Tenglar

29. janúar 2016

Ágreiningur um heimtaugar

Úrskurðarnefnd Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) hefur fellt úr gildi ákvörðun stofnunarinnar um útnefningu Mílu til að sinna alþjónustu í fjarskiptum. Óvíst er hvert framhaldið verður og segist forstjóri Mílu líta svo á að fyrirtækinu sé ekki skylt að sinna alþjónustu í kjölfar úrskurðarins.

...
Meira
Hjónin Sveinn Borgar og Guðbjörg.
Hjónin Sveinn Borgar og Guðbjörg.
1 af 4

Sveinn Borgar Jóhannesson frá Hyrningsstöðum í Reykhólasveit og Guðbjörg Tómasdóttir eiginkona hans hafa gengið frá kaupum á gistiheimilinu Álftalandi á Reykhólum af Landsbankanum og fengu þau afsalið í hendur í gær. Álftalandi var lokað haustið 2014 og hefur enginn rekstur verið þar síðan. Aðspurður um ástand hússins segir Sveinn að margt þurfi að gera bæði innanhúss og utan, auk þess sem kaupa þurfi öll húsgögn. Hann kveðst stefna að því að opna á ný þegar kemur fram á vorið.

...
Meira

Bændasamtök Íslands hafa gert úttekt á þáttum sem hafa áhrif á matvöruverð og telja að verslunarfyrirtæki taki til sín of stóran hluta á kostnað neytenda og bænda. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynnti niðurstöðurnar í gær. Fram kom að umræða um vöruverð, einkum um verð á matvælum, er ástæðan fyrir því að ráðist var í úttektina. Bændasamtökin hafi haldið sig að mestu til hlés en nú sé tímabært að koma meira inn í umræðuna. Í úttektinni er farið yfir ýmsa þætti sem hafa áhrif á verðlag og reifað hvað þurfi að gera svo lækka megi matvöruverð á Íslandi.

...
Meira

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með viðtalstíma á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 4. febrúar. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira

Fram kemur í tilkynningu frá Gámaþjónustu Vesturlands, að farið verður í sorphirðu á Reykhólum í dag, fimmtudag. Rekstrarstjóri fyrirtækisins biðst afsökunar á þeirri töf sem orðið hefur vegna bilunar í ökutæki.

...
Meira

Á fyrsta fundi hinnar nýstofnuðu dreifbýlisnefndar Reykhólahrepps var Erla Björk Jónsdóttir kjörin formaður, Baldur Ragnarsson varaformaður og Erna Ósk Guðnadóttir ritari. Eftir að ræddar höfðu verið hugmyndir fólks um nefndina og verksvið hennar var samþykkt að hún skyldi hafa eftirfarandi að leiðarljósi í störfum sínum:

...
Meira

Íslandspóstur hf. ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnatíma Alþingis, þar sem innanríkisráðherra var til svara, og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum. Ráðherra taldi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum breytingum, þjónustan yrði til staðar áfram, gegn gjaldi „nota bene“ ...

...
Meira
Ljósm. bbl.is.
Ljósm. bbl.is.

Margvíslegar vísbendingar eru um að mjólkurframleiðslan hafi náð hámarki. Reynist það rétt kemst meira jafnvægi á framleiðslu og eftirspurn á næstu mánuðum, en á síðasta ári var framleiðslan talsvert umfram þarfir innlenda markaðarins. Innvigtun mjólkur jókst mjög um mitt síðasta ár og hélst svo að segja út árið 12-14% meiri en sömu vikur á árinu á undan. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að innvigtun hafi minnkað síðustu vikur og sé nú komin niður í um 10% aukningu miðað við sömu viku á síðasta ári.

...
Meira
Björgunarbáturinn sem um ræðir.
Björgunarbáturinn sem um ræðir.
1 af 4

Eins og málin standa nú hefur Bjsv. Heimamenn í Reykhólahreppi til ráðstöfunar liðlega sjö milljónir króna vegna kaupa á björgunarbáti, en kaupverðið er tíu milljónir. Eigið fé björgunarsveitarinnar í þessu skyni er þrjár milljónir króna en tvær milljónir koma frá Reykhólahreppi og aðrar tvær frá Þörungaverksmiðjunni. Ágóðinn af veitingasölu Kvenfélagsins Kötlu á markaðinum í Króksfjarðarnesi fyrir jólin var eyrnamerktur kaupunum á bátnum. Um er að ræða Atlantic 75 slöngubát, sem búinn er öllum helstu tækjum sem kröfur eru gerðar um að björgunarbátar hafi nú á tímum.

...
Meira

Sprengidagurinn er að þessu sinni 9. febrúar, á þriðjudegi eins og alltaf. „Svo að við komum til með að eiga nóg af saltkjöti og baunum og tilheyrandi fyrir alla, þá biðjum við fólk um að skrá hjá okkur hvað það vill panta í síðasta lagi næsta mánudag, 1. febrúar,“ segja Ása og Reynir í Hólabúð á Reykhólum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30