Óbyggðanefnd: Reykhólahreppur meðal hinna síðustu
Fjármálaráðherra f.h. íslenska ríkisins hefur afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur í mestum hluta Dalabyggðar. Þar er um þrettán landsvæði að ræða. Nefndin hefur þegar lokið umfjöllun um eignarlönd og þjóðlendur á þremur fjórðu hlutum landsins alls og fleiri svæði eru í vinnslu. Málsmeðferð er ekki hafin á Austfjörðum og á Vestfjarðakjálkanum (þar með í Reykhólahrepppi) auk hins gamla Bæjarhrepps (sjá stöðuna á meðfylgjandi mynd, sem fengin er af vef óbyggðanefndar).
...Meira