Minningarmót Birnu E. Norðdahl á Reykhólum
Skákmót í minningu Birnu E. Norðdahl verður haldið á Reykhólum 20. ágúst. Meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Friðrik Ólafsson og Jóhann Hjartarson og kvennaskákmeistararnir Guðlaug Þorsteinsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir og Sigurlaug Friðþjófsdóttir. Birna átti heima á Reykhólum síðasta áratug ævinnar og þar má enn sjá handaverk hennar. Kannski er hennar ekki fyrst og fremst minnst sem tvöfalds Íslandsmeistara í skák, þó að það sé ærin ástæða, heldur enn frekar sem helsta frumkvöðuls að þátttöku íslenskra skákkvenna í keppni á erlendum vettvangi. Birna var orðin langamma þegar hún tefldi á Ólympíuskákmótinu á Möltu árið 1980.
...Meira