Tenglar

Fjármálaráðherra f.h. íslenska ríkisins hefur afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur í mestum hluta Dalabyggðar. Þar er um þrettán landsvæði að ræða. Nefndin hefur þegar lokið umfjöllun um eignarlönd og þjóðlendur á þremur fjórðu hlutum landsins alls og fleiri svæði eru í vinnslu. Málsmeðferð er ekki hafin á Austfjörðum og á Vestfjarðakjálkanum (þar með í Reykhólahrepppi) auk hins gamla Bæjarhrepps (sjá stöðuna á meðfylgjandi mynd, sem fengin er af vef óbyggðanefndar).

...
Meira
Oddi og Svanshóll í Bjarnarfirði. Ljósmynd: Mats Wibe Lund 1993.
Oddi og Svanshóll í Bjarnarfirði. Ljósmynd: Mats Wibe Lund 1993.

Hvernig horfir framtíðin við sveitum landsins? Það er misjafnt eftir því hvar mann ber niður. Glötuð nettenging, slæmar samgöngur, aukin krafa um stærðarhagkvæmni, félagsleg einangrun, erfið nýliðun, ríkisjarðir sem fara í órækt og aldraðir bændur sem geta ekki hugsað sér að bregða búi. Þetta eru nokkur dæmi um vandamál sem plaga þær sveitir landsins sem standa höllum fæti. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarmálastofu Matvælastofnunar er meðalaldur kúabænda á landsvísu 53 ár en sauðfjárbænda 56 ár.

...
Meira
Reykhólar / Árni Geirsson.
Reykhólar / Árni Geirsson.

Leitað er að fólki í mjög margvísleg störf á Reykhólum í sumar. Um er að ræða ýmis gerólík störf á Báta- og hlunnindasýningunni og Upplýsingamiðstöð ferðafólks (umsóknarfrestur er að renna út), við Grettislaug og á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð.

...
Meira

Mottumars er að bresta á. „Nú dregur þó til tíðinda, því mottukeppnin sjálf er nú haldin í sjöunda og síðasta sinn. Ekki missa af tækifærinu til að rækta karlmennskuna og láta mottuna blómstra,“ segir í frétt frá Krabbameinsfélagi Íslands. „Leggið rakvélunum og dragið fram skeggsnyrtinn. Við opnum fyrir skráningar 27. febrúar á mottumars.is. Málstaðurinn góður og vinningarnir flottir og eigulegir að vanda. Byrjaðu að safna. Það er ekkert mál.“

...
Meira
Þörungaverksmiðjan / ÁG maí 2013.
Þörungaverksmiðjan / ÁG maí 2013.

Dr. Karl Gunnarsson, sérfræðingur í þangi og þara hjá Hafró, flytur tvo fyrirlestra á Reykhólum laugardaginn 12. mars. Annars vegar fjallar hann um líffræði sjávargróðurs og nytjar á Íslandi í gegnum aldirnar. Hins vegar mun hann fjalla um þær rannsóknir á þangi og þara sem eru í undirbúningi í Breiðafirði á næstu árum og tengjast auknum áhuga á nýtingu sjávargróðursins. Þær rannsóknir eiga að hefjast í vor.

...
Meira
18. febrúar 2016

Landsmenn klæðist rauðu

Landspítalinn rauðlýstur í tilefni Go Red. Ljósm. Morgunblaðið/Golli.
Landspítalinn rauðlýstur í tilefni Go Red. Ljósm. Morgunblaðið/Golli.

„Við vonumst eftir því að sem flestir láti sjá sig í rauðu á vinnustöðum og hvar sem er á morgun,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur í hjartasjúkdómum og formaður Go Red á Íslandi. Á morgun, föstudag, verður „Klæðumst rauðu dagurinn“ haldinn hátíðlegur, þar sem landsmenn eru hvattir til að klæðast rauðum fatnaði til að sýna stuðning við alheimsátakið Go Red.

...
Meira
18. febrúar 2016

Buxur, vesti, brók og skó ...

Hver ræður fram úr þessu?
Hver ræður fram úr þessu?

Verið er að leggja síðustu hönd á undirbúning fyrir hagyrðingakvöld Barðstrendingafélagsins, sem verður mánudagskvöldið 14. mars í félagsheimilinu Konnakoti í Reykjavík. „Okkur vantar einn til tvo hagyrðinga í viðbót. Vilt þú vera með? Getur þú bent okkur á einhvern góðan?“ spyr Ólína Kristín Jónsdóttir, formaður félagsins.

...
Meira
Hafdís og Matthías í Húsavík ásamt Höllu Steinólfsdóttur í Fagradal.
Hafdís og Matthías í Húsavík ásamt Höllu Steinólfsdóttur í Fagradal.

Hafdís Sturlaugsdóttir flytur núna á laugardaginn erindi um gróðurfar á Vestfjörðum og í Dölum á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælings-dal. Hafdís er bóndi í Húsavík á Ströndum og landnýtingarfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Þá verða til sýnis og greiningar ljósmyndir úr filmusafni Jóns og Guðmundar í Ljárskógum og líka eitthvað af ógreindum ljósmyndum í vörslu Byggðasafns Dalamanna.

...
Meira
Mynd: Wikipedia.
Mynd: Wikipedia.

Staða kvenna í sauðfjárrækt er mjög bág, að mati Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Þær eru sjaldan skráðar fyrir búum, vinna þeirra mikil en oftast ólaunuð og ósýnileg í opinberum gögnum. Þá afli karlarnir sér meiri lífeyrisréttinda og styrkja, svo fátt eitt sé nefnt. Þess vegna hafi þær ekki sama aðgang að lánsfé og karlarnir, svo dæmi sé tekið. Konur eru einungis skráðar fyrir fjórðungi býla í landinu og karlar eru 83% handhafa beingreiðslna í sauðfjárrækt.

...
Meira

Vegna fjarveru Reynis og Ásu verður Hólabúð á Reykhólum ekki opnuð á venjulegum tíma í fyrramálið, föstudag. Verslunin verður opnuð kl. 14 og verður opin til kl. 18. Síðan verður opið á laugardag kl. 11-16 eins og venjulega.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30