Tenglar

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Erindi frá Kirkjubólsfélaginu, þar sem óskað var eftir samstarfi um lagfæringu á girðingum vegna ágangs búfjár á Bæjarnesi í Múlasveit, var tekið fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps. Eftirfarandi var bókað: Sveitarstjórn bendir á að málefnið heyrir ekki undir hana. Girðingin er í eigu Matvælastofnunar sem ber ábyrgð á henni. Ágangur búfjár er mál landeigenda annars vegar og fjáreigenda hins vegar.

...
Meira
26. júní 2016

Síðbúin fjallkona ...

Fjallkonan Aðalbjörg Egilsdóttir.
Fjallkonan Aðalbjörg Egilsdóttir.
1 af 13

Nei, fjallkonan var alls ekki síðbúin á þjóðhátíðina í Reykhólahreppi, heldur þessar myndir og frásögn hér á vefinn. Hátíðin var í Bjarkalundi eins og endranær en skipulag hennar var í höndum Lionsfólks. Fjallkonan að þessu sinni var Aðalbjörg Egilsdóttir, fimmtán ára stúlka á Mávavatni, sem flutti ávarp og síðan ljóð við hæfi. Búningur Aðalbjargar var glæsilegur og líka við hæfi á þessari hátíðarstund. Hún klæddist peysufötum frá afasystur sinni, Kristínu Ingibjörgu Tómasdóttur (Dídí), en var með slifsi, svuntu og svuntupör frá Ólínu heitinni á Kinnarstöðum, sem Steinunn Magnúsdóttir á Kinnarstöðum ömmusystir hennar lánaði henni.

...
Meira

Vegna Flateyjarferðar verður afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum lokuð á morgun, mánudag. Þess í stað verður hún opin á þriðjudaginn, 28. júní, á sama tíma og venjulega, eða kl. 12-15.

...
Meira

Kosningu í forsetakjörinu lauk kl. 18.40 í kjördeildinni á Reykhólum. Á kjörskrá voru 198 en atkvæði greiddu 143 eða 72,2%. Það er lítið eitt meiri kjörsókn en í forsetakosningunum 2012 þegar kosningaþátttakan var 71%. „Dagurinn gekk vel í alla staði,“ segir Steinunn Ó. Rasmus, formaður kjörstjórnar í Reykhólahreppi. „Fólk kom ýmist gangandi eða akandi. Samkvæmt venju kom Grundarfjölskyldan og fleiri á fullorðnum dráttarvélum. Einn karlmaður kom klæddur brúðarkjól. Veit ekki hvort hann mun gera það að hefð að mæta þannig klæddur á kjörstað framvegis.“

...
Meira

Hólabúð á Reykhólum verður opin kl. 13-16 á morgun, annan sunnudaginn í röð. Umferð erlendra ferðamanna á Reykhólum er tekin að þyngjast, en eins og venjulega þegar einhver stórmót standa yfir (núna EM í Frakklandi) eru Íslendingar minna á ferðinni en annars væri.

...
Meira
Sumardagur í Flatey / ÁG 2012.
Sumardagur í Flatey / ÁG 2012.
1 af 2

Sveitarstjórn og sveitarstjóri Reykhólahrepps, dreifbýlisnefnd sveitarfélagsins, fulltrúar slökkviliðsins og ýmsir fleiri fara út í Flatey á mánudag til að hitta fólkið þar, halda fundi, huga að brunavörnum og búnaði, halda slökkviliðsæfingu og skoða sig um. „Ferðin er liður í því að sinna skyldum okkar,“ segir Áslaug Berta Guttormsdóttir, sveitarstjórnarmaður og fulltrúi í dreifbýlisnefnd. „Við leggjum áherslu á gott samstarf við Framfarafélag Flateyjar, enda er félagið ásamt því sjálfstæða og harðduglega fólki sem er með fasta búsetu í Flatey lykillinn að velferð hennar,“ segir Áslaug.

...
Meira

Núna að kjörtímabili hálfnuðu höfðu oddviti og varaoddviti sveitarstjórnar Reykhólahrepps sætaskipti á fundi sveitarstjórnar í fyrradag. Vilberg Þráinsson á Hríshóli fór í oddvitasætið en Karl Kristjánsson á Kambi færði sig í sæti varaoddvita.

...
Meira
Bátar og Bátabjór.
Bátar og Bátabjór.
1 af 2

Vínveitingasala verður á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum frá hádegi á morgun, kjördaginn 25. júní, ef einhvern langar að fá sér einn kaldan eftir að hafa farið upp á hrepp og nýtt sér kosningaréttinn. Bátabjórinn 2016 verður frumsýndur (frumdrukkinn) við þetta tækifæri. Opið verður þangað til kosningu lýkur klukkan sex, en síðan verður opið hús frá klukkan níu og fram til eitt. Bátabjórinn 2016 er frá Steðja, heilsubættur og bragðbættur með þara (rétt eins og vera ber á Reykhólum) og súkkulaði.

...
Meira
Jón Daði fagnar markinu gegn Austurríki í gær. Clive Mason / Getty Images.
Jón Daði fagnar markinu gegn Austurríki í gær. Clive Mason / Getty Images.
1 af 2

Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrra mark íslenska landsliðsins í sigrinum á Austurríkismönnum á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka í París í gær, snyrtilegt mark í þröngri stöðu – ef einhver skyldi nú ekki vita það! Áður hefur hér á Reykhólavefnum verið greint frá rótum Jóns Daða í Reykhólasveitinni og fjallað ítarlega um hann, en sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Móðir hans er Ingibjörg Erna Sveinsdóttir frá Miðhúsum skammt frá Reykhólum, dóttir Ólínu Jónsdóttur og Sveins heitins Guðmundssonar bónda og kennara. Faðir hans er Böðvar Bjarki Þorsteinsson, sonur Ástu Sigurðardóttur rithöfundar og ljóðskáldsins Þorsteins frá Hamri.

...
Meira

Nítján manns kusu utan kjörfundar á Reykhólum í gær vegna forsetakosninganna, þar af tíu á skrifstofu hreppsins og níu í Barmahlíð. Ekki liggur fyrir hve margir þeirra voru á kjörskrá í Reykhólahreppi, en einhverjir „utansveitarmenn“ greiddu atkvæði bæði í Barmahlíð og á skrifstofu hreppsins. „Þetta var heldur minni kjörsókn en ég átti von á,“ segir Jónas Guðmundsson sýslumaður.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30