Tenglar

Sr. Hildur Björk og Jón Þór við fontinn með skjöldinn á milli sín.
Sr. Hildur Björk og Jón Þór við fontinn með skjöldinn á milli sín.
1 af 5

Í fordyri Reykhólakirkju var núna fyrir skömmu settur upp upplýsingaskjöldur um listamanninn sem skar út skírnarfontinn í kirkjunni, Wilhelm E. Beckmann. Afhending skjaldarins fór fram í kirkjunni og tók sóknarpresturinn, sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við honum úr hendi stjórnarformanns Stofnunar Wilhelms Beckmann, Jóns Þórs Þórhallssonar. Stofnunin hefur það að markmiði að kynna listsköpun og verk listamannsins, en hann á m.a. verk í ellefu kirkjum víða um landið. Þá eru verk eftir hann í einkaeigu ýmissa einstaklinga og fyrirtækja innanlands og erlendis.

...
Meira

Mikið verður um að vera í Flatey um helgina og fólk beðið að hafa góða sólarvörn tiltæka. Dagskráin hefst með bingói í kvöld, föstudag, en á morgun verða ratleikur, hátíðarmessa og messukaffi, leikir og andlitsmálun fyrir krakka á öllum aldri og loks ævintýralegt saltfisks- og síldarhlaðborð.

...
Meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

„Ég býð mig fram í forvali VG og gef kost á mér til að leiða áfram lista VG í Norðvesturkjördæmi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður á Suðureyri í tilkynningu. „Þau sjö ár sem ég hef setið á Alþingi hafa verið miklir og lærdómsríkir umbrotatímar í lífi þjóðarinnar. Sú reynsla sem ég hef hlotið á þessum tíma hefur nýst mér vel og mun ég nota hana áfram eins og hingað til á uppbyggilegan hátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi fyrir alla. Ég er landsbyggðar- og alþýðukona, sprottin úr jarðvegi verkalýðsbaráttu og baráttu fyrir hagsmunamálum landsbyggðarinnar. Ég gjörþekki lífsbaráttu fólksins til sjávar og sveita.“

...
Meira
Jónína Erna Arnardóttir.
Jónína Erna Arnardóttir.

„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í annað til þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi fyrir kosningarnar í haust,“ segir Jónína Erna Arnardóttir í Borgarnesi í tilkynningu. „Ég hef undanfarin sex ár setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar, komið þar að ýmsum málum sem snerta sveitarfélagið og öðlast talsverða reynslu. Auk þess hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sit nú í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þessi reynsla ætti að nýtast mér vel við störf á Alþingi.“

...
Meira
Birna E. Norðdahl: Hvíldarstund frá verki síðasta sumarið á Reykhólum.
Birna E. Norðdahl: Hvíldarstund frá verki síðasta sumarið á Reykhólum.

Til viðbótar því sem hér hefur áður komið fram um keppendur á skákmótinu sem haldið verður á Reykhólum 20. ágúst til minningar um Birnu Norðdahl, má geta þess að kvennalandslið Íslands í skák eins og það leggur sig ætlar að koma. Líka hefur Jón L. Árnason stórmeistari bæst í hópinn, sem og Björn Ívar Karlsson, landsliðseinvaldur kvenna. Þetta verður eins konar upphitun hjá kvennalandsliðinu, sem síðan er á förum til keppni á Ólympíumótinu í Bakú við Svartahaf dagana 1.-14. september.

...
Meira
Styrmir og Jóhanna Ösp prófa hjólabát fyrir Bátafjörið á Berufjarðarvatni.
Styrmir og Jóhanna Ösp prófa hjólabát fyrir Bátafjörið á Berufjarðarvatni.

Héraðshátíðin mikla Reykhóladagar, sem fram fór helgina fyrir verslunarmannahelgi eins og tíðkast hefur núna í fimm ár, var fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Dagskrárliðir að þessu sinni voru á þriðja tuginn og ýmsir þeirra voru sjálfir í nokkrum liðum. Í nokkur ár var Reykhóladagurinn aðeins einn, en með tímanum hefur hátíðin undið upp á sig smátt og smátt. Árið 2010 stóð hún frá föstudegi og fram á sunnudag, en frá 2011 hefur hún byrjað á fimmtudegi og staðið fram á sunnudag. Fyrstu árin var hátíðin síðasta laugardag í ágúst, árið 2011 var hún um verslunarmannahelgina, en eftir það hefur hún verið helgina á undan, eins og áður sagði.

...
Meira

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir aukinn fjölda ferðamanna ekki einu skýringuna á þeirri miklu umferðaraukningu sem mældist í síðasta mánuði. Umferð um vegi landsins aukist samhliða auknum hagvexti. Aldrei hefðu eins margir bílar ekið um mæla Vegagerðarinnar allt frá upphafi mælinga. „Það þarf að ráðast í framkvæmdir fyrr en menn ætluðu, bara vegna umferðaraukningar, það hangir alveg saman. Því miður erum við búin að missa síðustu ár,“ segir Hreinn og vísar þar til niðurskurðar í vegaframkvæmdum og viðhaldi eftir hrun.

...
Meira
Örn Snævar og Margrét.
Örn Snævar og Margrét.

Hjónin Margrét Guðlaugsdóttir og Örn Snævar Sveinsson skipstjóri fluttust núna um mánaðamótin suður í Hveragerði eftir fjórtán ára búsetu og störf á Reykhólum. „Margrét hefur unnið hér í Barmahlíð í fjölda ára og á skilið lof fyrir sitt flotta starf,“ segir Helga Garðarsdóttir hjúkrunarforstjóri. „Hún var alltaf tilbúin að aðstoða við alls kyns saumaskap á fatnaði heimilismanna, þó það væri ekki beint í hennar verkahring. Hún var duglegur starfsmaður sem lét sér annt um alla sem nærri henni voru. Við starfsfólkið hér í Barmahlíð viljum kveðja hana og óskum henni alls hins besta í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Helga.

...
Meira
Opið hús í Álftalandi.
Opið hús í Álftalandi.

Komnar eru hér inn á vefinn liðlega tuttugu myndasyrpur (alls 437 myndir) frá ýmsum viðburðum í Reykhólahreppi það sem af er þessu ári. Í flestum tilvikum má sjá í texta undir fyrstu mynd hvenær sú frétt birtist sem myndirnar varða. Þá er auðvelt að finna viðkomandi frétt:

...
Meira

Ómar Ragnarsson (sem sjálfan þarf ekki að kynna) verður kynnir á Ólafsdalshátíðinni árlegu núna á laugardag, 6. ágúst, auk þess sem hann fer með gamanmál. Dagskrá hátíðarinnar er nú fullfrágengin. Auk annars sem hér hefur ekki komið fram áður má nefna ferð með nýuppgerðu rútunni Soffíu II (Bedford árg. 1940) kringum Gilsfjörð. Leiðsögumaður verður Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli og mæting kl. 10.45. Síðan er ekki úr vegi að minna sérstaklega á heimsókn Línu langsokks (Ágústu Evu Erlendsdóttur) sem skemmtir börnum á aldrinum 0-99 ára og gefur sér tíma með þeim.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30