Tenglar

29. febrúar 2016

Ekki nýlunda á Hríshóli

Frá afhendingu verðlaunanna í Hörpu. Ljósm. HK. Nánar í meginmáli.
Frá afhendingu verðlaunanna í Hörpu. Ljósm. HK. Nánar í meginmáli.

Landbúnaðarverðlaunin 2016, sem veitt voru í Hörpu í gær, hlutu annars vegar búendur á Hríshóli í Reykhólasveit og hins vegar á Stóru-Tjörnum í Þingeyjarsveit. Ábúendur á Hríshóli eru hjónin Þráinn Hjálmarsson og Málfríður Vilbergsdóttir og hjónin Vilberg Þráinsson (sonur þeirra Þráins og Málfríðar) og Katla Ingibjörg Tryggvadóttir. Í rökstuðningi vegna verðlaunanna segir meðal annars, að ábúendur á Hríshóli hljóti þau fyrir dugnað, framtakssemi og einstaklega snyrtilega umgengni á býli sínu. Það sem nefnt er í rökstuðningnum er reyndar fjarri því að vera nýlunda á myndarbýlinu Hríshóli. Því til staðfestingar var Reynir Halldórsson fyrrum bóndi á Hríshóli heiðraður ásamt núverandi ábúendum.

...
Meira

Á það skal minnt, eins og gert hefur verið öðru hverju gegnum árin, að eitt af hlutverkum Reykhólavefjarins er, og hefur alltaf verið, að birta auglýsingar. Ef þær snerta fólk og fyrirtæki með aðsetur í héraðinu eða í einhverjum sérstökum tengslum við það, þá kostar birtingin ekki neitt. Jafnframt eru auglýsingaborðar útbúnir án endurgjalds, ef þess er óskað. Þetta er einfaldlega þjónusta sem vefnum ber að sinna.

...
Meira
Séra Hildur Björk fyrir altarinu í Reykhólakirkju í dag.
Séra Hildur Björk fyrir altarinu í Reykhólakirkju í dag.
1 af 2

Séra Hildur Björk Hörpudóttir var í dag sett inn í embætti í Reykhólaprestakalli af séra Magnúsi Erlingssyni, prófasti á Vestfjörðum. Séra Hildur Björk predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt séra Magnúsi. Kór prestakallsins söng og Halldór Þorgils Þórðarson organisti í Búðardal lék á orgel. Kvenfélagið Katla bauð gestum síðan í glæsilegt messukaffi í matsal Reykhólaskóla. Í predikun sinni nefndi séra Hildur Björk hversu þakklát fjölskyldan er fyrir góðar móttökur í þessu frábæra samfélagi.

...
Meira

Blásið er til landbúnaðar- og matarhátíðar í tónlistarhúsinu Hörpu við Reykjavíkurhöfn á milli klukkan 11 og 17 á morgun, sunnudag. Búnaðarþing verður sett við hátíðlega athöfn í salnum Silfurbergi kl. 12.30 en allan daginn verður nóg við að vera. Gestum gefst kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu. Fyrir utan tónlistarhúsið verður grillvagn sauðfjárbænda og hamborgarabíllinn Tuddinn ásamt dráttarvélum og öðrum tækjabúnaði sem bændur nota í sínum störfum.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Reykhólaskóli stækkar og stækkar. Í þessum mánuði byrjuðu fjórir nemendur til viðbótar í grunnskóladeildinni, þannig að núna eru krakkarnir þar orðnir fimmtíu. Sama hefur gerst í leikskóladeildinni: Nemendum þar hefur fjölgað um fjóra síðan um áramót. Núna eru þeir nítján og enn er von á fleirum. Nemendurnir í Reykhólaskóla eru því orðnir 69, sumsé fjórðungur íbúafjöldans í sveitarfélaginu. Það er hreint ekki svo lítið!

...
Meira
26. febrúar 2016

Frá valdaklíku til almennings

Aðeins einu sinni hafa kjósendur fengið að kjósa um stjórnarskrána. Það var árið 1944 þegar kosið var um lýðveldisstofnunina. Alþingi samþykkti stjórnarskrána sem stjórnskipunarlög, sem voru svo borin undir þjóðina í almennri atkvæðagreiðslu. Þá höfðu kjósendur aðeins þann eina kost, að samþykkja það sem Alþingi hafði ákveðið, eða hafna því. Kjósendur gátu ekki sagt álit sitt á einstökum greinum eða köflum stjórnarskrárinnar. Síðan hefur Alþingi átta sinnum gert breytingar á stjórnarskránni og í öll skiptin voru kjósendur sniðgengnir. Það er vegna þess að Alþingi ákvað að enginn gæti breytt stjórnarskránni nema Alþingi sjálft.

...
Meira
Smjöraskja úr eigu Þórðar í Börmum (Byggðasafnið í Skógum).
Smjöraskja úr eigu Þórðar í Börmum (Byggðasafnið í Skógum).
1 af 2

Saltkjöts- og bókmenntakvöldið sem er árvisst um þetta leyti hjá Lionsdeildinni í Reykhólahreppi verður í borðsal Reykhólaskóla á föstudagskvöldið eftir viku, 4. mars. Að þessu sinni er andlegi þátturinn í fagnaðinum helgaður orðhögum feðgum í Börmum í Reykhólasveit, þeim Þórði Ólafssyni og Lárusi Þórðarsyni. Veislustjóri verður Viðar Guðmundsson og hefur hann trúlega með sér einn eða fleiri söngmenn.

...
Meira
Lestrarhestar.
Lestrarhestar.

Eftir fjórar æsispennandi lestrarvikur eru úrslit ljós í landsleiknum Allir lesa, en íbúar Reykhólahrepps höfnuðu í fimmta sæti þegar horft var á lestur eftir búsetu. Meðallestur þátttakenda í sveitarfélaginu voru tæpir 19 klukkutímar á fjögurra vikna tímabili!

...
Meira
Frá fundi stjórnar FFF og sveitarstjórnar.
Frá fundi stjórnar FFF og sveitarstjórnar.

Stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) átti fyrir helgina fund með sveitarstjórn Reykhólahrepps. Tilefnið var bréfaskipti FFF og sveitarstjórnarinnar varðandi beiðni íbúa í Flatey um flutning stjórnsýslu eyjarinnar til Stykkishólms. „Þó bréfið hafi verið undirstaða fundarins var víða komið við í umræðum enda af nógu af taka þegar hagsmunir Flateyjar eru annars vegar.“

...
Meira

Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa fengið styrk frá Ferðamálastofu og Uppbyggingarsjóði Vestfjarða til að vinna að stefnumótun fyrir vestfirska ferðaþjónustu 2016-2020. Mikilvægt er að sem flestir hagsmunaaðilar taki þátt í mótun stefnunnar, bæði ferðaþjónar, sveitarfélög og opinberar stofnanir.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30