Tenglar

Dalli brikkleggjari og Einar gröfumaður.
Dalli brikkleggjari og Einar gröfumaður.
1 af 7

Mikið gengur Melstað á, var sagt í eina tíð. Menn og tæki af ýmsu tagi starfa dag hvern í norðurjaðri Reykhólaþorps við jarðvegsskipti, stígagerð og steinlagningu og þurfa ekki að kvarta yfir tíðarfarinu. Myndirnar sem hér fylgja eru frá þessum umsvifum, nema sú síðasta, sem er tölvuteikning af því sem koma skal. Fyrir mánuði var hér greint ítarlega frá þessu mikla verki sem þá var að byrja (tengill fyrir neðan). Þar má jafnframt sjá nokkrar fleiri tölvuteikningar ásamt uppdrætti af svæðinu eins og það á að verða.

...
Meira
22. júní 2016

Lokað klukkan fjögur

Hólabúð á Reykhólum verður lokað með fyrra fallinu í dag eða kl. 16. Ástæðan er sú sama og hjá ótalmörgum öðrum íslenskum fyrirtækjum: Landsleikur Íslendinga og Austurríkismanna í París.

...
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna verður á Reykhólum í kvöld, miðvikudag 22. júní. Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar kl. 18-19 bæði á skrifstofu Reykhólahrepps og Dvalarheimilinu Barmahlíð. Kjósendur þurfa að hafa persónuskilríki handbær.

...
Meira

Innleiðingu hreyfiseðla um allt land er lokið, segir í frétt frá velferðarráðuneytinu. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði sem læknir skrifar upp á í samráði við sjúkling og er ávísun á hreyfingu eftir forskrift. Sjúklingi er vísað til hreyfistjóra sem útbýr hreyfiáætlun í samráði við hann. Sjúklingurinn framfylgir áætluninni upp á eigin spýtur en undir eftirliti hreyfistjóra, sem fylgist með árangri og meðferðarheldni. Sýnt hefur verið fram á að með markvissri hreyfingu megi draga úr lyfjanotkun, læknaheimsóknum og innlögnum. Markmið með innleiðingu hreyfiseðla er að taka upp gagnlega og hagkvæma meðferð við langvinnum sjúkdómum og stuðla að því að hreyfingu sé beitt á markvissari hátt til forvarna og meðferðar í heilbrigðisþjónustu.

...
Meira

Í gær, mánudag, var atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í „Frystihúsinu“ í Flatey á Breiðafirði á vegum Sýslumannsins á Vestfjörðum. Alls eru sex íbúar skráðir með lögheimili í eynni, sem heyrir undir Reykhólahrepp. Skemmst er frá því að segja að allir íbúarnir voru á staðnum og nýttu kosningarétt sinn, og raunar gott betur, því 16 aðkomumenn nýttu tækifærið og greiddu atkvæði utan kjörfundar í Flatey þennan dag.

...
Meira
Vorkvöld í Reykhólasveit / Árni Geirsson
Vorkvöld í Reykhólasveit / Árni Geirsson

Vefurinn Visitreykholahreppur.is er að fara endurnýja útlitið og óskar eftir upplýsingum frá ferðaþjónum og reyndar frá öllum sem veita þjónustu af einhverju tagi í héraðinu. Þjónustuskráning á vefinn er frí, en hann hefur verið í eigu Hörpu Eiríksdóttur síðan hann var opnaður fyrir nokkrum árum. „Vefurinn færist núna yfir á Báta- og hlunnindasýninguna og verður heimasíða hennar hér eftir. Sýningin vill auglýsa þá sem veita einhvers konar þjónustu í héraði, en til að fá ókeypis auglýsingu verður að senda til okkar réttar upplýsingar.“

...
Meira
Myndir 1-11: Sv.R. og EBJ.
Myndir 1-11: Sv.R. og EBJ.
1 af 12

Fylgst var með landsleik Íslendinga og Ungverja og prjónað saman og spjallað í kaupfélagshúsinu gamla í Króksfjarðarnesi í gær. Þar hefur fólk átt annríkt að undanförnu, fyrst að undirbúa fyrir opnun og síðan í fyrradag (17. júní) að opna og baka vöfflur og taka á móti fólki og afgreiða. Síðan var prjónadagurinn og jafnframt horfðu sumir á landsleikinn á skjánum inni í Arnarsetrinu þar sem venjulega rúlla myndir af náttúrulífi við Breiðafjörð.

...
Meira

Frá því í haust hefur Hólabúð á Reykhólum verið lokuð á sunnudögum. Núna er breyting á því – Hólabúð verður opin klukkan 13-16 á morgun, sunnudaginn 19. júní.

...
Meira
1 af 2

Handverksfélagið Assa býður öllum sem vilja að koma í Króksfjarðarnes og taka þátt í alþjóðlega prjónadeginum (World Wide Knit in Public Day) kl. 14-18 núna á laugardag, 18. júní. Fólk þarf ekki endilega koma með prjónana, alveg nóg að koma og hafa gaman saman. Alþjóðlegi prjónadagurinn er víðtækasti prjónaviðburður í heimi og hefur verið haldinn allt frá 2005. Formlegt heiti hans gæti verið eitthvað á þessa leið á íslensku: Dagur prjónaskapar á almannafæri um víða veröld.

...
Meira

Hólabúð á Reykhólum verður opin kl. 10-13 og svo aftur kl. 16-18 á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Ása og Reynir í búðinni ætla á hátíðahöldin í Bjarkalundi eftir hádegið og hvetja fólk til að gera slíkt hið sama.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30