Tenglar

Birna á forsíðu Tímaritsins Skákar.
Birna á forsíðu Tímaritsins Skákar.
1 af 5

Skákmót í minningu Birnu E. Norðdahl verður haldið á Reykhólum 20. ágúst. Meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Friðrik Ólafsson og Jóhann Hjartarson og kvennaskákmeistararnir Guðlaug Þorsteinsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir og Sigurlaug Friðþjófsdóttir. Birna átti heima á Reykhólum síðasta áratug ævinnar og þar má enn sjá handaverk hennar. Kannski er hennar ekki fyrst og fremst minnst sem tvöfalds Íslandsmeistara í skák, þó að það sé ærin ástæða, heldur enn frekar sem helsta frumkvöðuls að þátttöku íslenskra skákkvenna í keppni á erlendum vettvangi. Birna var orðin langamma þegar hún tefldi á Ólympíuskákmótinu á Möltu árið 1980.

...
Meira
Ingibjörg og bikarinn.
Ingibjörg og bikarinn.
1 af 2

Það nýmæli var á Reykhóladögum að þessu sinni að velja sveitunga ársins, eins og það kallaðist fyrst þegar hugmyndin kom upp. Niðurstaðan varð síðan sú, að bæði Ingibjörg Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hlynur Þór Magnússon sagnfræðingur hlutu útnefninguna „Íbúi ársins 2016“ og fallega bikara til staðfestingar. Í áletrun hjá Ingibjörgu segir að viðurkenningin sé fyrir ævistarfið en hjá Hlyni að hún sé fyrir framtak í þágu sveitarfélagsins á undanförnum árum.

...
Meira
28. júlí 2016

Hitað upp fyrir tónleika

Eitthvað á annað hundrað manns voru við brennuna hjá Bjarkalundi þar sem í bókstaflegri merkingu var hitað upp fyrir tónleika Bjartmars Guðlaugssonar á fyrsta kvöldi Reykhóladaga. Margir gestanna voru aðkomnir vegna héraðshátíðarinnar og þótti mörgum gaman að hitta gamla vini og spjalla saman við bálið. Bjarkalundarmenn voru búnir að safna í brennuna.

...
Meira
Myndir: Ólafía Sigurvinsdóttir.
Myndir: Ólafía Sigurvinsdóttir.
1 af 12

Á pöbbkvissinu (Pub Quiz) á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhóladögum undir stjórn Hörpu Eiríksdóttur voru spurningar af nánast öllu dagi. Þar voru spurningar tengdar bæði sýningunni og héraðinu, tengdar tónlist, kvikmyndum, Reykhóladögunum og veðrinu og ýmsu öðru.

...
Meira
Þjóðvegurinn um Ódrjúgsháls í Gufudalssveit, Djúpafjarðarmegin. Mynd: Jóhannes Jónsson - RÚV.
Þjóðvegurinn um Ódrjúgsháls í Gufudalssveit, Djúpafjarðarmegin. Mynd: Jóhannes Jónsson - RÚV.

Umferð hefur aukist mikið á því svæði sem heyrir undir Vegagerðina í Búðardal. Þar eru fjölfarnir malarvegir eins og um Gufudalssveit, Laxárdalsheiði og Skógarströnd á norðanverðu Snæfellsnesi. Sæmundur Kristjánsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Búðardal, segir að um þessa vegi fari nú um sex hundruð bílar daglega, sem er tvisvar sinnum það sem var fyrir fáeinum árum: „Þegar umferðin er orðin yfir þrjú hundruð bílar á dag, þá er orðið nær útilokað að halda þessu við sem malarvegum.“ Sæmundur segir skort á fjármagni standa í vegi fyrir því að lagt sé bundið slitlag.

