Tenglar

Úr bókasafninu á Reykhólum.
Úr bókasafninu á Reykhólum.

Bókasafnið á Reykhólum (Héraðsbókasafn Reykhólahrepps) verður opið kl. 20-21 núna á miðvikudagskvöld, 7. desember. Nýjar bækur komnar og allir velkomnir að kíkja.

...
Meira
Frá síðustu afhendingu styrkja OV.
Frá síðustu afhendingu styrkja OV.

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2016, en þeim verður núna úthlutað fimmta árið í röð. Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum. Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, svo sem björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir, eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.

...
Meira

Fólk sem vill koma einu eða öðru á framfæri hér á vef Reykhólahrepps er beðið að nota netfangið vefstjori@reykholar.is eins og verið hefur frá upphafi, frekar en vinnunetföng einstakra starfsmanna á skrifstofu. Það hefur ekkert breyst (sjá neðst til vinstri á síðunni, þar nægir að smella á netfangið til að póstglugginn spretti upp). Fylgst er með pósti í það netfang alla daga, jafnt helga daga sem virka.

...
Meira
Gufudalskirkja.
Gufudalskirkja.
1 af 2

Samþykkt var á Kirkjuþingi fyrir skömmu að sameina Reykhólasókn og Gufudalssókn í Reykhólaprestakalli í eina sókn með heitinu Gufudals- og Reykhólasókn og tók sameiningin gildi núna um mánaðamótin. Fram kom að sameiningin feli í sér fjárhagslegt hagræði og einföldun og henni fylgi enginn kostnaður. Við þetta fækkar sóknum í Reykhólaprestakalli úr sex í fimm, þar af þrjár í Reykhólahreppi.

...
Meira
2. desember 2016

Skákkvöld á Reykhólum

Jón Kristinsson og Dalli eigast við.
Jón Kristinsson og Dalli eigast við.

Komandi þriðjudaga klukkan 20 ætlum við að tefla okkur til ánægju í föndurherberginu á efri hæð Barmahlíðar, segir hinn gamalkunni og margreyndi skákmaður Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli). Þeir sem eiga töfl og klukkur taki þau með.

...
Meira
1. desember 2016

Blóðsykursmæling fyrir alla

Mynd: NetDoktor.de.
Mynd: NetDoktor.de.

Á þriðjudaginn, 6. desember kl. 15-17, verður Helga Garðarsdóttir hjúkrunarforstjóri með fría blóðsykursmælingu í boði Lions í borðsal Reykhólaskóla. Jólavörur Lionsklúbbsins verða til sölu á sama stað og tíma.

...
Meira
30. nóvember 2016

Fullveldiskaffi Reykhólaskóla

Hið árlega fullveldiskaffi Reykhólaskóla verður núna á föstudagskvöld, 2. desember, í íþróttasal Reykhólaskóla. Húsið opnað kl. 19, sýning hefst kl. 19.30 og skemmtun lýkur kl. 22.30. Kaffiveitingar í höndum Foreldrafélags Reykhólaskóla. Miðaverð:

...
Meira
Fjallkonan á hundrað króna seðli. Útgefinn 1929 og var í gildi til 1939.
Fjallkonan á hundrað króna seðli. Útgefinn 1929 og var í gildi til 1939.

Minnt skal á íbúafund um fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir næsta ár sem verður í matsal Reykhólaskóla í kvöld, miðvikudag, og hefst kl. 17. Farið verður yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og kynntir helstu málaflokkar í rekstri sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að koma á fundinn, kynna sér málefni sveitarfélagsins og taka þátt í umræðum.

...
Meira
Guðbjörg og Kristján Sigvaldi í Gautsdal ásamt börnum sínum, f.v. Unnur Björg, Bryndís, Karl, Magnús og Eygló Baldvina.
Guðbjörg og Kristján Sigvaldi í Gautsdal ásamt börnum sínum, f.v. Unnur Björg, Bryndís, Karl, Magnús og Eygló Baldvina.
1 af 4

Tvö af systkinunum frá Gautsdal, þau Karl og Bryndís Kristjánsbörn (Kalli á Kambi og Dísa) fluttu á jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi í gær ýmsar tækifærisvísur eftir móður sína, Guðbjörgu Karlsdóttur (Guggu í Gautsdal). Aðallega voru þetta stökur úr dagsins önn, vísur um lífið og tilveruna, vísur um barnabörnin og afmælisvísur. Auk fjölda fólks á markaðinum voru þarna saman komin öll börn þeirra Gautsdalshjóna, Guðbjargar og Kristjáns Sigvalda Magnússonar.

...
Meira
Brynjólfur Smárason tók við gjafabréfinu úr hendi Sveins á Svarfhóli.
Brynjólfur Smárason tók við gjafabréfinu úr hendi Sveins á Svarfhóli.

Á seinni degi jólamarkaðarins í Króksfjarðarnesi var Björgunarsveitinni Heimamönnum afhentur ágóði af nytjamarkaði Handverksfélagsins Össu sem þar er rekinn á sumrin. Að þessu sinni var um að ræða 60 þúsund krónur, sem fara upp í kaup á fjarskiptabúnaði fyrir björgunarsveitina. Brynjólfur Smárason, formaður Heimamanna, tók við gjafabréfinu úr hendi Sveins Ragnarssonar í stjórn Össu. Á liðnum árum hefur ágóði af nytjamarkaði Össu runnið til ýmissa félaga og annarra samfélagsmála í héraðinu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30