Myndir: Ágúst Már Gröndal.
„Ferðin er liður í því að sinna skyldum okkar,“ sagði Áslaug Berta Guttormsdóttir, sveitarstjórnarmaður og fulltrúi í dreifbýlisnefnd Reykhólahrepps. „Við leggjum áherslu á gott samstarf við Framfarafélag Flateyjar, enda er félagið ásamt því sjálfstæða og harðduglega fólki sem er með fasta búsetu í Flatey lykillinn að velferð hennar,“ sagði Áslaug, og var þá að tala um fyrirhugaða vettvangsferð út í Flatey á Breiðafirði. Ferðin var farin á mánudaginn og tóku þátt í henni sveitarstjórn og sveitarstjóri Reykhólahrepps, dreifbýlisnefnd sveitarfélagsins, fulltrúar slökkviliðsins og ýmsir fleiri. Þar á meðal voru fulltrúar frá siglingasviði Vegagerðarinnar sem skoðuðu höfnina og landbrot af völdum sjávar. Erindið var að hitta Flateyinga, halda fundi um málefni eyjarinnar, huga að brunavörnum og búnaði, halda slökkviliðsæfingu og skoða vettvang.
...
Meira