...
Meira
Bernie Sanders átti sinn fulltrúa í þaraboltanum á Reykhóladögum 2016.
Bernie Sanders átti sinn fulltrúa í þaraboltanum á Reykhóladögum 2016.
1 af 48

Ekki var að sjá að keppendum ungum sem eldri eða áhorfendum leiddist neitt þegar þaraboltinn var háður á Reykhóladögum. Þó að knattleikur á blautum flughálum þara megi kallast þjóðaríþrótt Reykhólahrepps voru bolir og treyjur keppenda af margvíslegu tagi, meðal annars landsliðstreyjur fleiri en einnar þjóðar. Einn keppandi var í bol með með mynd af Bernie Sanders (reyndar enginn með Hillary eða Trump). Að þessu sinni var rigningin lárétt og kom ekki af himnum ofan líkt og almennt gerist. Það á sínar skýringar eins og hér má sjá. En hvaða lið sigraði?

...
Meira

Afgreiðslutímar í Hólabúð á Reykhólum verða með breyttu sniði um verslunarmannahelgina. Á morgun, föstudag, verður opið kl. 10-18 eins og venjulega, en á laugardag, sunnudag og mánudag verður opið kl. 13-16 hvern dag.

...
Meira

Gestirnir á uppboðinu á Seljanesi á laugardag, sem var einhver sérstæðasti viðburður Reykhóladaga fyrr og síðar, skiptu hundruðum. Sjá má á loftmyndum sem hér fylgja, að bílar á Seljanesi meðan á uppboðinu stóð voru á annað hundrað. Inn komu yfir 700 þúsund krónur, sem renna til Umhyggju, félags langveikra barna. Ágúst Ragnar Magnússon stóð að mestu fyrir þessu framtaki með öflun uppboðsmuna og skipulagningu, með aðstoð bræðra sinna og góðum stuðningi foreldranna, Magnúsar og Dagnýjar á Seljanesi. Þórir Ingvarsson var jafnframt þeirra stoð og stytta. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga lagði sitt af mörkum til uppboðsins. „Þessi frumraun okkar virtist hitta í mark og líklega verður þetta stærra að ári ef áhugi verður fyrir því,“ segir hinn skeggprúði Jóhann Vívill Magnússon, einn Seljanesbræðra. „Helgin hérna fyrir vestan var ómetanleg, ég hitti mikið af frábæru fólki og náði gera mig sjálfan að fífli, sem ég hef nú reyndar dálítið gaman af.“

...
Meira

Að þessu sinni verður níunda Ólafsdalshátíðin haldin 6. ágúst, í annað skipti á laugardegi. Tókst mjög vel til með það í fyrra. Er það von Ólafsdalsfélagsins að með því fjölgi þeim gestum á hátíðinni sem kjósa að verja helginni í Dölum, Reykhólasveit eða nágrenni. Aðaldagskráin verður kl. 13-17 og mjög fjölbreytt eins og áður. M.a. mun Lína langsokkur (Ágústa Eva Erlendsdóttir) koma og skemmta börnum á aldrinum 0-99 ára. Þá mætir Drengjakór íslenska lýðveldisins með nýtt prógramm. Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti verður til sölu, glæsilegt Ólafsdalshappdrætti og vandaður handverks- og matarmarkaður. Ókeypis er inn á hátíðina að vanda. Allir velkomnir! Opið er í Ólafsdal alla daga kl. 12-17 fram til 14. ágúst. Kaffi, vöfflur, Erpsstaðaís o.fl. í boði.

...
Meira

Gömlu dráttarvélarnar eru fastur og sjálfsagður liður á Reykhóladögum. Byggðarhátíð í Reykhólahreppi án þeirra væri eins og Írskir dagar án tónlistar eða Danskir dagar án spægipylsu. Traktorunum gömlu í „skrúðgöngu“ og þrautakeppni á Reykhóladögum fjölgar með hverju árinu. Að sama skapi fjölgar gestum sem fylgjast með og nota um leið tækifærið til að sýna sig og sjá aðra.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30