Tenglar

17. febrúar 2016

Sumarstarf við Grettislaug

Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Auglýst er laust starf við Grettislaug á Reykhólum frá 1. júní til 31. ágúst. Starfshlutfall um 100%. Nánari upplýsingar gefur Jón Ingi Þorsteinsson, umsjónarmaður Grettislaugar, í síma 434 7738 þegar laugin er opin. Umsóknareyðublöð er hægt að sækja hér á vef Reykhólahrepps.

...
Meira

Umsóknarfresturinn er rétt í þann veginn að renna út: Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum auglýsir eftir fólki í fjölbreytt hlutastörf í sumar. Vaktavinna. Skemmtileg störf fyrir ungmenni þrettán ára og eldri og líka fyrir fullorðna.

...
Meira
Sverrir Jakobsson sagnfræðingur.
Sverrir Jakobsson sagnfræðingur.
1 af 2

Fyrir nokkru er komið út fyrsta bindið af riti Sverris Jakobssonar prófessors um breiðfirska sögu og ber það heitið Saga Breiðfirðinga I. Fólk og rými frá landnámi til plágunnar miklu. Á kápu segir, að í bókinni ráði sú sýn að byggðir við fjörðinn myndi heild og eins að Breiðafjörður hafi sérstöðu meðal héraða á Íslandi hvað varðar stjórnmál, menningu og atvinnuhætti. „Þar hefur sjórinn verið þjóðbraut fremur en farartálmi, samnefnari og tenging fremur en sundrandi afl.“

...
Meira
17. febrúar 2016

Sumarstörf á Reykhólum

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.

Starfsfólk óskast í afleysingar við aðhlynningu á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í sumar. Helga Garðarsdóttir hjúkrunarforstjóri veitir frekari upplýsingar í síma 434 7817 eða 694 2386.

...
Meira

Þarinn fær ljós og næringarefni hjálparlaust og mannshöndin kemur ekki nærri, - náttúran sér um þessa endurnýjun. Þetta er oft kallað þjónusta náttúrunnar. Annað dæmi er vöxtur skóga, - þeir taka upp koltvísýring og rigningu og skóglendið stækkar hjálparlaust. Fiskistofnar hrygna og bæta við nýjum árgangi á hverju ári. Sjálfbær uppskera er fengin með því að taka ekki meira en stofninn gefur af sér hverju sinni. Að nota jarðvarmann hér á sjálfbæran hátt er því að nota ekki meira en það magn af heitu vatni sem hitnar og streymir fram hverju sinni.

...
Meira

Forsvarsmenn sveitarfélaga á Austurlandi segja að meginkostnaði af átakinu „Ísland ljóstengt“ verði velt yfir á sveitarfélögin. Fjármunir sem fylgi hugmyndum um netvæðingu landbyggðarinnar séu aðeins lítill hluti áætlaðs kostnaðar og víða muni sveitarfélög ekki ráða við þátttöku í því. Í kynningarskýrslu um átakið segir að útbreiðsla góðra nettenginga sé úrslitaatriði um þróun byggðar. Efndir þessa átaks eru eitt af helstu byggðamálum ríkisstjórnarinnar.

...
Meira

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps var fjallað um þann niðurskurð á póstdreifingu sem boðaður hefur verið, og var samþykkt að senda ráðherra póstmála bréf þar sem gerð væri grein fyrir sérstöðu Reykhólahrepps hvað varðar fjarlægð frá pósthúsi. Í bréfinu segir meðal annars:

...
Meira
Stórþaraskógur. Ljósm. Erlendur Bogason / vistey.is.
Stórþaraskógur. Ljósm. Erlendur Bogason / vistey.is.

Þjóðin mun eiga þarann en landeigendur þangið, skv. drögum að frumvarpi til laga um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni, sem kynnt voru á vef atvinnuvegaráðuneytisins í gær. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, að viðmiðunin sem notuð er eigi við um svokölluð netlög, þar sem tilgreint er hve langt út í sjó landeigandi getur gert tilkall til þess sem náttúran gefur. Miðað er við tæpa 113 metra frá stórstraumsfjörumáli. Þangið vex í fjörunni en þarinn utar.

...
Meira
Dalli ásamt Glæði sínum í eins, fimm og tuttugu og fimm lítra brúsum.
Dalli ásamt Glæði sínum í eins, fimm og tuttugu og fimm lítra brúsum.
1 af 3

Núna í vor eru liðin fimmtán ár síðan Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) setti á markað lífrænan gróðuráburð undir nafninu Glæðir. Árin þar á undan hafði hann unnið að þróun, tilraunum og rannsóknum í samvinnu við fagmenn í garðyrkju þangað til rétta blandan taldist vera fundin. Glæðir samanstendur af klóþangi úr Breiðafirði, íslensku vatni og kalísóda, sem Dalli sýður saman. „Mestur tíminn fór í að finna réttu hlutföllin,“ segir hann. Þangið hefur löngum verið þekkt fyrir heilnæma eiginleika sína. Í því er fjöldi snefilefna sem nýtist gróðri.

...
Meira
14. febrúar 2016

Spilakvöld í Barmahlíð

Spilakvöld fyrir unga jafnt sem eldri verður í Barmahlíð á Reykhólum annað kvöld, mánudag 15. febrúar, og hefst kl. 19.30. Fyrirvarinn er sá, að veðrið verði skaplegt.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30