Tenglar

Þorgeir Pálsson.
Þorgeir Pálsson.

Man einhver eftir því að einhver ríkisstjórn á Íslandi hafi tekið þá pólitísku ákvörðun að viðhalda byggð á landsbyggðinni, óháð kostnaði? Man einhver eftir því að stjórnmálamenn hafi horft á allt landið sem sinn starfsvettvang og horft lengra fram í tímann en fjögur ár? Man einhver eftir því að jákvæð umræða um landsbyggðina hafi skyggt á þá neikvæðu? Það væri gaman að vita það, svona okkur öllum til fróðleiks. Landsbyggðin skiptir miklu máli fyrir landið allt.

...
Meira
1 af 26

Vel á þriðja hundrað manns komu á síðustu dagskrá Reykhóladaga, sem var í Króksfjarðarnesi (í daglegu tali Nes) seinnipartinn í gær. Félagar úr harmonikufélaginu Nikkólínu spiluðu og sköpuðu yndislega stemmningu alveg frá upphafi vöffluhlaðborðs klukkan 14. Tuttugu og fimm krakkar tóku þátt í kassabílakeppninni. Allir fengu viðurkenningarskjal, lítinn bikar og Reykhóladagabol. Viðurkenningu fyrir flottasta bílinn hlaut Kolbeinn Óskar Bjarnason í Klettaborg. Sigurvegarar í yngri flokki voru bræðurnir Bjarni og Kristján Ágústssynir á Reykhólum. Sigurvegarar í eldri flokki voru vinirnir Sindri Sveinsson úr Reykjavík og Björn Gylfi Björnsson úr Kópavogi (ömmu- og afastrákur Hönnu og Gylfa heitins á Reykhólum). Sigurvegarar í báðum flokkum fengu töskur og sólgleraugu frá Landsbankanum.

...
Meira
Ásbjörn Egilsson blés ekki úr nös. Myndirnar tók Jóhanna Ösp.
Ásbjörn Egilsson blés ekki úr nös. Myndirnar tók Jóhanna Ösp.
1 af 7

Um þrjátíu manns á ýmsum aldri tóku þátt í Reykhóladagahlaupinu að morgni laugardags. Lengsta vegalengdin var 15 km frá Bjarkalundi út á Reykhóla eða 71% af hálfmaraþoni. Fyrstur í mark á þeirri leið var Ásbjörn Egilsson verkfræðingur frá Mávavatni á tímanum 1.08,29. Allir fengu medalíu að launum fyrir þátttökuna.

...
Meira
25. júlí 2016

Landið allt í byggð!

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson.

Einn af þeim málaflokkum sem ég er að takast á við þessa dagana eru byggðamál. Þrátt fyrir góðan vilja hefur ekki tekist með fullnægjandi hætti að sporna við þeim raunveruleika, að sumar byggðir í landinu þurfi stanslaust að standa í baráttu við að verja sinn hlut og berjast gegn því að þjónusta minnki og fólki fækki. Þessu þarf að breyta. Við Íslendingar erum hins vegar ekki eina þjóðin sem glímir við þennan vanda. Um allan heim hefur þessi þróun átt sér stað og því ekki úr vegi að líta á hvaða úrræði hafa gagnast vel þar.

...
Meira

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps var fyrri umræða um ársreikning hreppsins fyrir síðasta ár. Lagðir voru fram endurskoðaðir ársreikningar hreppsins og stofnana hans og hafa þeir verið birtir hér á vefnum. Hagur sveitarfélagsins er góður og hefur enn batnað milli ára. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2015 námu 480,2 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 441,8 millj. kr. Rekstrartekjur A-hluta námu 337,9 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 294 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt rekstrarreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 33,5 millj. kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 12,8 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu.

...
Meira

Straumlaust verður í nótt, aðfaranótt þriðjudags, í Reykhólasveit frá Mýrartungu að Reykhólum og í Gufudalssveit, vegna vinnu við spennistöðvar. Rafmagnsleysið verður frá miðnætti í sirka tvo tíma.

...
Meira
24. júlí 2016

Spaðaball í Flatey

Þarna verður Spaðaballið að venju. Myndina tók Árni Geirsson.
Þarna verður Spaðaballið að venju. Myndina tók Árni Geirsson.
1 af 2

Hljómsveitin góðkunna og gamalkunna Spaðar spilar á balli á Hótel Flatey um verslunarmannahelgina, nánar tiltekið á laugardagskvöldið, 30. júlí. Ekki er ósennilegt að þetta verði eina skiptið sem Spaðarnir koma fram á þessu ári, en þeir mega teljast nokkuð hagvanir í Flatey á Breiðafirði. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það að spila í Flatey,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Spaðamaður í samtali við Reykhólavefinn fyrir nokkrum árum.

...
Meira
Króksfjarðarnes, við hliðið að Reykhólahreppi að sunnanverðu.
Króksfjarðarnes, við hliðið að Reykhólahreppi að sunnanverðu.

Síðasti liðurinn á Reykhóladögum 2016, og ekki sá veigaminnsti, verður í Króksfjarðarnesi á morgun, sunnudag. Þar verður vöffluhlaðborð frá kl. 14 en prógrammið byrjar kl. 15: Kassabílakeppni, kökukeppni (með rabarbara! - verðlaun), og lifandi tónlist.

...
Meira
Reykhólakirkja. Ljósm. hþm.
Reykhólakirkja. Ljósm. hþm.

Síðasti dagskrárliður Reykhóladaga sem fram fer á Reykhólum er léttmessa í Reykhólakirkju kl. 13 á morgun, sunnudag. „Við munum syngja með yndislega kórnum okkar létt og skemmtileg lög og sálma undir harmonikkuleik. Hugleiðing dagsins mun fjalla um ríkidæmi augnabliksins og hvetjum við alla til að mæta,“ segir sr. Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur.

...
Meira

Á næstsíðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps var lagt fram erindi frá Björk Stefánsdóttur og Herdísi Ernu Matthíasdóttur á Reykhólum varðandi hraðakstur og umferðaröryggi í þorpinu. Sveitarstjórn samþykkti kaup á tveimur umferðareyjum til að koma upp hraðahindrun á Hellisbraut, enda fellur sá vegur undir sveitarfélagið. Þeim hefur þegar verið komið upp, auk þess sem ungmenni máluðu og komu víðs vegar um bæinn upp umferðarskiltum, með góðri aðstoð fullorðinna, jafnframt því sem talan 30 (leyfilegur hámarkshraði) er komin á veginn sjálfan á einum stað, þar sem löngum hefur verið mikið um hraðakstur. Auk þess hefur lögreglan verið við hraðamælingar í þorpinu og má vænta þess áfram.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30