Tenglar

16. júní 2016

Minnt á viðburði ...

Hver skyldi þetta nú vera?
Hver skyldi þetta nú vera?

Stubbkvissið á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum sem hér var greint frá verður í kvöld. „Er komin með fullt af flottum spurningum sem eru mjög auðveldar ef þið þekkið þættina eða myndirnar,“ segir Jóhanna Ösp tómstundafulltrúi. Síðan er hátíðin í Bjarkalundi á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní, og kannski mætti svo líta inn í Nesi á eftir.

...
Meira
Úr Arnarsetri Íslands í Króksfjarðarnesi.
Úr Arnarsetri Íslands í Króksfjarðarnesi.
1 af 2

Handverksfélagið Assa opnar markaðinn sinn í Króksfjarðarnesi núna á þjóðhátíðardaginn og verður hann opinn alla daga í sumar kl. 11-18. Þó að jafnan sé talað um handverksmarkaðinn í Nesi, þá er fleira en handverk á markaði þar og fleira en markaður á staðnum. Kaffihúsið er á sínum stað með vöfflunum vinsælu (jafnan bætast við fleiri sortir) og upplýsingahorn fyrir ferðamenn. Verið er að koma upp sýningu á gömlum munum úr sveitarfélaginu; má það teljast skemmtileg viðbót við það starf sem fyrir er í kaupfélagshúsinu gamla.

...
Meira

Vegna vorferðar heimilisfólks í Barmahlíð hefur dagsetning atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á Reykhólum vegna kjörs forseta Íslands verið færð til um einn dag. Auglýst hafði verið að hún yrði á þriðjudaginn í næstu viku, en núna hefur verið ákveðið að hún verði (bæði á skrifstofu Reykhólahrepps og á Dvalarheimilinu Barmahlíð) miðvikudaginn 22. júní kl. 18-19. Tímasetningin varðandi Flatey er óbreytt. Þar verður kosið utan kjörfundar í frystihúsinu kl. 14-15 á mánudag, 20. júní.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Reykhólaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara. Annars vegar vantar umsjónarkennara með miðstigi, sem annast kennslu í bóklegum greinum, íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði, upplýsingamennt o.fl. Hins vegar vantar verkgreinakennara, sem annast kennslu í smíði, myndmennt og heimilisfræði.

...
Meira
15. júní 2016

Kjörskrá liggur frammi

Kjörskrá vegna forsetakjörs 25. júní liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps til skoðunar. Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Heimilt er að gera slíkar athugasemdir til sveitarstjórnar fram á kjördag.

...
Meira

Af hverju finnst mörgum það ekki vera neitt tiltökumál að borga nokkra hundraðkalla fyrir að leggja bílnum sínum í miðbænum á meðan skotist er í búðir eða snætt á veitingastað en arga svo og veina af vandlætingu ef svo mikið sem imprað er á því að rukka fimmtíukall fyrir að leggja á bílastæði við heimsþekkt náttúruundur úti á landi, sem fólk úr fjarlægum heimsálfum kemur sérstaklega hingað til lands til að sjá?

...
Meira

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,8% frá yfirstandandi ári og verður 6.293 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2017 sem Þjóðskrá Íslands birti í síðustu viku. Matið hækkar á 94,6% eigna en lækkar á 5,4% eigna frá fyrra ári. Í Reykhólahreppi hækkar fasteignamatið um 5,1%.

...
Meira
Reykhólakirkja / hþm.
Reykhólakirkja / hþm.

Aðalsafnaðarfundi Reykhólasóknar, sem boðaður hafði verið kl. 20 í kvöld í Reykhólakirkju, verður frestað um eina klukkustund eða til kl. 21 vegna landsleiks Íslands og Portúgals. Áfram Ísland!

...
Meira
14. júní 2016

Kviss fyrir alla aldurshópa

Stubbkviss verður á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum á fimmtudagskvöld, 16. júní. Þetta er tómstundaslútt fyrir alla aldurshópa eftir frábæran vetur og hefst kl. 19. Kvissið verður með sjónvarps- og kvikmyndaþema og verður þar farið um víðan völl. Þess vegna er gott að hafa í liðunum blöndu af mannskap á ólíkum aldri. Þrír til sjö geta verið í liði. Ekki þurfa liðin samt að vera fyrirfram ákveðin þegar komið er á staðinn.

...
Meira
Frá þjóðhátíðinni í Reykhólahreppi í fyrra. Ljósm. Herdís Erna.
Frá þjóðhátíðinni í Reykhólahreppi í fyrra. Ljósm. Herdís Erna.

Hátíðarhöld í tilefni af þjóðhátíðardeginum verða í Bjarkalundi á föstudag, 17. júní, í samstarfi Lionsdeildarinnar í Reykhólahreppi og Hótel Bjarkalundar. Dagskráin hefst kl. 14 og verður með hefðbundnu sniði; skrúðganga, ávarp fjallkonu, leikir og gaman á tjaldsvæðinu þar sem karamellum verður kastað úr flugvél og síðan kaffihlaðborð að hætti Bjarkalundar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30