Tenglar

Frá Bátadögum 2015. Ein af fjölmörgum myndum sem Goddur tók (Guðmundur Oddur Magnússon prófessor).
Frá Bátadögum 2015. Ein af fjölmörgum myndum sem Goddur tók (Guðmundur Oddur Magnússon prófessor).

Í tengslum við Bátadaga við Breiðafjörð, sem nú eru haldnir í níunda sinn, verður lifandi tónlist og opinn bar á Báta- og hlunninda­sýningunni á Reykhólum á laugardagskvöldið, 2. júlí. Þar munu hinir landsfrægu stuðboltar og bræður Bergsveinn og Hlynur Snær Theodórssynir munu skemmta fram eftir nóttu. Bræðurnir eru af breiðfirskum ættum og var Gísli Bergsveinsson langafi þeirra bóndi í Akureyjum. Ferðinni á Bátadögum að þessu sinni er einmitt heitið út í Akureyjar.

...
Meira

Opið hús fyrir 17 ára og yngri verður á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum frá kl. 20 annað kvöld, föstudag 1. júlí. Tólf ára og yngri mega vera til klukkan 22 en þrettán ára og eldri til kl. 23.30. Sjoppan verður opin. „Við tökum við öllum tillögum um það hvað yngri kynslóðin vill hafa á opnum húsum,“ segir Harpa Björk Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar.

...
Meira
Sigríður Thorlacius / Ísmús.
Sigríður Thorlacius / Ísmús.

Tómas R. Einarsson, Óskar Guðjónsson og Sigríður Thorlacius verða með tónleika í gyllta salnum á Laugum núna á sunnudagskvöld, 3. júlí. Sveiflujass verður í aðalhlutverki á þessum tónleikum. Aðgangur er ókeypis, húsið opnað kl. 20 og tónleikarnir hefjast kl. 21.

...
Meira
29. júní 2016

Myndir úr Flateyjarferð

Myndir: Sveinn Ragnarsson.
Myndir: Sveinn Ragnarsson.
1 af 7

Flateyjarferðin mikla á mánudag, sem hér var greint frá, gekk hið besta. Sumir ferðuðust á milli með Baldri, aðrir með Hafdísi, hinum nýja björgunarbáti Heimamanna. Meðal þeirra sem fóru þessa ferð var Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli og tók hann svipmyndirnar sem hér fylgja. Þar má sjá komufólk og heimafólk í Flatey í blíðunni eftir fundahöld, sjódælu slökkviliðsmanna, Baldur við bryggju í Flatey og björgunarbátinn Hafdísi. Loks má sjá tvo sveitarstjórnarmenn komna á land úr Hafdísi, mátulega til að sjá leikinn ...

...
Meira
Frá einum af flóamörkuðunum á Reykhólum á síðasta ári.
Frá einum af flóamörkuðunum á Reykhólum á síðasta ári.

Haldinn verður flóamarkaður á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum á sunnudag, 3. júlí, ef næg þátttaka fæst. Slíkir markaðir voru haldnir þar í fyrra og tókust vel. Fólk er hvatt til að kíkja í geymsluna og bílskúrinn og skápana og finna eitthvað til að selja. Þar mætti nefna t.d. fatnað af öllu tagi, reiðhjól og ryksugur, skíði og skó, blómavasa og bækur, sláttuvélar og sleða, gaddavír og gardínur, klukkur og kattamat, eða eitthvað matarkyns fyrir mannfólkið. Eða bara eitthvað. Ekki skiptir minnstu að koma saman, þannig að úr verði ekta markaðsstemmning.

...
Meira
29. júní 2016

Starfsreglur birtar

Samstarfssveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð.
Samstarfssveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð.

Birtar hafa verið í Stjórnartíðindum starfsreglur fyrir svæðisskipulags­nefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Hlutverk hennar er að vinna tillögu að svæðisskipulagi fyrir sveitarfélögin, fjalla um breytingar á því og annast lögbundna endurskoðun. Nefndin starfar í umboði og undir yfirstjórn hlutaðeigandi sveitarfélaga. Markmið með gerð svæðisskipulagsins er að móta og festa í sessi sameiginlega framtíðarsýn á þróun svæðisins í þeim tilgangi að styrkja atvinnulíf og byggð.

...
Meira

Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal á miðvikudaginn í næstu viku, 6. júlí. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira
Sveitarfélög á Vestfjörðum / lmi.is.
Sveitarfélög á Vestfjörðum / lmi.is.

Á fundi ríkisstjórnarinnar í lok maí var samþykkt að skipa nefnd til að gera aðgerðaáætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði, og hefur nú verið skipað í hana. Formaður er Ágúst Bjarni Garðarsson, fulltrúi forsætisráðuneytisins, en auk hans sitja í nefndinni Hanna Dóra Hólm Másdóttir, fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem jafnframt er starfsmaður nefndarinnar, Daníel Jakobsson fulltrúi norðanverðra Vestfjarða, Aðalbjörg Óskarsdóttir fulltrúi Stranda og Reykhólahrepps og Valgeir Ægir Ingólfsson fulltrúi sunnanverðra Vestfjarða.

...
Meira
Kevin Martin við mælingar á flakinu. Ljósm. Johan Opdebeeck.
Kevin Martin við mælingar á flakinu. Ljósm. Johan Opdebeeck.
1 af 4

Elsta skipsflak sem vitað er um við Íslandsstrendur er við Flatey á Breiðafirði, kaupfar sem fórst þar í höfninni á 17. öld. Talið er nokkuð víst að þetta sé Melk­meid (Mjalta­stúlk­an), vopnað hol­lenskt kaup­f­ar sem dansk­ur kaupmaður tók á leigu til þess að stunda viðskipti við Íslend­inga. Talað er um í ann­ál­um að þetta hafi verið 1659. Núna í vor unnu vísindamenn að rannsókn á flakinu og kom þar ýmislegt á daginn. Vinn­an næstu mánuðina mun snú­ast um að vinna úr þeim gögn­um og upp­lýs­ing­um sem aflað hef­ur verið.

...
Meira
Nokkrar bátavélar úr safninu mikla.
Nokkrar bátavélar úr safninu mikla.
1 af 10

„Sumarið hefur verið nokkuð gott hjá okkur það sem af er, en það finnst alveg að Íslendingurinn er að halda sig heima eins og er,“ segir Harpa Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum. Reyndar er það vel þekkt að Íslendingar eru fremur lítið á ferðinni um landið þegar einhver stórmót standa yfir, eins og EM í Frakklandi núna. - Ýmsir viðburðir verða í húsnæði sýningarinnar í sumar. Hér fyrir neðan er drepið á eitthvað af því sem núna liggur fyrir. 

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30