Ekki nýlunda á Hríshóli
Landbúnaðarverðlaunin 2016, sem veitt voru í Hörpu í gær, hlutu annars vegar búendur á Hríshóli í Reykhólasveit og hins vegar á Stóru-Tjörnum í Þingeyjarsveit. Ábúendur á Hríshóli eru hjónin Þráinn Hjálmarsson og Málfríður Vilbergsdóttir og hjónin Vilberg Þráinsson (sonur þeirra Þráins og Málfríðar) og Katla Ingibjörg Tryggvadóttir. Í rökstuðningi vegna verðlaunanna segir meðal annars, að ábúendur á Hríshóli hljóti þau fyrir dugnað, framtakssemi og einstaklega snyrtilega umgengni á býli sínu. Það sem nefnt er í rökstuðningnum er reyndar fjarri því að vera nýlunda á myndarbýlinu Hríshóli. Því til staðfestingar var Reynir Halldórsson fyrrum bóndi á Hríshóli heiðraður ásamt núverandi ábúendum.
...Meira