Bátadagar: Lifandi tónlist fram eftir nóttu
Í tengslum við Bátadaga við Breiðafjörð, sem nú eru haldnir í níunda sinn, verður lifandi tónlist og opinn bar á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum á laugardagskvöldið, 2. júlí. Þar munu hinir landsfrægu stuðboltar og bræður Bergsveinn og Hlynur Snær Theodórssynir munu skemmta fram eftir nóttu. Bræðurnir eru af breiðfirskum ættum og var Gísli Bergsveinsson langafi þeirra bóndi í Akureyjum. Ferðinni á Bátadögum að þessu sinni er einmitt heitið út í Akureyjar.
...Meira