Tenglar

20. júlí 2016

Mamma beyglar alltaf munninn

Bjartmar Guðlaugsson.
Bjartmar Guðlaugsson.

Tónlistarmaðurinn, textaskáldið magnaða og myndlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson „trúbbar“ í Bjarkalundi annað kvöld, fimmtudag. Þetta er einn af liðunum á dagskrá Reykhóladaga 2016. Áður en Bjartmar sló sjálfur í gegn sem tónlistarmaður á sínum tíma hafði hann samið texta fyrir aðra, svo sem Björk. „Tónleikarnir byggjast upp á lögum og ljóðum mínum á rúmlega 30 ára ferli, þar sem ég segi sögur um tilurð þeirra. Þá mun ég einnig flytja nokkur ný lög. Þó byggi ég dagskrána upp á lögum sem fólkið þekkir og syngur með, það er tilgangurinn. En umfram allt að allir hafi gaman af,“ segir Bjartmar. „Ég hlakka mikið til að koma í Reykhólasveitina.“

...
Meira
Styrmir og Jóhanna Ösp að prófa hjólabátinn á Berufjarðarvatni.
Styrmir og Jóhanna Ösp að prófa hjólabátinn á Berufjarðarvatni.
1 af 4

Síðari hluti dagskrár Reykhóladaga á morgun, fimmtudag, verður í Bjarkalundi og á Berufjarðarvatni þar rétt hjá. Bátasprell eins og það er kallað hefst kl. 18, en þar verður keppt á tveggja manna hjólabát. Farið verður út fyrir bauju og til baka og tíminn tekinn. Samt er hraðinn aukaatriði, mestu skiptir að hafa gaman af þessu. Ekki verður keppt í aldursflokkum, þannig að foreldri getur alveg tekið með sér lítinn krakka. „Það er ekkert mál fyrir einn fullorðinn að sigla með krakka þó að hann hjóli ekki neitt. Ég vildi bara prófa bátinn sjálf áður en ég ákvað það,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, umsjónarmaður Reykhóladaga.

...
Meira

Síðasti dagskrárliður Reykhóladaganna, en ekki sá veigaminnsti, verður í Króksfjarðarnesi á sunnudag á vegum Handverksfélagsins Össu. Vöffluhlaðborðið verður til reiðu frá kl. 14 en dagskráin sjálf hefst kl. 15. Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um viðburðina: Kassabílakeppni, rabarbarakökukeppni, hlaðborð og tónlist.

...
Meira
Bolirnir eru merktir í bak og fyrir.
Bolirnir eru merktir í bak og fyrir.
1 af 4

Fjórar vegalengdir eru í boði í Reykhóladagahlaupinu á laugardags-morgun, 2,5 km, 5 km, 8 km og 15 km. Sérstakir bolir ásamt medalíu eru (ásamt drykk) innifaldir í þátttökugjaldinu, sem er 1.500 krónur. Jafnframt er frítt í sund að hlaupi loknu. Bæði bolirnir og medalíurnar (með merki Reykhólahrepps, sjá mynd nr. 4) eru nú þegar til reiðu. Ekki er sérstök skráning í hlaupið fyrirfram, en gott væri að vera búinn að kaupa sér bol áður til að flýta fyrir. Það má líka alveg kaupa bol án þess að hlaupa (og svo má að sjálfsögðu labba). Bolirnir verða til sölu á tónleikum Bjartmars annað kvöld (fimmtudag) og á viðburðum á föstudag frá hádegi.

...
Meira
Hólabúð á Reykhólum.
Hólabúð á Reykhólum.
1 af 2

Á héraðshátíðinni Reykhóladögum ár hvert margfaldast fólksfjöldinn á Reykhólum. Rétt áður en komið er í sjálft þorpið á Reykhólum er Hólabúð á vinstri hönd og þar blakta núna sérstakir fánar og snúa rétt við þeim sem koma í bæinn þegar norðaustanáttin sem hér er ríkjandi heldur sínu striki. Yfir Reykhóladagana verður Hólabúð opin sem hér segir:

...
Meira
Risaeðlustrákurinn og vinur hans.
Risaeðlustrákurinn og vinur hans.

Hátíðin Reykhóladagar 2016 hefst á morgun, fimmtudag, með Bátabíói á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Góða risaeðlan (með íslensku tali) verður sýnd kl. 13 og Sisters (með íslenskum texta) kl. 15. Sjoppan verður opin og frítt í bíóið eins og venjulega.

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps verður lokuð dagana 25. júlí til 5. ágúst. Síðasti afgreiðsludagur fyrir sumarfrí er þannig föstudagurinn 22. júlí en sá fyrsti eftir frí verður mánudagurinn 8. ágúst. Sveitarstjóri er í sumarfríi og kemur aftur til vinnu föstudaginn 19. ágúst. Jafnframt stendur sumarfrí nefnda fram til 19. ágúst. Fyrsti fundur sveitarstjórnar eftir sumarfrí er áformaður 25. ágúst.

...
Meira
Frá sýningunni í Nesi. Smjörmót hægra megin. Myndina tók Sveinn Ragnarsson.
Frá sýningunni í Nesi. Smjörmót hægra megin. Myndina tók Sveinn Ragnarsson.

Þarna kennir ýmissa grasa. Sumt nokkuð kunnuglegt, og ekki nema von, því ég hef talsvert umgengist sumt af því fólki sem á þessa gripi. Mig langar að segja söguna af smjörmótinu. Veturinn ´76 -´77 var ég í skólanum á Reykhólum. Það var stundum skroppið í Nes og tekinn góður tími í að kaupa eitthvað fánýti. Einhvern tíma sýndi Halli mér tvö svona smjörmót. Voru búin að vera lengi til og hætt að selja heimagert smjör og því lítil von til að þau gengju út. Kostuðu 52 gamlar krónur stykkið. Semsagt 1,04 nýkr. Mikil listasmíð og ég keypti upp lagerinn án umhugsunar.

...
Meira
19. júlí 2016

Réttardagar í haust

Séð yfir Kinnarstaðarétt haustið 2012. Ljósm. Árni Geirsson.
Séð yfir Kinnarstaðarétt haustið 2012. Ljósm. Árni Geirsson.

Á fundi fjallskilanefndar Reykhólahrepps í dag voru réttardagar í haust ákveðnir. Eyrarrétt verður laugardag 10. september, Króksfjarðarnesrétt laugardag 17. september og Kinnarstaðarétt sunnudag 18. september.

...
Meira
Lóa á Miðjanesi með blöðrur í tilefni Reykhóladaga fyrir tveimur árum.
Lóa á Miðjanesi með blöðrur í tilefni Reykhóladaga fyrir tveimur árum.

Á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum fæst sitt af hverju í hverfalitunum hefðbundnu til skreytinga á Reykhóladögunum, sem hefjast á fimmtudag. Blöðrur, fánaveifur, málning, sprey og borðar, sem kosta aðeins 30 krónur metrinn.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30