Tenglar

Nancy Bechtloff  / nave.is.
Nancy Bechtloff / nave.is.

Nancy Bechtloff tók fyrir skömmu við starfi forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og var síðast framkvæmdastjóri Vesturferða á Ísafirði, en áður hafði hún meðal annars verið markaðs- og sölufulltrúi hjá Iceland Express og starfað fyrir Ferðamálastofu Íslands í Þýskalandi.

...
Meira

Eins og víðast á landinu er maskadagurinn á Reykhólum í dag, öskudag; þann dag fara ungmenni gjarnan í heimsóknir hér og þar og syngja og fá iðulega eitthvað að launum. Á Ísafirði og kannski reyndar víðar á norðanverðum Vestfjörðum er maskadagurinn hins vegar tveimur dögum fyrr, eða á bolludag. Núna komu hópar af krökkum á ýmsum aldri á skrifstofur Reykhólahrepps og sungu fyrir starfsfólkið. Ekki var ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, því að einhverjir sungu sjálfan þjóðsönginn, sem mörgum reynist erfiður. Aðrir hópar voru með frumsamið efni og yngsti hópurinn flutti söngvasyrpu sem hann æfði í morgun.

...
Meira

Pítsadagur Nemendafélags Reykhólaskóla er á fimmtudag og hefst klukkan 18. Hægt verður að panta pítsu bæði til að taka með eða til að borða á staðnum. Tekið er við pöntunum frá klukkan 9 á morgun, miðvikudag, í síma 698 2559. Líka er hægt að panta í netfanginu johanna@reykholaskoli.is. Ef pantað er í netpósti þarf að taka fram hvenær pítsan verður sótt, þá kemur svarpóstur til staðfestingar.

...
Meira
1 af 3

Þegar fréttir berast af rafmagnsleysi á Barðaströnd, eins og gerðist núna fyrir nokkrum dögum, þá mega Reykhólabúar alveg búast við símtali: Þú situr þarna í myrkrinu! Svarið kemur kannski á óvart: Nei, héðan er meira en hundrað kílómetra akstur vestur á Barðaströnd, svipað og frá Reykjavík austur á Hvolsvöll.

...
Meira
Harpa Eiríksdóttir í afgreiðslu Báta- og hlunnindasýningarinnar.
Harpa Eiríksdóttir í afgreiðslu Báta- og hlunnindasýningarinnar.

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum auglýsir eftir fólki í fjölbreytt hlutastörf sumarið 2016. Vaktavinna. Laun samkvæmt kjarasamningi Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Eftirtalin störf eru í boði:

...
Meira

Stjórn Breiðfirðingafélagsins leggur til við aðalfund félagsins, sem haldinn verður 18. febrúar, að breyting verði gerð á þeirri grein laga félagsins sem snýr að ráðstöfun eigna þess ef samþykkt verður að slíta því. Núna er lagagreinin svohljóðandi:

...
Meira

Ný lota í prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins hefst í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík kl. 19.30 í kvöld, mánudag, og verður síðan á sama stað og tíma annan hvern mánudag fram til 18. apríl.

...
Meira
8. febrúar 2016

Atvinna í boði

Bláskel (kræklingur) í fjöruborði. Wikimedia Commons.
Bláskel (kræklingur) í fjöruborði. Wikimedia Commons.

IMC og Nesskel í Króksfjarðarnesi eru að leita að starfskrafti. Um er að ræða eina og hálfa stöðu, annars vegar við pökkun á skel tvo daga í viku í fyrstu og meira í sumar, hins vegar við ýmislegt sem tengist veiði og ræktun á bláskel bæði á sjó og í landi. Fjölbreytt vinna. Möguleiki á húsnæði.

...
Meira
Svanborg Guðbjörnsdóttir, Kambi.
Svanborg Guðbjörnsdóttir, Kambi.
1 af 12

Stórviðrinu slotaði í Reykhólahreppi um tvöleytið í gær, datt niður eins og hendi væri veifað. Allt í einu var komið logn, hætt að snjóa, hætt að skafa, sólin skein. Þá var hægt að fara að skoða fannirnar sem safnast höfðu á skemmri tíma en almennt gerist hér við innanverðan Breiðafjörð. Og taka myndir.

...
Meira
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og Finnur Árnason framkvæmdastjóri.
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og Finnur Árnason framkvæmdastjóri.

Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, segir að samkvæmt langri reynslu séu nýtanleg 20 til 25 þúsund tonn af þangi í Breiðafirði á hverju ári. Það er lítið meira en hráefnisþörf fyrirtækisins. Því sé ekki mikið svigrúm fyrir nýja aðila. Verksmiðjan býr að mörgu leyti við kjöraðstæður, miklar þangfjörur, jarðhita, hreinan sjó og mikla reynslu og þekkingu starfsmanna. Reksturinn gengur vel og er fyrirtækið ákaflega mikilvægt fyrir byggðina. Nú er verið að undirbúa nýja verksmiðju í Stykkishólmi, sem verður enn afkastameiri. Þá hyggjast ábúendur á Miðhrauni á Snæfellsnesi þurrka þörunga og hafa komið sér upp búnaði til þess.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30