Tenglar

Myndir: Sveinn Ragnarsson.
Myndir: Sveinn Ragnarsson.
1 af 14

Fram kom hér á vefnum fyrir nokkru, að í Kaupfélaginu gamla í Nesi (Króksfjarðarnesi) væri verið að koma upp sýningu á gömlum munum úr héraðinu, til viðbótar öllu öðru sem þar fer fram. Núna hefur þetta framtak tekið á sig skemmtilega mynd og kennir ýmissa forvitnilegra grasa á þessum vísi að byggðasafni.

...
Meira
Sjá skýringartexta neðst í meginmáli.
Sjá skýringartexta neðst í meginmáli.

Að venju er margt og margvíslegt um að vera hjá Ungmennafélaginu Aftureldingu í Reykhólahreppi í sumar. Hér fyrir neðan koma fram upplýsingar um æfingar í fótbolta og frjálsum, leikjanámskeið, sundnámskeið, umhverfisdag félagsins (núna á fimmtudaginn) og fleira.

...
Meira
11. júlí 2016

Lausar stöður hjá KSH

1 af 2

Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík auglýsir tvö laus störf. Annars vegar er um að ræða starf innkaupastjóra/verslunarstjóra í matvöruverslun (umsóknarfrestur til og með 25. júlí) og hins vegar starf verslunarstjóra í pakkhúsi (umsóknarfrestur rennur út í dag).

...
Meira

„Kæru íbúar. Sú nýbreytni verður á Reykhóladögum að þessu sinni, að velja Sveitunga ársins í Reykhólahreppi. Þá geta sveitungar sent inn tilnefningu um íbúa í sveitarfélaginu sem sett hefur mark sitt á samfélagið á einn eða annan hátt. Tilnefna má fyrir gott og jákvætt framlag til samfélagsins síðastliðið ár eða á starfsævinni,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi Reykhólahrepps og umsjónarmaður Reykhóladaga 2016.

...
Meira
Á verðlaunapallinum (Ágústa Ýr til vinstri) í Saint-Jean Montclar. Ljósm. Tomasz Chrapek.
Á verðlaunapallinum (Ágústa Ýr til vinstri) í Saint-Jean Montclar. Ljósm. Tomasz Chrapek.

Ágústa Ýr Sveinsdóttir frá Skálanesi í Reykhólahreppi varð í öðru sæti í kvennaflokki á Norðurlandamótinu í svifvængjaflugi, sem fram fór í Saint-Jean Montclar í Frönsku Ölpunum. Þetta er annað árið í röð sem Ágústa Ýr hreppir annað sætið á Norðurlandamótinu. Næst á dagskránni hjá henni er Evrópumótið í svifvængjaflugi, sem fram fer í Kruševo í Makedóníu í næsta mánuði.

...
Meira
Bóluþang (Fucus vesiculosus). Mynd: Vefur Hafró / Karl Gunnarsson.
Bóluþang (Fucus vesiculosus). Mynd: Vefur Hafró / Karl Gunnarsson.

Mataruppskriftir eru víst fremur fáséðar á þessum vef. Núna bætir Soffía frænka úr því. Nýjasta skot hennar hefst með þessum orðum: Um allan heim er mikill uppgangur í notkun sjávarþörunga á matarborðið. Ekki síst veisluborðið. Þeir sem aðhyllast norræna eldhúsið eru þar í fararbroddi. Þar sem margar tegundir vaxa við Breiðafjörð eru hér birtar uppskriftir að sjávarfangi sem gætu hentað okkur á Reykhólum.

...
Meira

Á morgun fimmtudaginn 7. júlí hefst keppni sterkustu manna landsins um Vestfjarðavíkinginn 2016.  Keppnin hefst á Hellissandi kl. 11. Seinna um daginn færist keppnin yfir að Reykhólum og verður keppt í Steinapressu fyrir utan Reykhólaskóla kl. 18. Keppnin heldur síðan áfram og verður keppt á Tálknafirði og á Bíldudal föstudaginn 8. júlí og endar í Búðardal laugardaginn 9. júlí.

 

Kaldavatnslaust verður í kvöld á Reykhólum vegna viðhalds.  Vatnið verður tekið af um kl. 19 og verður ekkert vatn á meðan viðgerð stendur yfir.  Ekki er búist við að viðgerð taki langan tíma.

Tilkynning frá vatnsveitu.

„Við stefnum að því að sýna EM-leikina hér á sýningunni annað kvöld (laugardag) og á sunnudag (Frakkland-Ísland) og síðan alla leikina sem eftir eru á mótinu,“ segir Harpa Eiríksdóttir á Báta- og hlunninda­sýningunni á Reykhólum. „Við erum að púsla saman tæknilegum atriðum, svo endilega að fylgjast með á Facebook-síðu sýningarinnar, við látum vita ef eitthvað breytist.“ Á sunnudagskvöldið þegar Ísland spilar verður húsið opnað klukkan 18.30 og sjoppan verður opin. „Frítt inn og fólk má mæta með sinn bjór, en endilega skella smá klinki í safnbaukinn okkar. Á morgun er stefna á að sýna frá leiknum klukkan 19 (Þýskaland - Ítalía), húsið opnað eitthvað fyrir leik og barinn opinn og svo verður lifandi tónlist fram á nótt.“

...
Meira
Myndir: Ágúst Már Gröndal.
Myndir: Ágúst Már Gröndal.
1 af 14

„Ferðin er liður í því að sinna skyldum okkar,“ sagði Áslaug Berta Guttormsdóttir, sveitarstjórnarmaður og fulltrúi í dreifbýlisnefnd Reykhólahrepps. „Við leggjum áherslu á gott samstarf við Framfarafélag Flateyjar, enda er félagið ásamt því sjálfstæða og harðduglega fólki sem er með fasta búsetu í Flatey lykillinn að velferð hennar,“ sagði Áslaug, og var þá að tala um fyrirhugaða vettvangsferð út í Flatey á Breiðafirði. Ferðin var farin á mánudaginn og tóku þátt í henni sveitarstjórn og sveitarstjóri Reykhólahrepps, dreifbýlisnefnd sveitarfélagsins, fulltrúar slökkviliðsins og ýmsir fleiri. Þar á meðal voru fulltrúar frá siglingasviði Vegagerðarinnar sem skoðuðu höfnina og landbrot af völdum sjávar. Erindið var að hitta Flateyinga, halda fundi um málefni eyjarinnar, huga að brunavörnum og búnaði, halda slökkviliðsæfingu og skoða vettvang.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30