þar er rekinn á sumrin. Að þessu sinni var um að ræða 60 þúsund krónur, sem fara upp í kaup á fjarskiptabúnaði fyrir björgunarsveitina. Brynjólfur Smárason, formaður Heimamanna, tók við gjafabréfinu úr hendi Sveins Ragnarssonar í stjórn Össu. Á liðnum árum hefur ágóði af nytjamarkaði Össu runnið til ýmissa félaga og annarra samfélagsmála í héraðinu.
...