Tenglar

Ljósm. OV.
Ljósm. OV.

Í vetur fékk Orkubú Vestfjarða (OV) Capacent til að vinna fyrir sig þjónustukönnun, fjórða árið í röð, þar sem könnuð voru viðhorf viðskiptavina til fyrirtækisins og þeirrar þjónustu sem það veitir. Markmiðið var að mæla breytingar frá fyrri könnunum. Helstu niðurstöður eru svipaðar milli ára, en þó sker sig úr, að viðhorf viðskiptavina til viðmóts og framkomu starfsmanna OV er mun betra en áður.

...
Meira
5. febrúar 2016

Vald, peningar, spilling

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Rúmum sjö árum eftir gjaldþrot íslenska fjármálakerfisins er fjarri því komið á jafnvægi og sæmileg sátt um stóru málin. Það sést best á mælingum á fylgi stjórnmálaflokkanna. Gamlir og grónir flokkar eða arftakar þeirra eiga allir í miklum vandræðum og njóta lítils fylgis, en nýr flokkur eykur stöðugt fylgi sitt og nálgast nú 40% fylgi. Vissulega eru þetta enn sem komið er aðeins kannanir, en það fer ekki á milli mála að kjósendur eru afar óánægðir með núverandi og síðustu stjórnarflokka og eru að setja fram ákveðnari kröfu en áður um breytingar.

...
Meira

IMC og Nesskel í Króksfjarðarnesi eru að leita að starfskrafti. Um er að ræða eina og hálfa stöðu, annars vegar við pökkun á skel tvo daga í viku í fyrstu og meira í sumar, hins vegar við ýmislegt sem tengist veiði og ræktun á bláskel bæði á sjó og í landi. Vinnan er fjölbreytt.

...
Meira

„Það eina sem ég sakna á Reykhólum er logn. Alla vegana stundum.“ Með þessum orðum byrjar nýr pistill Maríu Maack á undirsíðunni Skot Soffíu frænku (tengill í dálkinum hér hægra megin) með fyrirsögninni Logn í miðjum norðaustan strekkingi. Þar fjallar María um það hvernig hægt væri að gera skjólsælan göngustíg á Reykhólum og komast eftir það á áfangastað með hárgreiðsluna enn á höfðinu.

...
Meira
Frá afhendingunni á Ísafirði.
Frá afhendingunni á Ísafirði.

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða fyrir árið 2015 fór fram í dag samtímis á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Alls bárust 57 umsóknir, en styrkir sem veittir voru að þessu sinni eru 31 og runnu þar af þrír í Reykhólahrepp. Björgunarsveitin Heimamenn fékk 100 þúsund, ungliðasveit Heimamanna 50 þúsund og Ungmennafélagið Afturelding 100 þúsund krónur.

...
Meira
3. febrúar 2016

Viðvörun vegna óveðurs

Spákort Veðurstofunnar kl. 21 annað kvöld (fimmtudag).
Spákort Veðurstofunnar kl. 21 annað kvöld (fimmtudag).

Spáð er austan og norðaustan stormi eða roki, 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu síðdegis á morgun (fimmtudag), en norðan- og austantil aðra nótt. Einnig má búast við talsverðri úrkomu, en mikilli úrkomu suðaustan- og austanlands. Nánar um útlitið:

...
Meira

„Ég met stöðuna þannig eftir þennan fund að okkur sé óhætt að halda áfram og klára málið,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda. Hann og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, kynntu stöðuna í samningaviðræðum um nýjan búvörusamning á fundi Félags kúabænda á Suðurlandi á Hellu í fyrradag. Sigurður tekur fram að gagnrýni hafi komið fram á samningsdrögin en aðallega þó verið spurt. Bændur hafi verið komnir til að leita sér upplýsinga. Samningsgerð er langt komin, en er þó ekki að fullu lokið. Gerður verður rammasamningur fyrir landbúnaðinn í heild, sem kemur í stað núverandi búnaðarlagasamnings. Þá verða gerðir undirsamningar um starfsskilyrði nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju, eins og verið hefur.

...
Meira

Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir það alvarlegt mál verði ekkert sjúkrahótel starfrækt í höfuðborginni. Landspítali sé þjóðarsjúkrahús og þurfi að geta sinnt öllu landinu. „Til Landspítala koma margir sjúklingar utan af landi og því brýnt að þeir geti nálgast þjónustuna hnökralaust. Því er bráðnauðsynlegt að fyrir hendi sé sjúkrahótelþjónusta fyrir þá einstaklinga. Sjúkrahótel er mikilvægur liður í þjónustu við sjúklinga sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu langa leið,“ segir Bjarni.

...
Meira

Annað kvöld, miðvikudag, verður almennur fundur í Félagsheimilinu á Hólmavík með yfirskriftinni Vangaveltur um hitaveitu á Hólmavík. Þau María Maack verkefnastjóri hjá Atvest og Haukur Jóhannesson jarðfræðingur fjalla um þetta mál og síðan verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir. Fundurinn hefst kl. 19.30 og eru allir hjartanlega velkomnir.

...
Meira
1. febrúar 2016

Dagur kvenfélagskonunnar!

Í dag, mánudaginn 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar. Hann er haldinn til að minnast hins öfluga starfs íslenskra kvenfélaga síðustu hálfa aðra öldina og vekja athygli á krafti þeirra enn þann dag í dag. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað þann 1. febrúar 1930. Fyrsta kvenfélagið hérlendis, Kvenfélag Rípurhrepps í Skagafirði, var stofnað árið 1869, og síðan hafa konur stofnað fjölda félaga til að bæta samfélagið, ekki síst varðandi málefni barna, kvenna og fjölskyldna.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30