Tenglar

Hinn árlegi jólamarkaður í Króksfjarðarnesi verður eins og venjulega fyrstu helgina í aðventu, sem að þessu sinni er dagana 26. og 27. nóvember. Opið verður báða dagana kl 13-17. Til sölu verður ýmiss konar fallega unnið handverk, bækur, jólakort, jólapappír og fleira og fleira. Kaffi og meðlæti verður einnig til sölu. Þau félagasamtök sem þegar hafa staðfest þátttöku eru Handverksfélagið Assa, Lionsdeildin á Reykhólum, Björgunarsveitin Heimamenn, Krabbameinsfélag Breið-firðinga og Kvenfélagið Katla. Þau félög, samtök eða einstaklingar sem vilja vera með mega endilega hafa samband.

...
Meira
16. nóvember 2016

Dagatalið fyrir árið 2017

1 af 2

Kvenfélagið Katla er með til sölu dagatal fyrir árið 2017 með myndum sem heimafólk hefur tekið í Reykhólahreppi. Það kostar aðeins 2.000 krónur og tilvalið í jólagjöfina. Hægt er að kaupa það í Hólabúð á Reykhólum, hjá Erlu í Mýrartungu, Söndru Rún á Reykhólum og Málfríði á Hríshóli. Einnig verður það til sölu hjá Össu í Króksfjarðarnesi helgina 26.-27. nóvember.

...
Meira

Loksins er veturinn að ganga í garð og fyrsti snjórinn féll á jörð á Reykhólum í fyrrinótt. Veðurspáin fyrir morgundaginn og annað kvöld er slæm, og þess vegna hefur verið ákveðið að fresta áður auglýstum pítsudegi Nemendafélags Reykhólaskóla um tæpa viku, eða fram á miðvikudagskvöldið 23. nóvember. Annað stendur óbreytt – sjá tengil á nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

...
Meira
Friðrik Valdimar afhendir Ingibjörgu Birnu sveitarstjóra hleðslustöðina.
Friðrik Valdimar afhendir Ingibjörgu Birnu sveitarstjóra hleðslustöðina.

Ekki hefur verið ákveðið hvar hleðslustöðinni fyrir rafbíla verður komið fyrir, en það verður a.m.k. á einhverju húsi á Reykhólum í eigu sveitarfélagsins, væntanlega í byrjun nýs árs. Á myndinni er Friðrik Valdimar Árnason, orkuráðgjafi hjá Orkusölunni, að afhenda Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra búnaðinn.

...
Meira
Jensína á afmælinu sínu á fimmtudag.
Jensína á afmælinu sínu á fimmtudag.

Jensína Andrésdóttir frá Þórisstöðum við Þorskafjörð varð 107 ára þann 10. nóvember. Hún er næstelsti Íslendingurinn, fædd á Þórisstöðum í Gufudalssókn árið 1909 og alin þar upp. Systkinin voru fimmtán. Öll nema eitt náðu fullorðinsaldri og urðu þau, önnur en Jensína, frá 52 til 94 ára.

...
Meira
Frá hagyrðingakvöldi í Breiðfirðingabúð fyrir nokkrum árum. Ljósm. bf.is.
Frá hagyrðingakvöldi í Breiðfirðingabúð fyrir nokkrum árum. Ljósm. bf.is.

Barðstrendingafélagið og Breiðfirðingafélagið eiga að þessu sinni eins og undanfarin ár samvinnu um breiðfirskt hagyrðingakvöld, sem verður í Breiðfirðingabúð við Faxafen á fimmtudagskvöld, 17. nóvember, og hefst kl. 20. Hagyrðingar kvöldsins verða Einar Óskarsson, Hjörtur Þórarinsson, Hlíf Kristjánsdóttir, Jóhannes Geir Gíslason, Ólína Gunnlaugsdóttir og Ragnheiður Þóra Ragnarsdóttir (hugsanlega fleiri). Auk þess mun Guðmundur Arnfinnsson senda vísur. Stjórnandi verður Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.

...
Meira
1 af 2

„Mér finnst þetta glæsilegt dæmi um það hvernig menn mættu erfiðleikum í atvinnurekstri. Þegar brestur varð í markaði sauðasölunnar undir lok nítjándu aldar duttu bændur ofan á þá lausn að reyna sölu á smjöri til útlanda,“ segir Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands. Hann hefur sent frá sér bók um sögu Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum. Skoðun Bjarna á þessari sögu leiðir ýmislegt fleira athyglisvert í ljós.

...
Meira
11. nóvember 2016

Pítsudagur hjá Nemendafélaginu

Hefðbundinn pítsudagur Nemendafélags Reykhólaskóla (sem er ein af fjáröflunarleiðum þess) verður í borðsal skólans kl. 18-21 á fimmtudag í komandi viku (17. nóvember). Hægt verður að panta pítsu bæði til að taka með sér eða borða á staðnum. Tekið er við pöntunum frá kl. 11 daginn áður í síma 698 2559. Líka er hægt að panta í netfanginu johanna@reykholaskoli.is frá og með mánudegi. Ef pantað er í netpósti þarf að taka fram hver pantar, hvenær pítsan verður sótt og hvort hún verður etin á staðnum eða tekin með heim.

...
Meira

Skráningarfrestur á kynningar- og umræðufund fyrir ungt fólk um sameiginlega framtíðarsýn fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð rennur út núna á sunnudaginn. Fundurinn verður í Reykjavík á fimmtudag. Hann er ætlaður fólki á aldrinum 16-30 ára frá sveitarfélögunum þremur, sem býr á höfuðborgarsvæðinu eða þar í grennd eða er statt á þeim slóðum. Ungmenni sem annað hvort búa í þessum sveitarfélögum eða annars staðar á landinu eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomin líka.

...
Meira
11. nóvember 2016

Heyrúllur fluttar á afrétt

Skjáskot úr myndinni.
Skjáskot úr myndinni.
1 af 2

Böðvar Jónsson, skógræktar- og landgræðslumaður í Skógum í Þorskafirði, sendi vefnum slóð á tæplega fimm mínútna mynd frá Landgræðslu ríkisins með heitinu Bændur í Biskupstungum fara með heyrúllur á Biskupstungnaafrétt. Og hann spyr: Er þetta eitthvað sem mundi vekja áhuga bænda og búaliðs í Reykhólahreppi og nágrenni?

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30