Skírnarfontur Beckmanns í Reykhólakirkju
Í fordyri Reykhólakirkju var núna fyrir skömmu settur upp upplýsingaskjöldur um listamanninn sem skar út skírnarfontinn í kirkjunni, Wilhelm E. Beckmann. Afhending skjaldarins fór fram í kirkjunni og tók sóknarpresturinn, sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við honum úr hendi stjórnarformanns Stofnunar Wilhelms Beckmann, Jóns Þórs Þórhallssonar. Stofnunin hefur það að markmiði að kynna listsköpun og verk listamannsins, en hann á m.a. verk í ellefu kirkjum víða um landið. Þá eru verk eftir hann í einkaeigu ýmissa einstaklinga og fyrirtækja innanlands og erlendis.
...Meira