Tenglar

Meðal annars eldgrilluð lambalæri ...
Meðal annars eldgrilluð lambalæri ...

Frestur til að panta miða í grillveisluna í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum á laugardagskvöld rennur út núna á miðnætti (mánudag 18. júlí). Mjög vel hefur gengið, segir Jóhanna Ösp, umsjónarmaður Reykhóladaga. Hægt er að panta í  johanna@reykholaskoli.is og símum 434 7860 og 698 2559. Mikilvægt er að taka fram hversu margir fullorðnir eru og hversu mörg börn, en ekki bara nefna heildarfjölda.

...
Meira

Nýr og glæsilegur vefur Ólafsdalsfélagsins var opnaður í gær, undir sömu slóð og gamli vefurinn (www.olafsdalur.is) sem segja má að hafi verið barn síns tíma, eins og allt. Ólafsdalur við Gilsfjörð er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til 1907. Ólafsdalsfélagið sem stofnað var sumarið 2007 vinnur að endurreisn staðarins. Frumkvöðull þess og forystumaður frá upphafi er Rögnvaldur Guðmundsson. Reykhólahreppur var meðal stofnenda Ólafsdalsfélagins.

...
Meira

Byggðarhátíðin Reykhóladagar er að þessu sinni 21.-24. júlí eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag eins og undanfarin ár. Dagskráin er mjög fjölbreytt fyrir unga jafnt sem eldri. Hún er birt hér fyrir neðan, með fyrirvara um hugsanlegar viðbætur eða breytingar, sem þá verða jafnóðum settar hér inn. Fylgist með! Auk þess er hér neðst birtur matseðillinn í grillveislunni miklu, þar sem Skúli Gautason verður veislustjóri. Athugið að panta þarf í matinn í síðasta lagi á mánudag, 18. júlí.

...
Meira
13. júlí 2016

Sextugsafmæli

Steinunn Ó. Rasmus.
Steinunn Ó. Rasmus.

Steinunn Ólafía Rasmus á Reykhólum er sextug í dag, miðvikudag 13. júlí. „Ég geri ekkert með afmælið í dag,“ segir afmælisbarnið aðspurt, „en mig langar að gera það síðar, kemur í ljós.“

...
Meira

Héraðshátíðin Reykhóladagar byrjar eftir rúma viku. Jóhanna Ösp Einarsdóttir umsjónarmaður hátíðarinnar biður fólk sem vill vinna við gæslu á ballinu á laugardagskvöldinu að hafa samband og líka þá sem vilja bjóða heim í súpu að hefðbundnum hætti. Þeir sem vilja mæta í Hvanngarðabrekku á laugardeginum og selja einhvern varning úr skottinu á bílnum hafi líka samband. Dagskrá Reykhóladaganna er nánast frágengin og kemur hér inn á vefinn síðar í dag, með fyrirvara um hugsanlegar viðbætur eða breytingar.

...
Meira
13. júlí 2016

Umhverfisdagur Aftureldingar

Umhverfisdagur Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi er á morgun, fimmtudag. Mæting á sparkvellinum á Reykhólum kl. 17. Verkefnin eru að raka smágrjóti á nýja fótboltavellinum, sá í kanta og margt fleira. Einnig verður haldið áfram að bæta umferðarmerkingar með því að mála töluna 30 á veginn gegnum þorpið samkvæmt leyfi frá Vegagerðinni. Síðan verða grillaðar pylsur og safar í boði félagsins.

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps verður lokuð 25. júlí til 5. ágúst, að báðum dögum meðtöldum. Orlof sveitarstjóra verður frá 18. júlí til og með 18. ágúst (síðasti viðverudagur á skrifstofu föstudagurinn 15. júlí). Sumarfrí nefnda verður frá afgreiðslu ársreiknings og fram til 19. ágúst. Fyrsti fundur sveitarstjórnar eftir sumarfrí er áformaður 25. ágúst.

...
Meira
Ólafsdalsgrænmeti, veitingar og handverk á markaði í Ólafsdal. Myndina tók Frank Bradford í fyrra.
Ólafsdalsgrænmeti, veitingar og handverk á markaði í Ólafsdal. Myndina tók Frank Bradford í fyrra.

Fram til 14. ágúst verður opið í Ólafsdal við Gilsfjörð alla daga kl. 12-17. Staðarhaldarar eru eins og í fyrra Elfa Stefánsdóttir (821 9931) og Haraldur Baldursson. Kaffi, vöfflur, Erpsstaðaís og fleira í boði. Sett var niður í garðinn í byrjun júní og sumt af grænmetinu tilbúið, þar sem tíðin hefur verið afar hagstæð.Ólafsdalshátíðin verður að þessu sinni laugardaginn 6. ágúst.

...
Meira
Myndir: Náttúrubarnaskólinn.
Myndir: Náttúrubarnaskólinn.
1 af 5

Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir margvíslegum skemmtilegum viðburðum á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í sumar. Námskeiðum fyrir náttúrubörn á öllum aldri, kvöldgöngum, fuglafjöri, spurningakeppnum, sagnaskemmtunum og mörgu fleira. Á svæðinu kringum Sævang er fuglalífið ótrúlega fjölbreytt og fuglarnir orðnir vanir mannaferðum. Hægt er að klappa æðarkollunni Kollfríði þar sem hún liggur á hreiðri sínu. Teistur verpa í manngerða kassa þar sem hægt er að fylgjast með teistum og ungunum þegar þeir koma úr eggjunum, en þeir halda til í kössunum í mánuð.

...
Meira

Núna fram til 15. júlí er Fjórðungssamband Vestfirðinga að senda fjölnota burðarpoka á hvert heimili á Vestfjörðum, alls hátt á þriðja þúsund poka. Þeir eru heldur stærri en venjulegir innkaupapokar (plastpokar) í búðum og miklu sterkari, enda úr allt öðru efni. Síðustu árin hefur Fjórðungssambandið unnið að því í samvinnu við aðildarfélög sín, sveitarfélögin níu á Vestfjörðum, að fá starf þeirra umhverfisvottað. Ákveðið var að fara jafnframt í hliðarverkefnið Plastpokalausir Vestfirðir, sem gengur út á það að þessi landshluti verði að mestu burðarplastpokalaus á næsta ári.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30