Mamma beyglar alltaf munninn
Tónlistarmaðurinn, textaskáldið magnaða og myndlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson „trúbbar“ í Bjarkalundi annað kvöld, fimmtudag. Þetta er einn af liðunum á dagskrá Reykhóladaga 2016. Áður en Bjartmar sló sjálfur í gegn sem tónlistarmaður á sínum tíma hafði hann samið texta fyrir aðra, svo sem Björk. „Tónleikarnir byggjast upp á lögum og ljóðum mínum á rúmlega 30 ára ferli, þar sem ég segi sögur um tilurð þeirra. Þá mun ég einnig flytja nokkur ný lög. Þó byggi ég dagskrána upp á lögum sem fólkið þekkir og syngur með, það er tilgangurinn. En umfram allt að allir hafi gaman af,“ segir Bjartmar. „Ég hlakka mikið til að koma í Reykhólasveitina.“
...Meira